Síða 1 af 1

Suzuki slæmur í stýri (Leyst)

Posted: 20.mar 2013, 09:06
frá emmibe
Sælir, ég er með óbreyttan Suzuki Sidekick ´97 1800 cc sem hefur verið mjög leiðinlegur í stýri. Hann elti mikið för og svaraði illa þrátt fyrir ný dekk og rándýrar spyrnur með áföstum spindlum sem voru farnir en fór ekki með hann í hjólastillingu því dekkjaslit var jafnt, en óeðlilega mikil hreyfing var í maskínunni og átti ég svosem von á að þurfa að gera hana upp eða skipta um hana, gúmmífóðring og hjöruliður er í öxlinum frá hvalbak í maskínu og er óslitið. Í fyrradag kemur svo einn félaginn og herðir örlítið á öxli sem gengur niður í maskínuna, það er festiró á honum sem 19 mm lykill passar á. Þetta hefði maður átt að vita og athuga fyrr........... Bíllinn er gjörbreyttur í aksti og svarar eðlilega í stýri, finn smá fyrir verstu skurðunum í götum en það finnst mér eðlilegt miðað við viðhaldið á malbikinu. Ætla svo að skipta um vökva á þessu í dag. Langaði bara að deila þessu hér einfalt stillingaratriði sem fór alveg fram hjá mér.
Kv Elmar