Síða 1 af 1
MMC milligír/aukamillikassi smíði
Posted: 28.feb 2013, 08:57
frá jeepcj7
Sæl öllsömul ég er dálítið forvitinn með milligíra í mitsubishi,hefur einhver hérna smíðað svoleiðis og eða veit hver hefur verið að smíða þá? Eins eru allar upplýsingar um hvað er helst notað í þá smíði og hvort hægt er að fá milliplötu/stykki til að splæsa 2 pajero/L2-300 kössum saman einhverstaðar ef einhver á nýtt eða notað.Er búinn að vera dálítið að spá í þessu og held að það sé í einhverjum tilfellum sem öxlarnir afturúr sumum kössunum passi inn í inputið á einhverjum þeirra og þá er bara spurningin um að smíða eða fá millistykki til samsetningar.Og þá er einmitt spurningin hvernig menn hafa reddað skiptistönginni ef þetta meikar eitthvað sense?
Er einhver hérna sem þekkir eitthvað til í þessum lowlow mitsa málum og nennir að fræða td. mig og líklega fleiri í leiðinni?
Myndir af svona búnaði skemma alls ekki fyrir ef einhver á.
Re: MMC milligír/aukamillikassi smíði
Posted: 28.feb 2013, 10:28
frá beygla
er með milligír í mínum bíl veit reindar ekkert um smíðina en stöngin fyrir milligírinn kemur hjá gírstönginni og hinn kemur hjá handbremsunni annars er þer velkomið að skoða þetta hjá mer
Re: MMC milligír/aukamillikassi smíði
Posted: 28.feb 2013, 12:08
frá ellisnorra
Tengt en ekki það sama, félagi minn setti patrol hásingar undir pajeroinn sinn og notaði patrol kassann aftan á pajero skiptinguna. Hann tapaði að vísu sídrifinu en fékk drifið réttu megin. Smíðuð var milliplata og tengistykki á öxlana, mig minnir að ljónin hafi gert þetta.
Re: MMC milligír/aukamillikassi smíði
Posted: 28.feb 2013, 12:53
frá Þorsteinn
ég setti bara lofttjakk á milligírinn hjá mér. var svo bara með takka innþi bíl, lang fljótlegast og ekkert svakalega dýrt
Re: MMC milligír/aukamillikassi smíði
Posted: 28.feb 2013, 18:36
frá jeepcj7
Með patrolkassa aftaná er fyrsta val ef farið yrði í rörun en það er ekki enn á teikniborðinu og svo ef nota á bílinn er pajero millikassinn bara alveg snilld sem aftari kassi.
Er einhver sem veit hver hefur verið að smíða þessa gíra og hvað er helst notað í það?
Re: MMC milligír/aukamillikassi smíði
Posted: 28.feb 2013, 18:59
frá nobrks
Breytir smíði lolo með einhverjum amerískum gír, np208?
Re: MMC milligír/aukamillikassi smíði
Posted: 28.feb 2013, 20:16
frá jeepcj7
Já ætli maður verði ekki að fara að telja rillur og máta eitthvað af drasli saman það gæti alveg verið að 21-23 rillu dodge/jeep gangi með þessu jappa dóti.
En ef einhver veit hver hefur verið að smíða þetta dót í mitsu væri gaman að fá nánari upplýsingar um það.
Re: MMC milligír/aukamillikassi smíði
Posted: 28.feb 2013, 20:50
frá ellisnorra
Pæjan sem ég vitnaði í áðan.


Re: MMC milligír/aukamillikassi smíði
Posted: 28.feb 2013, 21:28
frá Stebbi
jeepcj7 wrote:Með patrolkassa aftaná er fyrsta val ef farið yrði í rörun en það er ekki enn á teikniborðinu og svo ef nota á bílinn er pajero millikassinn bara alveg snilld sem aftari kassi.
Er einhver sem veit hver hefur verið að smíða þessa gíra og hvað er helst notað í það?
Ef það á að fara í mix þá seturðu að sjálfsögðu í hann NP242 úr Jeep og heldur öllu óbreyttu að framan, þá ertu komin með 2.72 í lága og þarft engan milligír. Ég veit að þetta hefur verið gert fyrir Westan í nokkrum sjálfskiptum bílum. 3.0 er með sama sjálfskiptisullið og jeep/toyota og eitthvað meira, semsagt AW4 afbrigði. Ef þú ert heppin þá þarftu bara clocking hring.
Ef þú ert svo harður á því að fara í milligír þá er 231/242 flott kombó og búið að gera margoft.