Síða 1 af 1
patrol drif
Posted: 06.mar 2013, 09:13
frá eggerth
sælir meistarar ég var að velta fyrir mér hvort að drifkögglar pössuðu úr gamlapatrol yfir í þann nýlega semsagt 3l bílinn ca 2002 árgerð
kveðja Eggert
Re: patrol drif
Posted: 11.mar 2013, 10:29
frá eggerth
jæja ég trúi ekki að engin viti þetta ekki ;)
Re: patrol drif
Posted: 11.mar 2013, 10:57
frá ivar
ég veit ekki betur en að þetta passi allt á milli.
Ef ég man rétt þá er 3l patrol beinskiptur með annað og stærra afturdrif en ssk bíllinn sé með sama afturdrif og gamli bíllinn.
Framdrifin séu í öllum tilfellum þau sömu.
Þetta er hinsvegar ekki sagt af reynslu við að skipta þarna á milli og ég myndi mæla með að hringja í stál og stansa eða ljónsstaði og spyrja út í hlutföllin þarna á milli.
Kv. Ívar
Re: patrol drif
Posted: 11.mar 2013, 23:20
frá eggerth
ivar wrote:ég veit ekki betur en að þetta passi allt á milli.
Ef ég man rétt þá er 3l patrol beinskiptur með annað og stærra afturdrif en ssk bíllinn sé með sama afturdrif og gamli bíllinn.
Framdrifin séu í öllum tilfellum þau sömu.
Þetta er hinsvegar ekki sagt af reynslu við að skipta þarna á milli og ég myndi mæla með að hringja í stál og stansa eða ljónsstaði og spyrja út í hlutföllin þarna á milli.
Kv. Ívar
já eg vissi að hlutföllin eru ekki þau sömu, og öxlarnir eru aðeins lengri.
Re: patrol drif
Posted: 12.mar 2013, 09:16
frá jongud
Bestu upplýsingarnar sem ég hef fengið varðandi drif og öxla eru frá ARB
http://arb.com.au/media/products/air-lockers/application_chart.pdfSamkvæmt þessu er Y60, Patrol GQ 1988-98 með H233B drifköggul og 31 rillu öxla að framan og aftan
Y61, 1998 og yngri er með H233B drifköggul að framan og H260 að aftan
Gamli MQ á blaðfjöðrunum er svo með H200 að framan en H233 eða H260 að aftan.
Re: patrol drif
Posted: 12.mar 2013, 09:36
frá jeepcj7
Annaðhvort ertu ekki að lesa bæklinginn rétt eða hann er vitlaus því ég er nokkuð viss um að í 233 afturdrifinu eru 33 rillu öxlar
Re: patrol drif
Posted: 12.mar 2013, 12:10
frá jongud
jeepcj7 wrote:Annaðhvort ertu ekki að lesa bæklinginn rétt eða hann er vitlaus því ég er nokkuð viss um að í 233 afturdrifinu eru 33 rillu öxlar
Alveg rétt, það er bara framöxullinn sem er með 31 rillu