Síða 1 af 1
Hvar fær maður kæliristar í húdd
Posted: 04.mar 2013, 10:58
frá AgnarBen
góðan dag
Hvar er besta úrvalið og besta verðið til að kaupa kæliristar (tálkn) í húdd ? Ekkert krómdót, bara úr plasti sem hægt er að sprauta í sama lit og bíllinn.
Re: Hvar fær maður kæliristar í húdd
Posted: 04.mar 2013, 14:45
frá lecter
sæll ég fekk minar i vélasöluni en það er crom eða polerað stál en til er eins úr plasti
svo er spurning með að fá svona ristar i byggingavöruverlun setja saman og taka afsteypu úr fiberplasti en þá þarf að skera úr götunum
svo gæti verið að ein hver blikksmiðjan gæti gert svona plötu fyrir þig úr áli eða eir
ég skil vel hvað þú ert að fara ég er búinn að pæla i þessu helling maður sér svona oft á custom bilum i usa
Re: Hvar fær maður kæliristar í húdd
Posted: 04.mar 2013, 16:09
frá kjellin
held að benni eigi svona ristar ... svo kom þettað á nokkrum dæwú bílum frá þeim
Re: Hvar fær maður kæliristar í húdd
Posted: 04.mar 2013, 19:10
frá Oskar K
spurning hvort að einhver blikksmiðjan gæti tekið húddið sjálft og stimplað í það svona "louvers" eða hvað þetta var kallað, sá það gert á einhverjum XJ úti og fannst það mega töff
ótrúlegt hvað menn voru að ná niður vinnsluhita með þessu
Re: Hvar fær maður kæliristar í húdd
Posted: 04.mar 2013, 19:14
frá Oskar K
kannski fullmikið af því góða, en þetta er það sem ég er að tala um

Re: Hvar fær maður kæliristar í húdd
Posted: 04.mar 2013, 20:06
frá AgnarBen
Já vélarsalurinn er vel pakkaður í XJ og það er svakalegur hiti af línu sexunni. Ég er með tvær viftur og stundur dugar það bara ekki til. Mér finnst þessar kæliraufar sem menn eru að setja í húddin yfirleitt frekar ljótar þannig að ég er líka að spá í að fara bara þessa leið, setja spacer á húddlömina. Eins og þetta er nú mikil sveitalausn að þá kemur þetta alveg þokkalega vel út og svínvirkar skv spjallsíðunum í Ameríkuhreppi. Vonandi sér þetta síðan um að bræða af þurrkunum í leiðinni ;-)

Re: Hvar fær maður kæliristar í húdd
Posted: 04.mar 2013, 21:03
frá Stebbi
Er þetta ekki málið, mun flottara en að gata húddið í klessu eða hafa það gapandi með brettunum

Re: Hvar fær maður kæliristar í húdd
Posted: 04.mar 2013, 21:06
frá Oskar K
AgnarBen wrote:Já vélarsalurinn er vel pakkaður í XJ og það er svakalegur hiti af línu sexunni. Ég er með tvær viftur og stundur dugar það bara ekki til. Mér finnst þessar kæliraufar sem menn eru að setja í húddin yfirleitt frekar ljótar þannig að ég er líka að spá í að fara bara þessa leið, setja spacer á húddlömina. Eins og þetta er nú mikil sveitalausn að þá kemur þetta alveg þokkalega vel út og svínvirkar skv spjallsíðunum í Ameríkuhreppi. Vonandi sér þetta síðan um að bræða af þurrkunum í leiðinni ;-)
hef séð menn gera þetta á Subaru bílum sem er verið að swappa í og eru ekki með hoodscope orginal, sá einhvern sem náði vatnshita niður um 7-8 gráður bara með þessu og hitanum í vélarsalnum um 20 gráður c.a.
svo þetta virkar, ekki spurning
Re: Hvar fær maður kæliristar í húdd
Posted: 04.mar 2013, 21:41
frá AgnarBen
Stebbi wrote:Er þetta ekki málið, mun flottara en að gata húddið í klessu eða hafa það gapandi með brettunum

Það hefur enginn leyfi til að vera með svona húdd á XJ nema að vera með LS1 undir því ;-)
Re: Hvar fær maður kæliristar í húdd
Posted: 04.mar 2013, 21:47
frá Stebbi
AgnarBen wrote:Það hefur enginn leyfi til að vera með svona húdd á XJ nema að vera með LS1 undir því ;-)
Ættu ekki allir XJ að vera með LS í húddinu? Mér finnst þessi duglega 6cyl lína bara vera millibilsástand. :)
Re: Hvar fær maður kæliristar í húdd
Posted: 04.mar 2013, 23:33
frá juddi
Spurning að skera það upp þar sem stansin er sitthvorumeigin og hækka ca um tommu að aftan og láta það eiðast út að framan
Re: Hvar fær maður kæliristar í húdd
Posted: 05.mar 2013, 00:07
frá Freyr
Eftir að hafa átt nokkra xj á 38" þori ég að fullyrða að ef hann hitnar hjá þér þá er eitthvað bilað. Sá sem ég á núna t.d. hefur aldrei hreyft nálina upp fyrir normið þó svo ég standi hann í botni tugi kílómetra á jökli í þungu færi. Engu að síður hef ég spáð í að setja svona ristar hjá mér, liði sennilega betur með þær.... Keypti fyrir 2 árum sett af ristum af einhverjum pontiac og lét sprauta í lit jeppans, þær líta svona út (mynd af google af eins ristum):

Þarf samt að hafa í huga hvað er undir ristunum, t.d. er ég ekki spenntur fyrir að hafa göt í húddinu beint fyrir ofan tengið fyrir sveifarásskynjarann nema gera einhverjar ráðstafanir til að verja tengið vatni. Þessar ristar munu fara á hjá mér einhvern daginn og ég mun snúa þeim aftur, s.s. auðvelda gegnumstreymi lofts um vélarrýmið.
Varðandi það að hækka húddið þá er ég skíthræddur við þá lausn. Hvað ef þú lendir í árekstri? Fer húddið ekki bara beint aftur gegnum framrúðuna???
Kveðja, Freyr
Re: Hvar fær maður kæliristar í húdd
Posted: 05.mar 2013, 00:51
frá Oskar K
Freyr wrote:Varðandi það að hækka húddið þá er ég skíthræddur við þá lausn. Hvað ef þú lendir í árekstri? Fer húddið ekki bara beint aftur gegnum framrúðuna???
Kveðja, Freyr
held ég hafi aldrei séð frammtjónaðan bíl sem hefur slitð báðar húddlamirnar, endar yfirleitt bara eins og A í laginu séð frá hlið
Re: Hvar fær maður kæliristar í húdd
Posted: 05.mar 2013, 11:37
frá Stebbi
Er ekki tilgangurinn með svona ristum að draga heitt loft út um ristarnar ekki öfugt. Heitt loft leitar alltf upp og dregur kalda loftið upp vélarsalinn og kælir, þessvegna hefði maður haldið að svona 'cowl hood' væri málið fyrir bíla sem ganga óþægilega heitir.
Re: Hvar fær maður kæliristar í húdd
Posted: 05.mar 2013, 13:00
frá AgnarBen
Freyr wrote:Eftir að hafa átt nokkra xj á 38" þori ég að fullyrða að ef hann hitnar hjá þér þá er eitthvað bilað. Sá sem ég á núna t.d. hefur aldrei hreyft nálina upp fyrir normið þó svo ég standi hann í botni tugi kílómetra á jökli í þungu færi. Kveðja, Freyr
Ég myndi nú ekki segja að þetta væri stórkostlegt vandamál en þetta hefur þó gerst nokkrum sinnum við erfiðar aðstæður, td undan vindi. Hann tapar líka aðeins vatni yfir langan tíma án þess að ég hafi fundið lekann, líklega eitthvað óþétt með hosu einhvers staðar. Ætli vatnskassinn sé ekki bara orðinn slappur !
Varðandi húddlausnina þá finnst mér það nú hæpið að húddið afhausi mann í árekstri, beyglast það ekki löngu áður en lömin/M8 boltarnir gefi sig !
Re: Hvar fær maður kæliristar í húdd
Posted: 05.mar 2013, 14:19
frá lettur
Ég er með 4l Grand Cherokee á 38". Hef líka lent í því að hitamælirinn hefur stigið svolítið þegar keyrt er í þungu færi undan vindi. Hef þess vegna líka verið að skoða svona kæliristar á netinu en svo er maður líka að spá í hvort vatnskassinn sé mögulega orðinn eitthvað lélegur þó hann líti vel út.
Það væri gaman að frétta af hvort svona húddkæling breyti miklu.
Re: Hvar fær maður kæliristar í húdd
Posted: 05.mar 2013, 15:34
frá draugsii
Ég myndi birja á því að skola út kælikerfið þekki einn sem gerði það og bíllinn hjá honum steinhætti öllu hitaveseni
Re: Hvar fær maður kæliristar í húdd
Posted: 05.mar 2013, 18:08
frá juddi
Kassin getur verið stíflaður að innan þó að hann líti vel út að utan getur verið gott að þreifa á honum heitum og ath hvort hann er með köldum blettum
Re: Hvar fær maður kæliristar í húdd
Posted: 05.mar 2013, 18:55
frá Freyr
AgnarBen wrote:Freyr wrote:Eftir að hafa átt nokkra xj á 38" þori ég að fullyrða að ef hann hitnar hjá þér þá er eitthvað bilað. Sá sem ég á núna t.d. hefur aldrei hreyft nálina upp fyrir normið þó svo ég standi hann í botni tugi kílómetra á jökli í þungu færi. Kveðja, Freyr
Ég myndi nú ekki segja að þetta væri stórkostlegt vandamál en þetta hefur þó gerst nokkrum sinnum við erfiðar aðstæður, td undan vindi. Hann tapar líka aðeins vatni yfir langan tíma án þess að ég hafi fundið lekann, líklega eitthvað óþétt með hosu einhvers staðar. Ætli vatnskassinn sé ekki bara orðinn slappur !
Varðandi húddlausnina þá finnst mér það nú hæpið að húddið afhausi mann í árekstri, beyglast það ekki löngu áður en lömin/M8 boltarnir gefi sig !
Jú sjálfsagt gerir það það...
Re: Hvar fær maður kæliristar í húdd
Posted: 06.mar 2013, 09:08
frá AgnarBen
Var að vinna í bílnum í gærkvöldi (nótt) og smellti spacerum undir til að sjá hvernig þetta kæmi út. Þetta er heilmikil opnun og ætti að virka vel til að losa hita úr vélarsalnum. Það verður líka spennandi sjá hvort það mokast snjór þarna undir í dag í fokinu :)
Re: Hvar fær maður kæliristar í húdd
Posted: 06.mar 2013, 09:15
frá Tómas Þröstur
AgnarBen wrote:Var að vinna í bílnum í gærkvöldi (nótt) og smellti spacerum undir til að sjá hvernig þetta kæmi út. Þetta er heilmikil opnun og ætti að virka vel til að losa hita úr vélarsalnum. Það verður líka spennandi sjá hvort það mokast snjór þarna undir í dag í fokinu :)
IMG_20130306_014208.jpg
IMG_20130306_014323.jpg
Þetta finnst mér sniðugt. Ég þyrfti að gera eitthvað svona á bensínbílnum mínum. Það er þó ekki vélarhiti beint sem er málið heldur hinn eilífi skiftingarhiti. Þegar véli og skifting hitnar hjá mér í brekkum þá snarhitnar inni í bílnum þó minnkað sé í miðstöð - myndi ábyggilega hjálpa að lofta um húdd.
Re: Hvar fær maður kæliristar í húdd
Posted: 06.mar 2013, 10:28
frá lecter
ja skiptingar hitinn finst mér alltaf skritinn og en merkilegra að setja kælinguna inn i vatnskassan ,,sem vinnur á 80-90gráðum ,, ég var með svona vandamál og afteingdi kælinguna i vatnskassanum setti kælir fyrir framan risastóran notaði kælin fyrir miðstöðina svo boraði ég út niplana á skiptinguni og snittaði fyrir nýum niplum og setti sverari rör á milli ..svo sikkaði ég skiptingar pönnuna og setti kæliriflur undir ,,en hægt er að setja kælir á smuroliu lika það er til millistikki undir smur siuna sem er með 2 niplum setja svo rör fram i kælir þetta verða allir að gera ef þeir setja turbo á vel sem er ekki með turbo
Re: Hvar fær maður kæliristar í húdd
Posted: 06.mar 2013, 10:52
frá juddi
Í sumum tilfellum dugar að taka burt þéttilistan aftan við húddið
Re: Hvar fær maður kæliristar í húdd
Posted: 06.mar 2013, 11:19
frá JeepKing
Mér hefur oft langað til að fá mér louvers, ekki bara af því þær eru cool heldur líka til að minka hitan á öllu draslinu sem hangir utan á vélinni t.d vacum slöngur og rafmagns snúrur.. hver hefur ekki lent í því að hreifa við vacum slöngu og hún gjörsamlega molnar.
Þessar slöngur og bensín slöngur eru bara að þola um 60-85°c en hvað er síðan heitt í húddinu? 100+? það væri gaman að setja hitamælir í þéttan bíl í dag :o
Re: Hvar fær maður kæliristar í húdd
Posted: 06.mar 2013, 15:56
frá Grímur Gísla
Rakst á rist Múrbúðinni, 70x70 mm, seldar 2 samann á rúmar 500 kr.
Frekar ljótar að vísu.