Síða 1 af 1
Handbremsuskifti
Posted: 08.feb 2010, 11:49
frá arni87
Er ekki einhver hérna sem þekkir handbremsusístemið í Patroll, þá er ég að tala um brremsu utan um drifskaftið.
Er að hugsa um að setja það í Musso Þar sem handbremsn er ónýt í þeim bílum frá upphafi.
Með von um góð svör.
Árni F.
Re: Handbremsuskifti
Posted: 08.feb 2010, 12:09
frá gislisveri
Ég ætla ekki að þykjast hafa vit á þessu, en ég myndi giska á það það þyrfti að útbúa nýjan flangs á millikassann fyrir afturskaftið og það ætti ekki að vera mikil fyrirstaða. Að öðru leyti bara finna hentugan barka festa hann skynsamlega.
Ég er mjög hrifinn af þessu, enda er Patrol handbremsa yfirleitt alltaf í lagi. Þetta auðveldar líka það að koma fyrir diskabremsum að aftan ef svoleiðis er ekki fyrir hendi og svo er líka lúxus að handbremsuborðarnir slitna ekkert (nema maður keyri með hana á auðvitað).
Þetta er að sjálfsögðu staðalbúnaður í eldri súkkum.
Re: Handbremsuskifti
Posted: 08.feb 2010, 12:27
frá Sævar Örn
Skálin er frekar stór og biti fyrir aftan millikassa á musso sem kemur i veg fyrir þetta nema billinn sé þeim mun boddíhækkaðri
Re: Handbremsuskifti
Posted: 08.feb 2010, 12:58
frá gislisveri
Bitar eru lítil fyrirstaða fyrir slípirokk :)
Re: Handbremsuskifti
Posted: 08.feb 2010, 13:51
frá arni87
Þá er bara að færa bitan eða stirkja grindina með öðrum ráðum.