6x6 Raminn í smá viðhaldi

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

6x6 Raminn í smá viðhaldi

Postfrá sukkaturbo » 10.mar 2013, 15:19

Sælir félagar smá fréttir að norðan. Nú er 6x6 Raminn í lítilsháttar viðhaldi. Keypt var boddý af 1999 bíl disel með opnanlegum aftari hurðunum og leður innréttingu og verður mikill munur á að ganga um þetta boddý en það gamla sem var af V-10 bensínbíl. Mikið betri hljóðeinangrun er í diselhúsinu og flottari innrétting. Boddýið var sent á Múlatind þar sem það var allt tekið í gegn ryðbætt og sprautað og er þar flott vinna í gangi að venju hjá honum Steina. Svo er verið að leggja lokahönd á nýjan pall úr stáli með skjólborðum úr áli. Settir voru aðrir spýssar í vélina en áður var kominn önnur túrbína olíuverk og fleira afl aukandi nammi sem ég kann ekki að nefna ( wri- ger- sbk -egr3-SÍBS- abt-4 wwc- go -and/ hárþurka) þeira skylja þetta Hr. Cumings og Lecter. Nú svo voru smíðaðar nýjar felgur og var það gert í skúrnum og hannaður suðu robot úr hinum og þessum pörtum til að sjóða þetta saman og var skemmtileg vinna. Svo var fjárfest í nýrri 46" og þetta sett saman. Glussakerfið var endurbætt og settur stæri tankur fyrir glussaspilið og loftdæluna sem er glussadrifin og loftdælan höfð undir húsinu. Gamla húsið og gamla skúffan er til sölu ef menn vantar boddý og er það óryðgað sjá myndir. kveðja guðni
Viðhengi
DSC03696.JPG
teppið þvegið
rafkerfi í vinnslu.JPG
mikið af rafmagni
ram dekkin.JPG
nýju dekkin
grind vinstra ram.JPG
boodý gamla.JPG
skúffa 1.JPG




birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: 6x6 Raminn í smá viðhaldi

Postfrá birgthor » 10.mar 2013, 16:40

Þú verður að redda fleirri myndum af þessum :)
Kveðja, Birgir


fordson
Innlegg: 102
Skráður: 26.nóv 2011, 21:49
Fullt nafn: Kraki Ásmundarson

Re: 6x6 Raminn í smá viðhaldi

Postfrá fordson » 13.mar 2013, 22:00

Þetta er svaka græja. Áttu mynd af loftdæluni? ekki margir með glussdrifna dælu
já ætli það nú ekki


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: 6x6 Raminn í smá viðhaldi

Postfrá sukkaturbo » 14.mar 2013, 17:54

Sælir fleiri myndir. Loftdælan er Yorke dæla sem snúið er af glussa rótor því ekki var pláss á vélinni. Öflug glussadæla er framan á Cummings og stór glussatankur undir bílnum. Glussa spil er framan á bílnum og öflugt raf spil að aftan. Pallur inn er úr hardox stáli og vigtar 300 kg. Gamla skúffan og húsið er hægt að fá fyrir lítið.
Viðhengi
DSC03698.JPG
loft dæla undir húsinu.JPG
pallur ram.JPG
DSC03706.JPG
ram pallur.JPG

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: 6x6 Raminn í smá viðhaldi

Postfrá Freyr » 14.mar 2013, 22:22

Þetta er hrikalega ruddalegt tæki! Guðni, áttu til myndir af honum í heilu lagi, úr ferð eða bara á götu??? Ég á bara til einhverjar litlar myndir sem sýna hann ekki svo vel.

Kv. Freyr

User avatar

Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Re: 6x6 Raminn í smá viðhaldi

Postfrá Svenni30 » 14.mar 2013, 22:30

Fann hérna 2 myndir af hinum

Image

Image
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"


einstef
Innlegg: 56
Skráður: 28.apr 2010, 02:00
Fullt nafn: Einar Þór Stefánsson

Re: 6x6 Raminn í smá viðhaldi

Postfrá einstef » 15.mar 2013, 16:04

ýmislegt 1872.JPG
hérna eru nokkrar myndir af honum sem að ég tók í ferð árið 2009
Kv.
Einar St
Viðhengi
ýmislegt 1922.JPG
ýmislegt 1908.JPG
ýmislegt 1880.JPG


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: 6x6 Raminn í smá viðhaldi

Postfrá sukkaturbo » 29.mar 2013, 14:44

Sælir félagar hér eru fleiri myndir af raminum sirka 2 millum síðar nú er búið að sandblása nýja pallinn til að fá betri viðloðun á lakkið og grunna hann með Epoxi og sprauta hann svartan. Síðan var hann málaður að innan með tveimur umferðum af Powercoat svörtu gúmíefni. Þannig að nú standa rollurnar á gúmíteppi og finna ekki fyrir holunum. Einnig var grindin menjuð og máluð í bak og fyrir aðalega í fyrir. kveðja guðni
Viðhengi
DSC03720.JPG
DSC03723.JPG
DSC03724.JPG
DSC03725.JPG


Þorsteinn
Innlegg: 239
Skráður: 19.maí 2010, 16:42
Fullt nafn: Þorsteinn Óli Brynjarsson

Re: 6x6 Raminn í smá viðhaldi

Postfrá Þorsteinn » 29.mar 2013, 19:03

eruði ekkert hræddir um að þegar dekkin eru orðin loftlítil að þau grípi saman?


Haukur litli
Innlegg: 329
Skráður: 08.mar 2010, 12:43
Fullt nafn: Haukur Þór Smárason

Re: 6x6 Raminn í smá viðhaldi

Postfrá Haukur litli » 29.mar 2013, 19:18

Þau fara ekki nær hvort öðru þó þú hleypir úr þeim. Sporið lengist en það verður aldrei lengra en þvermál dekkjanna, bilið heldur sér.


Þorsteinn
Innlegg: 239
Skráður: 19.maí 2010, 16:42
Fullt nafn: Þorsteinn Óli Brynjarsson

Re: 6x6 Raminn í smá viðhaldi

Postfrá Þorsteinn » 29.mar 2013, 20:26

ertu viss?
yfirleitt rekast nú dekkin ekki í fyrr en það er búið að hleypa úr þeim.

ef að maður setur 46" á 18" breiða felgu og 10 tommu breiða felgu þá hefði ég haldið að dekkið væri stærra um sig á 10 " breiðu felgunni , sem er svo það sem gerist þegar menn fara að keyra hraðar með úrhleypt að þá hefði ég haldið að dekkið verði sverara um sig.


Haukur litli
Innlegg: 329
Skráður: 08.mar 2010, 12:43
Fullt nafn: Haukur Þór Smárason

Re: 6x6 Raminn í smá viðhaldi

Postfrá Haukur litli » 29.mar 2013, 20:46

Þau munu breikka og lengjast niðri við jörðuna. En hvernig ætlar þú að láta dekkið verða lengra niðri við jörðu en það er í þvermál? Dekkin rekast ekki í hvort annað vegna breiddar, það myndi gerast vegna þvermálsins.

Ef þú settir dekk undir Raminn sem væru nokkrum tommum hærri þá myndu dekkin rekast saman.

User avatar

dazy crazy
Innlegg: 251
Skráður: 13.feb 2011, 15:12
Fullt nafn: Dagur Torfason
Bíltegund: Kangoo og Ferguson
Staðsetning: Skagafjörður

Re: 6x6 Raminn í smá viðhaldi

Postfrá dazy crazy » 29.mar 2013, 22:36

ef þessi suðuróbót er ekki grín þá vil ég mynd :D


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: 6x6 Raminn í smá viðhaldi

Postfrá sukkaturbo » 08.apr 2013, 17:23

dazy crazy wrote:ef þessi suðuróbót er ekki grín þá vil ég mynd :D

Sæll aldrei grín hjá mér kveðja guðni
Viðhengi
suðu 3.JPG
Nokkuð góð suða og enginn leki þegar prófað var
suð 2.JPG
rennibekurinn á lægsta snúning en dugði ekki til varð að setja stórt hjól á móti litlu til að fá réttan hraða
suðuróbot 1.JPG
Rennibekurinn notaður sem skriðgír og settur öxull yfir á borðið og reym á öxulinn yfir á stórt hjól og svo soðið á réttum hraða

User avatar

Magni
Innlegg: 474
Skráður: 11.aug 2011, 15:42
Fullt nafn: Magni Helgason
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: 6x6 Raminn í smá viðhaldi

Postfrá Magni » 08.apr 2013, 17:45

hahah þetta er keppnis, gaman að þessu :)
- Nissan Patrol 2008 L86 V8 44AT -


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 5 gestir