Olíu slöngur.

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Jens Líndal
Innlegg: 98
Skráður: 01.feb 2010, 01:48
Fullt nafn: Jens Líndal Sigurðsson

Olíu slöngur.

Postfrá Jens Líndal » 08.feb 2010, 21:16

Ég er að dunda mér við að koma MMC vél í Range Rover eins og sést í Rover þráðnum og ég er að vesenast yfir olíukæli slöngunum. Þannig standa málin að ég er með original Range Rover vatnskassann og setti svo olíu og millikæli þar fyrir framan. Og þar sem það er búið að hækka bílinn á boddýi þá er búið að lækka vatnskassann í samræmi og þar af leiðandi er nóg pláss fyrir ofan kassann og til að losna við að bora/skera og slípa til að koma kælislöngunum til hliðar við vatnskassann að þá ættla ég að leggja olíukæli slöngurnar yfir vatnskassann ásamt millikælalögnunum. Og ég er að velta fyrir mér hvort ekki sé í lagi að skera á rörin sem liggja original í olíukælinn og setja olíuþolnar slöngur uppá rörin og 2-3 hosuklemmur á hver samskeiti. Þá myndi ég sleppa við fullt af mælingum og pælingum til að fá slöngur og rör með tilbúnum fittings, enda er smá spölur í næsta slönguverkstæði þar sem ég bý í Dalasýslunni. En ég er að hugsa um að leggja sem mest í rör og hafa slöngur á milli með hosuklemmum.

Set hér inn smá mynd af uppsetningunni á kæladótinu svo menn skilji enn betur hvað ég er að tala um :)

Image



User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Olíu slöngur.

Postfrá Stebbi » 08.feb 2010, 22:54

Það hlýtur að vera í lagi að gera það svoleiðis, Pajeroinn er með svona bland af slöngum og rörum. Reyndu samt að fá einhvern til að útbúa svona brjóst á rörin eins og er gert í faktoríuni, þá er sénslaust að slangan renni af.
En svona að öðru þá held ég að það sé ekki gott að hafa þetta bil á milli kælana, í langflestum tilfellum sem ég hef séð menn raða svona kælum og kössum saman í þessari stærð þá er leitast við að hafa sem minst bil á milli þeirra til að hámarka kælinguna. Hefur eitthvað með það að gera að láta sama loftið flæða í gegnum alla í einni ferð. Það endar varla vel ef að intercoolerinn stelur allri kælinguni frá vatnskassanum.
Það eru örugglega fróðari menn hérna sem geta útskýrt þetta á mannamáli fyrir þig en hafðu það á bakvið eyrað á meðan.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Höfundur þráðar
Jens Líndal
Innlegg: 98
Skráður: 01.feb 2010, 01:48
Fullt nafn: Jens Líndal Sigurðsson

Re: Olíu slöngur.

Postfrá Jens Líndal » 08.feb 2010, 23:29

Hmm bilið milli kælanna já,,,,,,,,,,, var ekki búinn að fatta að spá í þessu :) En ég ættla að lofa þessu að vera svona til að byrja með því ég er bara að skella þessu saman til að geta gert drusluna nothæfa. Þessi vélarskifti eru að verða búin að taka hálft ár en ég ættlaði að gera þetta á innan við 2 mánuðum :) En takk fyrir þetta :)


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 7 gestir