Síða 1 af 1

Bilanagreining toyota 90 , Patrol hásing..

Posted: 14.mar 2013, 11:35
frá Golli
Sælir , Ég er með landcruiser 90 ´97 sem er með patrol framdrifi úr ´88 bíl með 3.3 vélinni

Bilunin virkar þannig að framdrifið er alveg out, en drifskaftið snýst úr millikassa og í framhásinguna, en er ekki að skila afli útí dekk , þannig bilunin er þá einhverstaðar í framhásingu .. myndi maður áætla.
En á sama tíma gerðist þá virkar afturdrifið bara þegar ég er með drifstöngina í fjórhjóladrifinu en ekki afturdrifinu, þegar hún er í afturdrifinu er eins og millikassin sé í hlutlausu , sem er frekar kjánalegt miðað við að drifskaftið snýst úr millikassa og í framdrifið..
lesið þið einhvað úr þessu sérfræðingar.? gæti verið að það sér farin loka? eða er einhvað í sundur í hásingunni ? einhver lent í þessu eða góð ráð ?

Re: Bilanagreining toyota 90 , Patrol hásing..

Posted: 14.mar 2013, 11:46
frá sukkaturbo
Sæll til að byrja með er þetta sídrífs millikassi og eru driflokur heilar ?

Re: Bilanagreining toyota 90 , Patrol hásing..

Posted: 14.mar 2013, 11:51
frá Golli
já driflokurnar heilar og já held að þetta sé sídrifskassi....

Re: Bilanagreining toyota 90 , Patrol hásing..

Posted: 14.mar 2013, 12:57
frá jeepcj7
Brotið drif,brotinn öxull eða loka ekki á/brotin.
Ef framhásingin er ekki að taka við aflinu og bíllinn er með qudratrac millikassa þá einmitt gerist ekkert nema læsa millikassanum þá fer aflið í afturhásinguna.
Ef þú kippir lokunum af þá sérðu hvort öxullinn er að snúast eða ekki uppá hvort meinið er lokan eða ekki.
En hversvegna valdirðu svona hásingu undir bílinn þetta er með alveg pínulítið drif og orðið frekar sjaldgæft og erfitt og dýrt að fá hlutföll og lása í þetta.
Hásing undan ´89+ hefði verið talsvert skemmtilegri kostur með stórt og algengt drif og er með stífum og gormum orginal.

Re: Bilanagreining toyota 90 , Patrol hásing..

Posted: 14.mar 2013, 15:53
frá Golli
já best að fra að skrúfa þett aí sundur og skoða en ég valdi ekki þetta drif, það var fyrri eigandi , ég er nýlegabúinn að kaupa þennan bíl og nýkominn í jeppabransan. Takk fyrir góð svör:)