Síða 1 af 1

Pajero startar en fer ekki i gang

Posted: 09.mar 2013, 08:59
frá foxinn82
Sælir drengir. Ég er í vandræðum með Pajero árg 99 diesel 2.8. Hann startar en fer ekki í gang. Ég notaði varalyklana af bílnum í gær og fræðimenn vija meina að það sé eitthvað lokað fyrir olíu vegna þess að ég notaði varalykilinn. Hvað í fjandanum þarf ég að gera til að koma honum í gang? :)

Kv. Gummi

Re: Pajero startar en fer ekki i gang

Posted: 09.mar 2013, 11:41
frá muggur
Ef að þú ert með óorginal varalykil sem ekki er syncaður við bílinn þá er bara að finna aðallykilinn eða að hringja í lyklasmið.

Re: Pajero startar en fer ekki i gang

Posted: 09.mar 2013, 13:57
frá foxinn82
ég er með aðal lykilinn líka. ég fann hann bara ekki þ.a ég þurfti að nota varalykilinn. hann fer ekki í gang sama hvað lykill er notaður.

Re: Pajero startar en fer ekki i gang

Posted: 09.mar 2013, 14:20
frá Grímur Gísla

Re: Pajero startar en fer ekki i gang

Posted: 09.mar 2013, 14:56
frá Grímur Gísla
Mitshubitsi Montero Sport.
Close all doors,turn your key 1/4 towards ignition,press and hold the flashing red alarm light for 5 seconds and this should disarm the system.

Re: Pajero startar en fer ekki i gang

Posted: 09.mar 2013, 15:09
frá foxinn82
Ertu að meina hazard takkann?

Re: Pajero startar en fer ekki i gang

Posted: 09.mar 2013, 15:47
frá Grímur Gísla
Nú veit ég ekki , tók þetta af netinu, engar frekari útskýringar. er eitthvað á fjarstýringunni sem þetta gæti átt við

Re: Pajero startar en fer ekki i gang

Posted: 09.mar 2013, 16:42
frá foxinn82
Ég hef enga fjarðstýringu á lyklinum eins og á þessum myndum. Það er bara lykill, engir takkar á honum.

Re: Pajero startar en fer ekki i gang

Posted: 09.mar 2013, 17:58
frá Ingójp
Ég fékk Volvo S70 í hendurnar með sama vandamáli fyrir sirka ári, Taktu af geymasamböndin af leyfðu honum að vera þannig í smá tíma 30 mín sirka hentu þeim aftur á, Læstu og aflæstu nokkrum sinnum farðu inn og settu í gang.

Þetta er klárlega immobiliser vesen, Varalykilinn hugsanlega ekki kóðaður og immobliser virkur og neitar bílnum að fara í gang.

Re: Pajero startar en fer ekki i gang

Posted: 09.mar 2013, 18:31
frá þorleifur
þetta gæti verið ádreparinn sem er staðsettur aftan á olíuverkinu að mig minnir

Re: Pajero startar en fer ekki i gang

Posted: 09.mar 2013, 23:14
frá foxinn82
Vitiði hvernig ádreparinn er tekinn af? hef heyrt einmitt að þetta sé pottþétt það sem er að..

Re: Pajero startar en fer ekki i gang

Posted: 10.mar 2013, 17:22
frá þorleifur
það er verið að gera þetta við ein svona pajero í vinnuni hjá mér og það er bara verið að brjóta hann veit ekki nákvæmlega hvernig samt

Re: Pajero startar en fer ekki i gang

Posted: 13.mar 2013, 22:24
frá foxinn82
Þakka fyrir upplýsingarnar. Ég þarf að láta brjóta ádreparann af olíuverkinu

Re: Pajero startar en fer ekki i gang

Posted: 13.mar 2013, 23:31
frá Stebbi
foxinn82 wrote:Þakka fyrir upplýsingarnar. Ég þarf að láta brjóta ádreparann af olíuverkinu


Þú þarft að láta brjóta þjófavörnina af ádreparanum, svart box sem situr aftast á olíuverkinu. Svo er tengdur einn af þremur vírum á ádreparaspóluna og allt er eins og það á að vera.