Síða 1 af 1
cherokee 4.0 gangtruflanir
Posted: 25.feb 2013, 01:37
frá Gardstadir
Nú er ég með cherokee 2001 módel með 4,0 6cyl línu mótor með einhverjar gangtruflanir.
hagar sér þannig að hann fer að sprengja og koka gengur á kanski 1500 snúningum og hoppar upp og niður og er leiðinlegur.
Er yfirleitt í lagi fyrstu metrana eftir að set er í gang og keyrt af stað kaldur svo byrjar hann. Þegar ég pumpa gjöfinna nær hann oft að komast aðeins uppá snúninginn en er samt hundleiðinlegur svo lagast hann og byrjar aftur. Ef maður er á einhveri ferð og býst ekki við þessu liggur við að hann hendi þér útum framrúðunna! allavega reynir það.
Ég fékk bíllinn með ónýtan mótor og átti að vera í lagi þar áður skifti og byrjaði að láta svona þá.
búið er að skifta um loft og pústskynjara hann sýnir ekki check engine ljós og bílskúrs tölvan mín les enga bilun.
góð ráð vel þegin
kv Brynjar Örn
Re: cherokee 4.0 gangtruflanir
Posted: 25.feb 2013, 02:56
frá Freyr
Sveifaráskynjari! Skiptu um hann og bíllinn mun fara í lag. Ef svo ólíklega vill til að það var ekki málið þá ertu samt í góðum málum að hafa hann nýjann, þeir eru nær það eina sem "reglulega" klikkar í þessum bílum sem gerir þá ógangfæra.
Passaðu að kaupa BARA ORGINAL skynjara frá chrysler/mopar, færð þá hjá H.jónsson og Bílhöfri ef þú vilt versla þetta hér heima. ALLS EKKI kaupa aftermarket frá t.d. standard eða crown, þeir eru þvílíkt drasl. Það er t.d. vika síðan ég gaf öðrum manni sömu fyrirmæli, sá keypti engu að síður skynjara frá standard og setti í jeppann. Daginn eftir hætti hann að ganga nálægt Hrafntinnuskeri og lausnin var að setja gamla skynjarann aftur á sinn stað.....
Kv. Freyr
Re: cherokee 4.0 gangtruflanir
Posted: 25.feb 2013, 21:47
frá Jóib
Jaa...og gamli neminn virkar fínt en þá í dag! En sama motor gengur a 1200-1500 snúningum í lausagangi ? eitthverja hugmynd um hvað gæti valdið því freyr?
Re: cherokee 4.0 gangtruflanir
Posted: 25.feb 2013, 22:29
frá Freyr
Svona hraður lausagangur gæti líklega orsakast af vacumleka, kanski rak ég mig í einhverja lögn sem fór úr sambandi í þessu bröllti okkar. Byrjaðu á að skoða vacumlagnirnar hvort þær eru í sambandi og óskemmdar. Getur lekaleitað með að úða bremsuhreinsi yfir lagnirnar og ef hann bætir við snúninginn þegar úðað er á einhvern stað er lekinn þar, passa bara að gera þetta kanski ekki með sjóðheita vél og forðast að úða á pústgreinina og ekki bogra alveg yfir vélinni meðan þú úðar.
Eins gæti hægagangsspólan verið að hrekkja þig. Hún er á inngjafarhúsinu og stýrir loftflæði frammhjá spjaldinu. Sést hm við miðju á þessari mynd, kringlótt hús með tengi og flangsinn sem boltast við inngjafarhúsið er sporöskjulaga. Ef þú tekur spóluna úr, gerðu það með vélina heita, boltarnir sem halda þessu eru grannir og gróa fastir, hitinn auðveldar verkið.
Kv. Freyr
Re: cherokee 4.0 gangtruflanir
Posted: 25.feb 2013, 22:41
frá Jóib
BÍllinn byrjaði á þessu á leið í landmannalaugar á föstudeiginum þannig sökin er ekki þín .. en ég kíki á þessa hluti þakka þér fyrir en og aftur.
Re: cherokee 4.0 gangtruflanir
Posted: 25.feb 2013, 22:53
frá Freyr
Voruð þið Hemmi ekki búnir að leggja lögnina betri leið en ég gerði í ferðinni (eins og Hemmi gerði fyrir ferðina)?
Kveðja, Freyr
PS. Afsakið þráðaránið.........
Re: cherokee 4.0 gangtruflanir
Posted: 25.feb 2013, 22:57
frá Freyr
Brynjar:
Gætir prófað ef þú vilt að losa upp á skynjaranum (bara 1 -2 hringi á hvorum bolta, 11 mm toppur, best að vera með nokkrar framlengingar og lið og gera þetta neðanfrá, vera með skrallið u.þ.b. við millikassabitann) og taka hann úr sambandi. Herða hann aftur á örlítið öðrum stað (breyta afstöðunni um brot úr mm eða eins og boltagötin leyfa) og setja í samband. Ef bíllinn lagast tímabundið við þetta, jafnvel einhverja daga, þá er skynjarinn pottþétt orsökin.
Kv. Freyr
Re: cherokee 4.0 gangtruflanir
Posted: 26.feb 2013, 00:21
frá Jóib
Bíllinn stendur bara en í stæðinu fyrir utan heima eftir ferðina engin tími gefist í að færa lögnina á réttann stað ,minnir mig á það að ég held að hemmi skuldi þér eina kippu eða svo... fer í þetta um helgina og purfa þá að losa upp á nemanum og færan til og sé hvort hann sé að svíkja. Eitt annað munar eitthverju að panta þessa nema á netinu eða kaupa þá hérna heima?
Re: cherokee 4.0 gangtruflanir
Posted: 26.feb 2013, 00:43
frá Freyr
Jóib wrote:Bíllinn stendur bara en í stæðinu fyrir utan heima eftir ferðina engin tími gefist í að færa lögnina á réttann stað ,minnir mig á það að ég held að hemmi skuldi þér eina kippu eða svo... fer í þetta um helgina og purfa þá að losa upp á nemanum og færan til og sé hvort hann sé að svíkja. Eitt annað munar eitthverju að panta þessa nema á netinu eða kaupa þá hérna heima?
Nú er þetta komið í hring, það að losa nemann var beint til stofnanda þráðarins. Þú hinsvegar ættir að skoða hægagangsventilinn og vacumleka. Varðandi kaupin þá veit ég það ekki, bara svo lengi sem þú kaupir ORGINAL!
Kv. Freyr
Re: cherokee 4.0 gangtruflanir
Posted: 27.feb 2013, 03:16
frá Gardstadir
Ég þakka þér fyrir svörinn fannst og finnst enþá ólíklegt að þetta sé þessi skynjari en ég ætla þó að prufa það. Á annann til úr bílnum sem ég reif í varahluti.
En finnst það ólíklegt því ef þú ert að keyra og hann byrjar á þessu og slærð honum úr d í n og gefur í þá rýkur hann upp einnig virðist stundum virka að stíga hann í botn. Nú hef ég keyrt svolítinn spotta til að gera tilraun á þessari bilun og hann virðist bara gera þetta stuttu eftir að set er í gang alltaf eða oftast og búinn að keyra smá.
Ef hann er í lausagangi og ég gef svolítið í ca 3 snúninga og sleppi þá stoppar hann þar í smá stund og fer rólega niður og þegar ég keyri hef ég fundið hann gera það sama og ef ég er bara rólega og gef aðeins í og sleppi þá virðist hann vera að halda sér aðeins á gjöfinni.
Mér var búið að detta í hug að tpsinn væri einhvað klikk og þarf einnig að skoða spjaldið.
kv Brynjar Örn