Síða 1 af 1
Kúpling slítur mjög neðarlega í Hilux
Posted: 06.mar 2013, 16:25
frá sukkaturbo
Sælir drengir er með disel toyota Hilux 91. Málið er að kúplingin slítur bara alveg niður við gólfið og þarf að stíga hana alveg niður. Ég tók pedalan úr fóðraði upp gatið sem var örlítið kjagað lengdi teinin eins og hægt er sem gengur inn í efri dæluna og lagaðist þetta verulega. Núna slítur kúpplingin svona senti meter frá gólfinu. Ég er búinn að skipta um vökva og lofttæma. Það er eins og önnuhvor dælan sé ekki að sinna skyldum sínum og þá er spurningin hvort það sé efri eða neðri dælan. Sú efri kostar 25.000 hjá Toyota. Er hægt að greina hvor dælan þetta er á einhvern hátt. Það er ekkert brotið í kringum pedalan og allt heilt og fínt. Góð ráð vel þegin kveðja guðni
Re: Kúpling slítur mjög neðarlega í Hilux
Posted: 06.mar 2013, 16:43
frá Tómas Þröstur
Ég myndi reyna að fullvissa mig um að ekki sé loft á kerfinu með að setja slönguklemmu á slönguna niðri við kassa og sjá hvort pedali dúi eitthvað við létta viðkomu með hendi. Eða festa stimpil niðri með þvingu svo hann geti ekkert hreyfst og aftur athuga hvort dúi. Þetta dúa orð kemur frekar skringilega út í texta :/ Neðri dæla ætti ekki að svíkja öðruvísi en að sýna leka. Kannski farinn gormur í efri dælu.
Re: Kúpling slítur mjög neðarlega í Hilux
Posted: 06.mar 2013, 16:55
frá sukkaturbo
Sæll ég ætla að prufa það en þegar ég skipti um vökvan lofttæmdi ég mjög vel og notaði slöngu og setti í boxið aftur. Er farinn að gruna efridæluna en hún er svo andskoti dýr ef þetta er svo ekki hún eða 25.000. kveðja guðni
Re: Kúpling slítur mjög neðarlega í Hilux
Posted: 06.mar 2013, 16:58
frá Tómas Þröstur
sukkaturbo wrote:Sæll ég ætla að prufa það en þegar ég skipti um vökvan lofttæmdi ég mjög vel og notaði slöngu og setti í boxið aftur. Er farinn að gruna efridæluna en hún er svo andskoti dýr ef þetta er svo ekki hún eða 25.000. kveðja guðni
Brotinn gormur getur gert mjög skýtnar kúplingar - kannski hægt að mixa einhvern gorm - besta aðferð sem ég hef kynnst við að lofttæma kúplingar er smurolíukanna (laua við alla olíu) með slöngu í og dæla vökva upp í forðabúr frá neðri dælu.
Re: Kúpling slítur mjög neðarlega í Hilux
Posted: 06.mar 2013, 17:04
frá Cruser
Getur líka verið brotið kúpplingspedala brakketið, skoða það vel.
Kvöld Bjarki
Re: Kúpling slítur mjög neðarlega í Hilux
Posted: 06.mar 2013, 17:31
frá sukkaturbo
Sælir er búinn að skoða braketið allt heilt og fínt. Einn vinur minn hringdi í mig og sagðist hafa lent í þessu og skipt um báðar dælurnar en ekkert lagaðist kúpplingin. Hann reif þá kúplinguna úr og koma þá í ljós að pressan var orðin það slöpp að hún var hætt a slíta almennilega og líka var diskurinn orðinn slappur. Samt hafði bíllinn ekki verið að snuða í átaki. Svo líklega þarf ég að huga að kúpplings skiptum legu pressu og disk enda þetta dót ekið 366.000km.kveðja guðni
Re: Kúpling slítur mjög neðarlega í Hilux
Posted: 06.mar 2013, 17:47
frá Stebbi
Ef að þú getur pumpað kúplinguna eins og bremsur og fengið hana upp þannig þá ertu að díla við loft eða ónýt gúmmí í höfuðdælu eða þræl.
Re: Kúpling slítur mjög neðarlega í Hilux
Posted: 22.mar 2013, 19:21
frá sukkaturbo
Sælir skipti um kúplinguna í toyotunni. Diskurinn orðinn slappur. En pinninn sem kúplingsgaffallinn hvílir á var með brotinn haus og héldu menn að þar væri biluninn fundin. Allt sett saman og prufað, en viti menn kúplingin var enn niðri við gólf og sleit illa. Búið að fara yfir dælur og voru þær í lagi. Við nánari rannsóknir kom í ljós að brakketið fyrir pedalana var sprungið og gaf það eftir þegar stigið var á kúpplingspedalann vont að sjá þetta og var búið að horfa eftir því áður en með lokuðum augum. En þetta var allt endurnýjað svo gamli hilux er eins og nýr. Setti í leiðinni startar úr 70 Cruser og er þvílkur munur á startinu það er mikið léttar og snýst hann að mér finnst hraðar. kveðja guðni Ps takk fyrir góð svör
Re: Kúpling slítur mjög neðarlega í Hilux
Posted: 22.mar 2013, 19:53
frá Fordinn
Þetta brakket vandamál er lúmskt og þarf að skoða mjog vel... eyddi sjálfur heilli nótt med hjálp góðra félaga að skipta um kúpplingu liggjandi á gólfinu.... um morguninn var tótan sett i gang og viti menn ekki kúpplaði druslan... í ofan á lag fauk hliðar rúðan úr druslunni þegar ég fór út og skellti hurðinni á eftir mér =)
Re: Kúpling slítur mjög neðarlega í Hilux
Posted: 22.mar 2013, 23:31
frá Steini H
Mikið skil ég þig :-) Ég hef einmitt þetta skap og þess vegna læt ég viðgerðir eiga sig það er mér og mínu faratæki fyrir bestu.
En á nó af vinum og hjálpsömum sem gera við fyrir mig ég geri þeim bara einhvern annan greiða í staðin eða bara borga þeim fyrir vinnuna ef þannig liggur í því.
En hef samt roslega gaman að læra hvað geti verið að hlutunum þannig að maður sé ekki alveg eins og álfur út úr hól