Hvað kostar 38" breiting/Vangaveltur

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Hvað kostar 38" breiting/Vangaveltur

Postfrá sukkaturbo » 27.feb 2013, 12:04

Sælir félagar nú langa mig að byrja hér þráð sem fjallar um það hvað það kostar að breita gömlum jeppa í fjallabíl segjum td. 91 til 96 model af Toyota Dobulcab eða Patrol 94 sem kostar segjum 500.000 óbreittur og gera hann að 38"fjallabíl. Við skulum gefa okkur að við getum gert mest allt sjálfir. Þetta þarf að vera þokkalega útbúinn bíll með hlutföllum aukatank kösturum milligír loftlæsingum turbo intercooler gormafjöðrun og 38 dekkum og 14 breiðum felgum annað púst og þessu hefðbundna dóti. Ég er viss um að í dag er þetta ekki framkvæmanlegt fyrir venjulegan launamann. hvað segið þið er kreppan búinn að ganga frá 90% af jeppamennskunni? kveðja guðni




lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Hvað kostar 38" breiting/Vangaveltur

Postfrá lecter » 27.feb 2013, 12:50

,
Síðast breytt af lecter þann 19.mar 2013, 20:47, breytt 2 sinnum samtals.

User avatar

jongud
Innlegg: 2626
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Hvað kostar 38" breiting/Vangaveltur

Postfrá jongud » 27.feb 2013, 12:55

Þetta er athyglisverð spurning.
Ég ræddi þetta við einn gamalreyndan fyrir um 3 árum síðan og okkyr sýndist að eftir kreppu hefði orðið miklu meira um smíðaþræði á vefnum hjá f4x4 (og á jeppaspjallinu) en áður.
Einnig virtust jepparnir sem menn voru að breyta verða eldri.
Það var allavega minna um að menn kæmu skyndilega nýjir inn á spjallið á splunkunýjum risajeppum.

User avatar

Hansi
Innlegg: 300
Skráður: 01.feb 2010, 20:28
Fullt nafn: Hans Ragnar Þór
Bíltegund: Toyota LC 80

Re: Hvað kostar 38" breiting/Vangaveltur

Postfrá Hansi » 27.feb 2013, 13:04

Blessaður vertu finndu þér notaðann 38" breyttann bíl. Kosta frá 500.000 til 1.000.000 svona bílar, og nóg til.
http://bilasolur.is/SearchResults.aspx?id=adcc5ae6-3175-4b68-8c6e-132418630de8
Breytingin verður alltaf miklu dýrari.
ef þú ert kominn total í 2,500.000 þá eru til miklu nýrri og flottari 38" bílar :)
http://bilasolur.is/SearchResults.aspx?id=9f52a4d3-7c01-4490-b0bb-b4f409e6793f
Nema þú absalút viljir gera þetta sjálfur :)
Jeppar eru eilífðarverkefni alveg sama hvað, maður er alltaf eitthvað að græja :)
Mbk. Hans

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Hvað kostar 38" breiting/Vangaveltur

Postfrá jeepson » 27.feb 2013, 13:07

Í kringum 2004 eða 2005 kostaði 1,5millu að breyta hilux DC á 38" Ég þekki hjón sem keyptu þá splunku nýjann hilux og létu breyta honum. Mig minnir að honum hafi verið breytt hjá AT frekar en fjallabílum. Samkvæmt síðuni hjá AT kosta 38" AT dekkin 119000kr stykkið. semsagt 4 stk 476000kr Svo er einhver afsláttur ofan á það. Þannig að krónurnar eru fljótar að tikka inn. Ef þú ert með gamlu góðu GH eða mudder dekkin þá Áttu eftir að fá felgur í alvöru breidd fyrir þetta. semsagt 16" breiðar. Þórir Gísla sem á Hrollinn tekur 50þús fyrir að breikka felgurnar. Þú kaupir kanski óbreikkaðar felgur á 10-20þús svo á eftir að senda þær láta breikkar þær og senda þær til bara. Felgur sem koma frá Þórir eru léttar. Og alt mjög vel gert. Ég á t.d 15,5" breiðar musso felgur sem ég er að fara að láta taka í gegn núna fljótlega. og þær eru ansi þungar. Ég hélt á 18" breiðri felgu sem Þórir hafði breikkar og hún var mun léttari en ein af musso felgunum mínum. Svo kostar auðvitað að láta sandblása þetta eftir breikkun og mála þetta. Eða pólýhúða þetta. Hvort sem menn vilja frekar. Þarna erum við fljót komnir í 600þús í dekkja og felgu málum. Auðvitað er sparast hellings peningur við að kaupa lítið notuð dekk á góðu verði. En ég held að Lecterinn hafi alveg rétt fyrir sér með að 2 millur fara fljótt.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Hvað kostar 38" breiting/Vangaveltur

Postfrá Hfsd037 » 27.feb 2013, 13:15

Alveg sama hvað þá sýnist mér nú alltaf borga sig að kaupa breyttann jeppa í dag, nema að maður fái góðann jeppa hreinlega gefins sem heldur samt eitthverju verði eftir breytingar, á samt aðallega við Toyotur og Ameríska pallbíla
Það er ekki dýrt að breyta Patrol, en það er tímafrekt ef maður ætlar að gera það almennilega, sleppa klossum og síkka búnaðinn niður og hækka gormasætin upp á hásingu, svona eins og á að gera þetta, En í þeirri breytingu eru dekkjin og hlutföllin aðallega dýrust, allt annað er næstum ókeypis því maður getur gert svo mikið sjálfur.
ég myndi ekki hafa áhyggjur af því að finna ekki kannta á Y61 í dag góðu verði

Fyrir tveimur árum kostaði 38" breyting á 2008 Hilux um 2.5 milljónir (með vinnu) jeppinn var breyttur af starfsmönnum Arctic Trucks þannig það má í raun segja að þetta sé AT breyttur jeppi.
Jeppinn sjálfur kostaði 3.2 Ekinn um 14 þús km þá
Í þeim pakka er innifalið

4:88 Hlutföll + ARB læsingar fr & aftan + loftdæla
38" Kanntar + málning á kannta
Klafasíkkun
4-link + RR gormar
Ný 38" AT dekk + léttmálmsfelgur
Breytingaskoðun, hraðamælavottorð

En maðurinn sem á þennan Hilux fékk dúndureintak á mjög góðu verði, Hiluxinn hans stendur honum í sirka 5 milljónir með öllu en sambærilegir bílar eru á 7-8 milljónir á bílasölum.
Spurning hvað sambærileg breyting kosti í dag
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Hvað kostar 38" breiting/Vangaveltur

Postfrá sukkaturbo » 27.feb 2013, 13:29

Sælir strákar gott start hjá okkur. Segjum að Jeepson (Gísli) sé nýliði og hann eigi gamlan Patrol Disel turbo 91 á 32" dekkum eða svo til orginal. Hann ákveður að koma sér upp ferðafærum jeppa með lágmarksbúnaði en þó þannig að hann komist með félögunum í þriggja daga ferð um miðhálendi. Gefum okkur að hann geti keypt á netinu notað dót dekk og hlutföll læsingar talstöð kastara loftdælu og allt sem til þarf. Við ættum að geta verðlagt það sem hann þarf miðað við það sem höfum séð til sölu hér á síðunni. Hann vinnur svo til allt sjálfur og kaupir allt notað hér. Hvað ætli þetta mundi kosta. Svo endum við á því að græja bílinn í ferð segjum þriggja daga hálendisferð og ætlum að keyra 10 tíma á dag. Kaupum olíu? hvað mikið á dag mat? sirka læri á dag og eina kippu? skálagjöld? kveðja guðni
Síðast breytt af sukkaturbo þann 27.feb 2013, 15:57, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Hvað kostar 38" breiting/Vangaveltur

Postfrá Hfsd037 » 27.feb 2013, 13:36

Ég er einmitt að fara að endurnýja yfir í nýrri jeppa á næstunni og er búinn að pæla mikið í þessu undanfarið, ég er mjög heitur fyrir AT breyttum LC120 38"

Svona sem dæmi
Ef ég væri að fara að breyta Land Cruiser 120 bíl í dag þá tæki ég auðvitað minnst ekkna og ódýrasta Crúserinn miðað við akstur
Miðað við verðið bílasölur.is í dag þá kostar óbreyttur 2004 árgerð ekinn 140 þús km um 3.490
En þá á eftir að breyta honum, ef breytingin kostar um 2.5 í dag (sem er vel sloppið) þá stendur jeppinn mér í sirka 6 milljónum
Á meðan get ég fengið 2005 árgerð af 38" AT breyttum Crúser sem er ekinn 130 þús km á 5 milljónir, örugglega mun minna gegn staðgreiðslu..
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur


oddur
Innlegg: 80
Skráður: 19.feb 2010, 10:47
Fullt nafn: Oddur Grétarsson

Re: Hvað kostar 38" breiting/Vangaveltur

Postfrá oddur » 27.feb 2013, 14:21

Þarf Patrol Y60 að vera með hlutföll ? Mér finnst þessi bílar svo lágt gíraðir..
Flestir þessir bílar eru orginal læstir að aftan.

Kostnaður er væntanlega mjög sveigjanlegur eftir því sem menn vilja hafa þetta flott.
Ef breyting á undirvagni og skera úr brettum er eitthvað sem menn gera sjálfir og því er útlagður kostnaður í raun ekki mikill þar (ef viðkomandi á allt til að framkvæma aðgerðina)
Brettakantar notað = 40 þús
Dekk og felgur notað = 300 þús
VHF stöð og loftnet = 50 þús
Loftdæla fyrir dekkinn = 40 þús

Áætlað í heildina 430 þús
Ef síðan er bætt við hlutföll og framlæsingu að þá hækkar þetta hressilega
Eflaust síðan meiri kostnaður ef bætt er við aukahlutum eins og kösturunum, dráttarspotta, verkfærum, tappasetti, járnkarli og öllu því sem fylgir fyrir ferðalagið.


kolatogari
Innlegg: 157
Skráður: 23.okt 2010, 20:27
Fullt nafn: Hjalti Búi Kristbjörnsson
Bíltegund: Jeep Grand Cherokee
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Hvað kostar 38" breiting/Vangaveltur

Postfrá kolatogari » 27.feb 2013, 14:49

Ég myndi segja að 300þús væri algjört lámark, miðað við notaða hluti og vinnuna unna sjálfur og breita ekki hlutföllum. rauninni bara skera úr og koma köntum á. nema náttúrulega eins og þú segir Partol eða Hilux, þá ekki minna en 800þús, það er smurt svo svakalega á varahluti í þessa bíla.
Annars held ég að það sé ekkjert þak á hvað þetta kostar. Fólk er alltaf að betrumbæta bílana sína svo þetta týnist hratt til.

User avatar

Tómas Þröstur
Innlegg: 330
Skráður: 19.mar 2010, 10:03
Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson

Re: Hvað kostar 38" breiting/Vangaveltur

Postfrá Tómas Þröstur » 27.feb 2013, 14:55

oddur wrote:Þarf Patrol Y60 að vera með hlutföll ? Mér finnst þessi bílar svo lágt gíraðir..
Flestir þessir bílar eru orginal læstir að aftan.

Kostnaður er væntanlega mjög sveigjanlegur eftir því sem menn vilja hafa þetta flott.
Ef breyting á undirvagni og skera úr brettum er eitthvað sem menn gera sjálfir og því er útlagður kostnaður í raun ekki mikill þar (ef viðkomandi á allt til að framkvæma aðgerðina)
Brettakantar notað = 40 þús
Dekk og felgur notað = 300 þús
VHF stöð og loftnet = 50 þús
Loftdæla fyrir dekkinn = 40 þús

Áætlað í heildina 430 þús
Ef síðan er bætt við hlutföll og framlæsingu að þá hækkar þetta hressilega
Eflaust síðan meiri kostnaður ef bætt er við aukahlutum eins og kösturunum, dráttarspotta, verkfærum, tappasetti, járnkarli og öllu því sem fylgir fyrir ferðalagið.



Nákvamlega - flest hægt ef menn vilja og hafa áhuga og eru sáttir við hafa jeppan ekki alveg fullbúinn þó svo það kosti meira skóflu og spottavesen og minni hraða.


Nóri 2
Innlegg: 197
Skráður: 03.feb 2010, 18:37
Fullt nafn: Arnór Ari Sigurðsson

Re: Hvað kostar 38" breiting/Vangaveltur

Postfrá Nóri 2 » 27.feb 2013, 15:16

breyti hilux í fyrra.

hlutföll 40þús í köglum
læsingar nospinn aftan 20þús loft framan 50þús
dekk og felgur 150þús
milligír 50þús
breita drifsöftum 1 bjórkippa
úrhleypibúnaður 70þús,
loftdæla 45þús,
aukatankur sjálfst 50þús (átti hann til)
whf 30þús
ef þú þarf að kaupa alt fjöðrunardótið að framan og aftan þá gæti ég ímindað mér að það kosti 200þús, stífur,gormar/púðar og framveigis.

það er nú mun skemtilegra að breyta sínum bíl sjálfur og vita nákvæmlega hvað þú ert með í höndunum, en ef þú getur ekki beytt svona bíl sjálfur þá kostar það helling á verkstæði eins og flestir vita og það er ekki að gera sig nena að menn eiga svona mikið að pening.


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Hvað kostar 38" breiting/Vangaveltur

Postfrá kjartanbj » 27.feb 2013, 15:33

Tómas Þröstur wrote:
oddur wrote:Þarf Patrol Y60 að vera með hlutföll ? Mér finnst þessi bílar svo lágt gíraðir..
Flestir þessir bílar eru orginal læstir að aftan.

Kostnaður er væntanlega mjög sveigjanlegur eftir því sem menn vilja hafa þetta flott.
Ef breyting á undirvagni og skera úr brettum er eitthvað sem menn gera sjálfir og því er útlagður kostnaður í raun ekki mikill þar (ef viðkomandi á allt til að framkvæma aðgerðina)
Brettakantar notað = 40 þús
Dekk og felgur notað = 300 þús
VHF stöð og loftnet = 50 þús
Loftdæla fyrir dekkinn = 40 þús

Áætlað í heildina 430 þús
Ef síðan er bætt við hlutföll og framlæsingu að þá hækkar þetta hressilega
Eflaust síðan meiri kostnaður ef bætt er við aukahlutum eins og kösturunum, dráttarspotta, verkfærum, tappasetti, járnkarli og öllu því sem fylgir fyrir ferðalagið.



Nákvamlega - flest hægt ef menn vilja og hafa áhuga og eru sáttir við hafa jeppan ekki alveg fullbúinn þó svo það kosti meira skóflu og spottavesen og minni hraða.


en svo kemur það að því.. að það er bara ekkert gaman að ferðast með mönnum sem mæta á hálfklárum bílum sem þarf að vera með í spotta helmingin af tímanum, hægt að skemma mikið fyrir öðrum með því :)
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Hvað kostar 38" breiting/Vangaveltur

Postfrá hobo » 27.feb 2013, 15:53

Þá er bara að velja sér ferðafélaga með svipaða dekkjastærð/drifgetu. Þá þarf enginn að hanga í spotta.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Hvað kostar 38" breiting/Vangaveltur

Postfrá sukkaturbo » 27.feb 2013, 16:03

Sælir strákar það sem ég er að fiska eftir er að koma inn upplýsingum hér á síðunni fyrir menn sem eru ekki vaðandi í peningum en langar til að koma sér upp ferðafærum fjallajeppa í fyrsta skipti og bíl sem eyðir ekki mikklu og nóg er til af ódýrum varahlutum í. Ég veit að hér á síðunni eru margir sem geta snarað út fyrir einum nýjum Ford eða Cruser og látið gera allt fyrir sig. En fyrir hina sem hafa lítið en langar samt að gera eitthvað þá er mikið hægt að gera fyrir lítið segi ég. kveðja guðni

User avatar

jongud
Innlegg: 2626
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Hvað kostar 38" breiting/Vangaveltur

Postfrá jongud » 27.feb 2013, 17:33

Ég er sammála því sem var skrifað hér að ofan, það er um að gera að finna einhvern sæmilega vel breyttan jeppa frekar en kaupa óbreyttann og fara gegnum allt klabbið sjálfur.


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Hvað kostar 38" breiting/Vangaveltur

Postfrá lecter » 27.feb 2013, 17:51

,
Síðast breytt af lecter þann 19.mar 2013, 20:49, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Hvað kostar 38" breiting/Vangaveltur

Postfrá jeepson » 27.feb 2013, 18:51

sukkaturbo wrote:Sælir strákar gott start hjá okkur. Segjum að Jeepson (Gísli) sé nýliði og hann eigi gamlan Patrol Disel turbo 91 á 32" dekkum eða svo til orginal. Hann ákveður að koma sér upp ferðafærum jeppa með lágmarksbúnaði en þó þannig að hann komist með félögunum í þriggja daga ferð um miðhálendi. Gefum okkur að hann geti keypt á netinu notað dót dekk og hlutföll læsingar talstöð kastara loftdælu og allt sem til þarf. Við ættum að geta verðlagt það sem hann þarf miðað við það sem höfum séð til sölu hér á síðunni. Hann vinnur svo til allt sjálfur og kaupir allt notað hér. Hvað ætli þetta mundi kosta. Svo endum við á því að græja bílinn í ferð segjum þriggja daga hálendisferð og ætlum að keyra 10 tíma á dag. Kaupum olíu? hvað mikið á dag mat? sirka læri á dag og eina kippu? skálagjöld? kveðja guðni


Læri og kippa á dag. Ég verð bara étandi og drekkandi hahahaha. Notað gps. 40-70þús notuð VHF 20-40þús, slitin mudder eða GH 100kall notaðar felgur 40+ kanntar 30-50þús Svo eitthvað sé nefnt. Manstu Guðni hvað 2.8 patti er að fara með á kl tíma af olíu. Gefum okkur að hann sé með um 5-6l á kl tíma. Þannig að ef að við segjum 10 tíma á dag í 3 daga þannig að það er 150-180l af olíu sinnum bara 260kr á líter Við tökum þá olíu fyrir tæp 47þús. þú segir lambalæri á dag sinnum 3 ca 9þús kr kippa á dag ca 4500 Þetta er fljótt að tikka alt inn.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


s.f
Innlegg: 308
Skráður: 08.feb 2010, 20:50
Fullt nafn: steinþór friðriksson

Re: Hvað kostar 38" breiting/Vangaveltur

Postfrá s.f » 27.feb 2013, 19:22

svo er nú líka inn í þessu að bíll sem er 92 árg þarf helings body vinnu ef vel á að vera það er komið rið 0g annað sem þarf að laga og það kostar pening þó þú gerir þetta sjálvur það er tilgangs laust að vera að henda pening í alskonar búnað ef boddy og grind eru ekki í lagi það er alla vega mitt álit

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Hvað kostar 38" breiting/Vangaveltur

Postfrá Kiddi » 27.feb 2013, 19:54

Ef maður ætlar að eiga bílinn mjög lengi þá er að mínu mati mikið skynsamlegra að breyta bíl frá grunni og byrja þá á lítið slitnu og lítið sjúskuðu eintaki (sem flestir óbreyttir jeppar eru miðað við marga breytta jeppa) þar sem úrklippan er ekki byrjuð að ryðga eða annað tengt breytingunni. Það er svo margt líka sem þreytist með aldrinum...


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Hvað kostar 38" breiting/Vangaveltur

Postfrá sukkaturbo » 27.feb 2013, 20:15

Sælir strákar það sem skín í gegnum þetta allt saman er að það er orði svakalega dýrt að koma sér upp fjallabíl sem er öruggur og í góðu lagi. Það er mikið erfiðara fyrir menn að ætla að byrja í þessum bransa en var fyrir 10 árum. Miljón finnst mér alveg lágmark fyrir bíll sem stenst skoðun og lágmarkskröfur til fjallaferða. En hvað finnst ykkur er það of lágt? kveðja guðni

User avatar

Hansi
Innlegg: 300
Skráður: 01.feb 2010, 20:28
Fullt nafn: Hans Ragnar Þór
Bíltegund: Toyota LC 80

Re: Hvað kostar 38" breiting/Vangaveltur

Postfrá Hansi » 27.feb 2013, 20:17

Átti þetta ekki að vera fullbúin bíll?
Notað:
Dekk + felgur = 300þús
Kantar = 40þús
stigbretti = 25þús
Kastaragrind = 40þús
Kastarar = 10þús
Vinnuljós= 10þús
hlutföll = 100þús
Læsingar = 100þús
Loftdæla = 20þús
Lakk = 20þús
VHF + loftnet = 50þús
GPS = 50þús
Aukarafkerfi = 10þús
2.5” púst 50þús
Skriðgír = 50þús
Olíur á drif og kassa o.s.frv. 15þús
Skrúfur, spotti, og ditt og dett smálegt 30þús
Bara þetta er um 920 þús allt notað og mjög hófleg verð að mínu mati og pottþétt slatti sem sem fer í óvænt eins og alltaf.
Og þá er öll vinnan eftir....og svo þarf aðstöðu til að gera þetta,
Svo skilnaður við konuna $$$$$$ af því maður er aldrei heima og eyddi milljón í helv... drusluna sem maður elskar meira en......nei smá joke.

Svo kostar helgarferð á fjöll alltaf 40þús minnst með öllu...

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Hvað kostar 38" breiting/Vangaveltur

Postfrá Freyr » 27.feb 2013, 20:38

oddur wrote:Þarf Patrol Y60 að vera með hlutföll ? Mér finnst þessi bílar svo lágt gíraðir..
Flestir þessir bílar eru orginal læstir að aftan.

Kostnaður er væntanlega mjög sveigjanlegur eftir því sem menn vilja hafa þetta flott.
Ef breyting á undirvagni og skera úr brettum er eitthvað sem menn gera sjálfir og því er útlagður kostnaður í raun ekki mikill þar (ef viðkomandi á allt til að framkvæma aðgerðina)
Brettakantar notað = 40 þús
Dekk og felgur notað = 300 þús
VHF stöð og loftnet = 50 þús
Loftdæla fyrir dekkinn = 40 þús

Áætlað í heildina 430 þús
Ef síðan er bætt við hlutföll og framlæsingu að þá hækkar þetta hressilega
Eflaust síðan meiri kostnaður ef bætt er við aukahlutum eins og kösturunum, dráttarspotta, verkfærum, tappasetti, járnkarli og öllu því sem fylgir fyrir ferðalagið.


Þessi upptalning er ágætis grunnur en það vantar rosalega mikið í hana. Það er mjög drjúgt hvað fer í alla smáhlutina. Hér að neðan er áætlun sem ég gerði fyrir 38" breytingu m. hásingafærslu á 80 cruiser fyrir utan dekk og felgur (sá pakki stefnir á tæpa hálfa milljón). Sá var áður hækkaður um 10 cm og með nýlega gorma og dempara t.d. svo það þarf ekki að eyða í slíkt.

Brettakantar 120.000
Mottur, plast, grjótmassi o.fl. Í hjólaskálar 30.000
2 þátta epoxy grunnur 8.000
Málning + málningarvörur 20.000
Wurth zink suðugrunnur á spraybrúsum 9.000
Smíðajárn 20.000
Rafgalv plötur í boddý 5.000
Holrýmavax 5.000
Málningarvörur + kítti v. Brettakanta 40.000
Ýmislegt ónýtt sem gæti komið í ljós að skipta þarf um 30.000 Ath. þessi liður fór beint í tæp 100.000 við að kaupa nýjar fóðringar og samsláttarpúða
Lenging + ballansering á afturdrifskafti + krossar 30.000
Einangrunarmottur á hjólaskálar 10.000
Dekkjavinna (setja á felgur og ballansera) 20.000
Drullusokkar + festingar 20.000
Annað 30.000
Srautun á köntum 40.000
breytingaskoðun með öllu tilheyrandi 35.000

Þetta er yfir 400.000 bara í það sem þarf kringum þetta. Í þessari tölu vantar allt "dót" á borð við rafbúnað, dekk, aukahluti, íhluti í drifbúnað o.s.frv. Ef við drögum kantana frá (flestir muna eftir þeim) þá standa eftir kringum 300.000 í ýmislegt smálegt sem algengt er að menn gleyma að reikna með. Heildarkostnaðaráætlun fyrir breytinguna er kringum 800.000 með dekkjum og þá er engin vinna reiknuð nema sprautun á köntum.

Kveðja, Freyr


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Hvað kostar 38" breiting/Vangaveltur

Postfrá sukkaturbo » 27.feb 2013, 21:52

Já félagar þetta er orðið ill mögulegt að eiga við þetta. Ég verlsa mikið af smá dóti og er að flytja þetta frá Reykjavík og norður á Sigló og er burðargjaldið fyrir litlu pakkana um 2000kr. 30.000 fyrir 4 st 44 dekk sem dæmi Svo er 5000 kall í símtöl stundum á viku og 100.000 kall í 50 köllum skrúfur öryggi td. kostar eitt raftengi svon blár skór 100 krónur stykkið og þarf að panta það að sunnan og það kostar 2000 undir 20 st. Eins og vinur minn sagði það er miljón í 50 króna einingum. kveðja guðni

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Hvað kostar 38" breiting/Vangaveltur

Postfrá AgnarBen » 27.feb 2013, 22:01

sælir

Skemmtileg umræða. Grunnkostnaðurinn við að breyta mínum Cherokee XJ (http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300) árið 2011 og koma á götuna var eftirfarandi:

- Kaupa bíl en með honum fylgdu kantar sem voru skemmdir, Ford 8.8 hásing og fjaðrir úr Vöku og 5 gata 13" breiðar stálfelgur (backspace 100mm undan Wrangler).

- (115) Keypti í USA TrueTrac framlás, hlutföll í báðar hásingar og legusett, conversion kit fyrir handbremsu og drifskaft. Þetta var flutt inn í ferðatösku og því eru engir tollar, vsk eða flutningsgjald innifalið.

- (300) Aðkeypt vinna og efni við hækkun á undirvagni, úrklippingu og frágang. Ekki var smíðuð ný fjöðrun að aftan heldur notast áfram við blaðfjaðrir. Sjá sjálfur um allan undirbúning, efnisöflun og að rífa innréttingu úr og raða öllu saman aftur.

- (35) Lakk, herðir, glæra og kýtti fyrir kanta. Vann sjálfur breytingar, viðgerðir, spörtlun, grunnun og málun á köntum.

- (90) Felgubreytingar, færa miðjur til að fá backspace í 130mm, völsun, sandblástur og lakka og mála.

- (240) Kaupa Irok 220 þús + felgun með nýjum ventlum.

- (80) Aukabúnaður, kaupa Vhf stöð 30 þús, kaupa VHF fót, lagnir og loftnet 10 þús, vinnuljós og festingar 15 þús, xenon í kastara 25 þús.

- (110) Ýmislegt: bremsuklossar fr/aft og bremsudiskar framan 22 þús, spacerar aftan 6 þús, ný fjaðrahengsli aftari 10 þús, efni í aukarafkerfi 22 þús, hlífðarplast innan í bretti, límkýtti, festingar og efni í aurhlífar 25 þús, slökkvitæki og sjúkrapúði 12 þús, breytingaskoðun og viktun 10 þús

SAMTALS breyting og koma honum á götuna og í fjallahæft stand = 970 þús.kr (inn í þessa tölu vantar örugglega fullt af þúsundköllum og tugþúsundköllum í smotterís innkaupum). Öll innkaup voru á afsláttum (stundum miklum) og kostnaði var haldið í lágmarki eins og hægt var.

Frá þessari tölu væri síðan hægt að draga 200-250 þús.kr í vinnu við að hækka bílinn upp ef menn gera það sjálfir.

Einnig er ég búinn að skipta um gólf og ytri sílsa, kaupa opið 2,5" pústkerfi með kút og túbu undir bílinn, gera upp startarann, kaupa nýja framgorma og skipta um alternator svo eitthvað sé nefnt en þessi atriði teljast nú varla með þegar talað er um grunnkostnað við breytingar en eru nú yfirleitt staðreynd þegar verið er að breyta gömlum bílum. Ég er ennþá á orginal dempurum en það má reyndar bíða að skipta um þá og svo er ég á leiðinni í að taka ryðbólur í gegn á þaki, skipta um framrúðu og sprauta þak en það eru leifarnar af þeim ryðbætingum sem gera þarf. Einnig er á to-do listanum að kaupa nýjan bensíntank en sá gamli er farinn að tærast aðeins.

Það er ekki séns í helvíti að það borgi sig að breyta gömlum bíl gömlum bíl í 38" plús að mínu mati ef verið er að tala um bíla undir segjum 2 milljónum, ekki einu sinni þótt þú finnir frábært eintak. Á móti kemur að mér finnst lítið af spennandi bílum vera til sölu í þessum flokki. Held að þeir sem geti righaldi nú bara í sína eðalfjallabíla enda borgar það sig engan vegin að skipta. Amk þá verður minn ekki seldur í bráðina og líklega bara keyrður út ;-)
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Hvað kostar 38" breiting/Vangaveltur

Postfrá kjartanbj » 27.feb 2013, 22:40

held að málið sé bara að kaupa breytta bíla í dag, það geti bara ekki borgað sig fyrir menn að kaupa bíl og breyta sjálfur í dag, NEMA , menn geti gert allt sjálfir og byrji á bíl sem
er auðvelt að breyta og þarf ekki að fara í miklar aðgerðir
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Hvað kostar 38" breiting/Vangaveltur

Postfrá Hfsd037 » 27.feb 2013, 22:54

Ef ég færi út í það að kaupa og breyta jeppa í dag þá færi ég hiklaust í Patrol Y61, þeir eru nokkrir óbreyttir á sölum og á góðu verði.
Maður fengi sennilega lang mest fyrir peningin þar, maður slyppi sennilega betur út úr því fjárhagslega séð heldur en að breyta annarskonar japönskum bílum á sambærilegu eða jafnvel minna verði.

Maður spyr sig hvort sé gáfulegra að standa í puði við að breyta sjálfur og slefa rétt yfir milljón með öllu tilheyrandi eða ganga út á næstu bílasölu og borga milljón á borðið og aka síðan í burtu á fínum Y61 :)
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur

User avatar

aae
Innlegg: 127
Skráður: 27.apr 2010, 22:23
Fullt nafn: Andri Ægisson

Re: Hvað kostar 38" breiting/Vangaveltur

Postfrá aae » 27.feb 2013, 23:13

Ég keypti 95´4runner óbreyttan árið 2008 og breytti 2009. Bíllinn kostaði um 550 og ég fékk extra cab, ónýtan af ryði sem var á 38" á 50. Úr extra cab notaði ég framhásingu, dekk, felgur og kanta og gerði allt sem ég gat sjálfur. Þegar hann fór á götuna tók ég saman kostnaðinn og var hann þá um 750 - 800. Þá var hann náttúrulega ekki "tilbúinn" og er ekki enn, verður það líklega aldrei því það er alltaf eitthvað sem er hægt að bæta við. Síðan hann fór á götuna er örugglega farinn 300 - 400 kall í viðbót. Einar Sól sagði einhventímann við mig að það væru farnar 12 milljónir í hiluxinn hans. Mér fannst það fáránleg tala þá en hún er alltaf að verða skiljanlegri ;-) . Eins og Agnar og fleiri segja þá borgar þetta sig ekki. Ekki nema menn hafi gaman af því að dunda í þessu sjálfir.
Myndir af breytingu: http://f4x4.is/index.php?option=com_jfu ... mId=266066

User avatar

xenon
Innlegg: 110
Skráður: 28.aug 2010, 20:51
Fullt nafn: Snorri Arnarson
Bíltegund: LC 80

Re: Hvað kostar 38" breiting/Vangaveltur

Postfrá xenon » 27.feb 2013, 23:13

veit það þetta er ekki 38" breytting :-)

Ég er að breyta LC 80 fékk gott eintak að öllu leiti nema komið rið við fram og aftur rúður,

OME gormar 100mm lift 93 þús
46" kanntar 130 þús
sprautun kanntar 50 þús
stálplata fyrir stífusýkanir 15 þús dugar í allt
blikk plata í hjólaskálar, 8 þús
KONI demparar 95 þús
46" dekk geri ráð fyrir að byrja á notuðum slitnum 200 þús
felgur 200 þús

791 þús

ég geri ráð fyrir að setja í hann 1300 þús þá er ég sáttur

fékk bílinn á 700

2 mills fyrir lc 80 eins og ég vill hafa hann hugsa ég að sé nokkuð gott, vél og skipting ekinn 63 þús

er eitthvað áhugamál eða íþrótt sem borgar sig fjárhagslega það kostar að eiga áhugamál og það breytist seint

þetta er samt dýrt bara að kjósa sjálfstæðisflokkinn þá verður þetta hamingja á ný eftir nokkur ár

User avatar

draugsii
Innlegg: 299
Skráður: 31.jan 2010, 23:01
Fullt nafn: Hilmar Ingimundarson
Bíltegund: Toyota Hilux 93
Staðsetning: Akureyri

Re: Hvað kostar 38" breiting/Vangaveltur

Postfrá draugsii » 28.feb 2013, 00:06

Svo er þetta spurning hvort menn þurfi endilega að vera á stórum og þungum bílum ef menn eiga ekki þeim mun meiri pening.
Vinnufélagi minn er á suzuki sidekick á 33" og ég get ekki séð að hann sé að fara neitt minna en 38" breittir bílar.
svo ef maður á ekki mikinn pening en langar að vera í þessu sporti þá segi ég að málið sé að finna sér eins léttan bíl og kostur er
svo maður komist af með minni dekk það lækkar strax kostnaðinn töluvert.
Svo þarftu ekki driflása það er sniðugt og þægilegt en ekki nauðsinlegt.
Ég er ekki með læst drif í mínum og fer nú bara samt á fjöll og dríf nú bara oft meira en læstir bílar, svo þar er annar stór kostnaður sem ekki er nauðsinlegur.
1993 árg Toyota Hilux (hvaðan kemur þetta Hilux ??) 35 - 36"
22RE bensínrokkur (rétt dugar til að skila honum áfram á jafnsléttu)
kominn á 38” og með 22RTE sem er heldur snarpari en gamla og svo gafst hún upp og er kominn með
1kz-te
Kv Hilmar


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Hvað kostar 38" breiting/Vangaveltur

Postfrá sukkaturbo » 28.feb 2013, 00:25

draugsii wrote:Svo er þetta spurning hvort menn þurfi endilega að vera á stórum og þungum bílum ef menn eiga ekki þeim mun meiri pening.
Vinnufélagi minn er á suzuki sidekick á 33" og ég get ekki séð að hann sé að fara neitt minna en 38" breittir bílar.
svo ef maður á ekki mikinn pening en langar að vera í þessu sporti þá segi ég að málið sé að finna sér eins léttan bíl og kostur er
svo maður komist af með minni dekk það lækkar strax kostnaðinn töluvert.
Svo þarftu ekki driflása það er sniðugt og þægilegt en ekki nauðsinlegt.
Ég er ekki með læst drif í mínum og fer nú bara samt á fjöll og dríf nú bara oft meira en læstir bílar, svo þar er annar stór kostnaður sem ekki er nauðsinlegur.

Sælir samála draugsa best er að fá sér léttan bíl helst utan bifreiðagjalda. Hér áður fyrr er menn voru að byrja hálendisferðir að vetri þá voru ekki til stærri dekk en 33 og svo 35. Menn fóru alveg ótrúlega um hálendið á 35 dekkum og svo kom runan næst 36 og svo upp úr

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Hvað kostar 38" breiting/Vangaveltur

Postfrá StefánDal » 28.feb 2013, 00:47

Það er alveg hrikalega hagkvæmt að vera svona sófariddari eins og ég. Eyða svo bara kvöldunum í það að vera bitur á internetinu og tala um hvað Willysinn sem ég átti einu sinni dreif meira en allir. Mæli með því.

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Hvað kostar 38" breiting/Vangaveltur

Postfrá Freyr » 28.feb 2013, 01:09

Það er alveg á hreinu að mun ódýrara er að kaupa jeppa sem búið er að breyta. Hinsvegar gafst ég upp á því að eiga jeppa sem ég keypti breytta því ég er smámunasamur og geri miklar kröfur til jeppans varðandi virkni og ástand. Það var einhvernveginn þannig að í nær öllum mínum jeppum (sem og félaganna) er alla jafna til þokkalegur listi yfir hluti sem þarf að laga, bæði bilanir og eins lagfæringar/betrumbætur á breytingavinnu. Ég fór alminnilega gegnum þessa pælingu síðast haustið 2009 þegar ég endaði á að kaupa óbreyttan cherokee og byrjaði frá grunni. Þegar upp er staðið er ég mjög sáttur með þá ákvörðun, startkostnaðurinn fyrstu mánuðinavar vissulega nokkrum hundraðköllum meiri en hefði ég keypt tilbúinn jeppa. Hinsvegar sparast peningar og tími þegar til lengri tíma er litið því ekki þarf sífellt að standa í viðgerðum á hlutum sem eru þreyttir eftir mörg ár á fjöllum. Það er mun ánæjulegra að nota tíma og peninga milli ferða til að gera jeppann sífellt betri/öflugri í stað þess að mesta "effortið" fari í að halda honum í lagi.

Kv. Freyr

User avatar

joisnaer
Innlegg: 482
Skráður: 03.feb 2010, 16:03
Fullt nafn: Jóhann Snær Arnaldsson

Re: Hvað kostar 38" breiting/Vangaveltur

Postfrá joisnaer » 28.feb 2013, 01:52

persónulega held ég að það sé bara best að breyta bara og spá sem minnst í peningum því þetta er allt dýrt.
Land Rover Defender tdi300 næstum 44" breyttur


anaconda
Innlegg: 17
Skráður: 20.mar 2012, 23:19
Fullt nafn: Einar Örn Sigurjónsson
Bíltegund: mmc pajero 2 stk

Re: Hvað kostar 38" breiting/Vangaveltur

Postfrá anaconda » 28.feb 2013, 01:57

þetta snyst um havad menn eru ad spá þarf billinn ad vera læstur 100% og með öllum flottasta bunaði low gir , 10 kösturum og sjalfúrhleypibunaði?? ég bara spyr menn komust nu alveg no i gamla daga á max 38 þá nentu ad fara ut og spa i hvert þeir væru ad fara ekki bara sitja inn i bil og tappa ur eftir þörfum inn i bil??
sjalfur er ég að breyta bil reyndar low buget og med bilnum og öllu undir 600þ reyndar ekki nyjum dekjum og átti ymislegt sjalfur hann er orginal læstur að aftan og med nóu lag hlutfölll sem duga en kanski ekki þau sem eg myndi óska mer


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Hvað kostar 38" breiting/Vangaveltur

Postfrá sukkaturbo » 28.feb 2013, 08:02

Sæli aftur og já svo er það ánægjan við að breita sínum bíl það er ómetnalegt. Hver er sinnar bílasmiður eða þannig segir málmtækið. kveðja guðni

User avatar

jongud
Innlegg: 2626
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Hvað kostar 38" breiting/Vangaveltur

Postfrá jongud » 28.feb 2013, 08:39

Það er eitt sem þarf að taka tillit til í jöfnunni og það er aðstaða
Ef maður er að standa í því að breyta sjálfur er lágmark að hafa nógu stóran skúr þannig að hægt sé að ganga kringum bílinn og vinna við hann.
Ég var svo heppinn þegar ég breytti síðast að ég var með bílskúr með gryfju.
Aðstaða og geymslupláss er líka nauðsyn ef maður er illa haldinn af MVS (multiple vehicle syndrome) og er að hræra einn jeppa saman úr 2-3 öðrum.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Hvað kostar 38" breiting/Vangaveltur

Postfrá Stebbi » 02.mar 2013, 14:18

Við frændurnir breyttum nú Pajero á 37" úti á bílastæði sem var mölin ein. Sá bíll tókst fjandi vel upp og fór ófáar ferðir á fjöll áður en hann seldist.
Svo má oft nýta góða veðrið og malbikað plan ef það þarf að fara í önnur verkefni eins og grindaskipti eða tilfærslur á boddýi.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Hvað kostar 38" breiting/Vangaveltur

Postfrá lecter » 02.mar 2013, 19:23

,
Síðast breytt af lecter þann 19.mar 2013, 20:50, breytt 1 sinni samtals.


runar7
Innlegg: 169
Skráður: 06.nóv 2012, 15:58
Fullt nafn: Rúnar Hlöðversson

Re: Hvað kostar 38" breiting/Vangaveltur

Postfrá runar7 » 02.mar 2013, 20:12

enn hvað myndu þið halda að ódýrasta breytting myndi kosta gefið að maður sé með 90-94 mdl af hilux tildæmis alveg orginal og ætli að henda undir hann 38" sem maður á klárt inn í skúr og ætli að gera þetta auðveldustu og ódýrustu leiðinna. gamann að heyra það líka :D


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 51 gestur