Smá pæling í sambandi við túrbínu.

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
Grásleppa
Innlegg: 164
Skráður: 08.des 2011, 21:05
Fullt nafn: Jóhann Elís Runólfsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Smá pæling í sambandi við túrbínu.

Postfrá Grásleppa » 04.mar 2013, 11:28

IMG_1161.JPG
Sælir félagar. Vildi bara spyrja, var að fá túrbínu úr upptekt. Finnst armurinn í EGR lokann (heitir þetta ekki það?) Vera rosalega stífur í sætið sitt, þarf að toga hann á réttan stað með wise ef gott á heita. Þarf að stilla hann eitthvað eða er þetta eðlilegt? Kv, Jóhann




villi58
Innlegg: 2137
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Smá pæling í sambandi við túrbínu.

Postfrá villi58 » 04.mar 2013, 11:59

Getur verið eðlilegt, kemur í ljós ef þú ert með Boost mæli, hvort sé eðlilegur þrýstingur.


Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: Smá pæling í sambandi við túrbínu.

Postfrá Navigatoramadeus » 04.mar 2013, 12:01

armurinn er mjög stífur (þú ert að draga saman gorm) það stemmir enda er membra/þind inní húsinu sem hann gengur úr og talsvert flatarmál þar sem þrýstingur frá túrbínu vinnur á F=A*p

F = kraftur (N)
A = flatarmál (m2)
p = þrýstingur (Pascal eða N/m2)

þetta er framhjáhlaupsventill, (bypass valve), hleypir umframþrýstingi (sem er stilltur í húsinu, gormkraftur vs loftþrýsting á membruna) svo vélin fái ekki meira loft og þar með þrýsting en henni er hollt.

í Muzzo er 0,6bar (9psi) mælt hjá mér.


villi58
Innlegg: 2137
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Smá pæling í sambandi við túrbínu.

Postfrá villi58 » 04.mar 2013, 12:06

Navigatoramadeus wrote:armurinn er mjög stífur (þú ert að draga saman gorm) það stemmir enda er membra/þind inní húsinu sem hann gengur úr og talsvert flatarmál þar sem þrýstingur frá túrbínu vinnur á F=A*p

F = kraftur (N)
A = flatarmál (m2)
p = þrýstingur (Pascal eða N/m2)

þetta er framhjáhlaupsventill, (bypass valve), hleypir umframþrýstingi (sem er stilltur í húsinu, gormkraftur vs loftþrýsting á membruna) svo vélin fái ekki meira loft og þar með þrýsting en henni er hollt.

í Muzzo er 0,6bar (9psi) mælt hjá mér.

Ert þú eitthvað skildur Hr. Cummings ?


Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: Smá pæling í sambandi við túrbínu.

Postfrá Navigatoramadeus » 04.mar 2013, 12:11

svona í gríni þá væri átakið mv 0,6bar opnunarþrýsting og þvermálið á membrunni 6cm =

F = A*p

A = d2*pí/4
A = 0,06 (í öðru veldi) * pí/4
A= 0,00283m2

0,6bar = 60.000Pascal (N/m2)

F = 0,00283*60.000
F = 170N

ca 17kg kraftur sem þú þarft að toga með mv "slumputölur", gæti það passað ?


villi58
Innlegg: 2137
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Smá pæling í sambandi við túrbínu.

Postfrá villi58 » 04.mar 2013, 12:15

Navigatoramadeus wrote:svona í gríni þá væri átakið mv 0,6bar opnunarþrýsting og þvermálið á membrunni 6cm =

F = A*p

A = d2*pí/4
A = 0,06 (í öðru veldi) * pí/4
A= 0,00283m2

0,6bar = 60.000Pascal (N/m2)

F = 0,00283*60.000
F = 170N

ca 17kg kraftur sem þú þarft að toga með mv "slumputölur", gæti það passað ?

Takk fyrir, gott að eiga svona útreikning.

User avatar

Höfundur þráðar
Grásleppa
Innlegg: 164
Skráður: 08.des 2011, 21:05
Fullt nafn: Jóhann Elís Runólfsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Smá pæling í sambandi við túrbínu.

Postfrá Grásleppa » 04.mar 2013, 14:29

Já, sýnist þetta stemma. Þá get ég andað léttar og farið að raða saman þegar helv... pakkningarnar á bakvið pústgreinina skila sér frá ástralíu! Takk kærlega fyrir fljót og góð svör :)

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Smá pæling í sambandi við túrbínu.

Postfrá Stebbi » 04.mar 2013, 21:10

Svo til að hafa allt rétt þá er þetta kallað eða 'wastegate actuator' en á einfaldri sveitamanns- íslensku taðventilsmembra.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Höfundur þráðar
Grásleppa
Innlegg: 164
Skráður: 08.des 2011, 21:05
Fullt nafn: Jóhann Elís Runólfsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Smá pæling í sambandi við túrbínu.

Postfrá Grásleppa » 04.mar 2013, 21:58

Taðventilsmembra skal helvítið heita :)


Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: Smá pæling í sambandi við túrbínu.

Postfrá Navigatoramadeus » 05.mar 2013, 09:47

Stebbi wrote:Svo til að hafa allt rétt þá er þetta kallað eða 'wastegate actuator' en á einfaldri sveitamanns- íslensku taðventilsmembra.



wastegate er klárlega réttheiti, takk fyrir það !

góð lesning;

http://www.turbodynamics.co.uk/technica ... bocharger/


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur