Síða 1 af 1
Gúmmí brettakantar til reddingar
Posted: 18.feb 2013, 14:48
frá haffiamp
Hvar get ég fengið svona gúmmí brettakanta borða til þess að redda mér með of breið dekk ?
Re: Gúmmí brettakantar til reddingar
Posted: 18.feb 2013, 15:26
frá villi58
Hefurðu talað við þá í Bílasmiðnum eða AT
Re: Gúmmí brettakantar til reddingar
Posted: 18.feb 2013, 15:27
frá Bóndinn
Þetta er til í bílabúð Benna
Re: Gúmmí brettakantar til reddingar
Posted: 18.feb 2013, 15:45
frá haffiamp
skoða þetta takk fyrir
Re: Gúmmí brettakantar til reddingar
Posted: 18.feb 2013, 19:51
frá haffiamp
bara fyrir forvitna... benni á þetta til í setti sem eru á 23 þús og 30 þús,mismunandi breiðir, dýrir eins og vanalega
bílasmiðurinn er með flotta kanta, 5 cm og eru á 2900 meterinn, hugsa að ég sleppi þá með ca 15 þúsund
þakka hjálpina
Re: Gúmmí brettakantar til reddingar
Posted: 19.feb 2013, 21:13
frá Big Red
eru þetta einu staðirnir? fórum í Bílasmiðinn (ekki séns við förum í okurBenna) enn þar eru bara til 5 cm og það er bara of breitt. Þurfum ekki nema 3 mesta lagi.
Re: Gúmmí brettakantar til reddingar
Posted: 19.feb 2013, 21:18
frá haffiamp
já, ég hélt ég þyrfti bara um 2-3 en svo skoðaði ég þetta betur og þá eru 5 bara flott... en sá sem treystir sér getur alveg skorið af þeim... en þá að vísu missa þeir "flottu" brúnina...
Re: Gúmmí brettakantar til reddingar
Posted: 09.des 2014, 23:54
frá Bolti
Sælir og ég sé að ég er að opna gamlan póst en ég er í svipuðum hugleiðingum.
Þar sem það kostar líklega alltof mikið að láta breikka kanta á verkstæði hef ég verið að íhuga svona gúmmí. Á einhver til myndir af þessu komið á bílinn hjá sér ?
Er þetta sem fæst hjá Bílasmiðnum/Benna eitthvað líkt í útliti og þetta hérna:
http://www.lowrangeoffroad.com/flexy-flares-side-mount-rubber-fender-extensions-2-25-wide-and-4-25-wide-by-the-foot.html
Re: Gúmmí brettakantar til reddingar
Posted: 12.des 2014, 21:29
frá haffiamp
þeir eru öðruvísi hjá bílasmiðnum en þessir á myndinni eru þaðan, mjög fínir kantar og á góðu verði, var um 15 þús kall á allan bílinn, þetta er eina myndin sem ég á af þeim þegar ég setti þá á gamla terranóinn minn
Re: Gúmmí brettakantar til reddingar
Posted: 12.des 2014, 23:01
frá bogith