Olíu slöngur.
Posted: 08.feb 2010, 21:16
Ég er að dunda mér við að koma MMC vél í Range Rover eins og sést í Rover þráðnum og ég er að vesenast yfir olíukæli slöngunum. Þannig standa málin að ég er með original Range Rover vatnskassann og setti svo olíu og millikæli þar fyrir framan. Og þar sem það er búið að hækka bílinn á boddýi þá er búið að lækka vatnskassann í samræmi og þar af leiðandi er nóg pláss fyrir ofan kassann og til að losna við að bora/skera og slípa til að koma kælislöngunum til hliðar við vatnskassann að þá ættla ég að leggja olíukæli slöngurnar yfir vatnskassann ásamt millikælalögnunum. Og ég er að velta fyrir mér hvort ekki sé í lagi að skera á rörin sem liggja original í olíukælinn og setja olíuþolnar slöngur uppá rörin og 2-3 hosuklemmur á hver samskeiti. Þá myndi ég sleppa við fullt af mælingum og pælingum til að fá slöngur og rör með tilbúnum fittings, enda er smá spölur í næsta slönguverkstæði þar sem ég bý í Dalasýslunni. En ég er að hugsa um að leggja sem mest í rör og hafa slöngur á milli með hosuklemmum.
Set hér inn smá mynd af uppsetningunni á kæladótinu svo menn skilji enn betur hvað ég er að tala um :)

Set hér inn smá mynd af uppsetningunni á kæladótinu svo menn skilji enn betur hvað ég er að tala um :)
