Sælir spjallverjar.
Langar til að fletta upp í reynslubanka ykkar. Málið er að ég er með 94"árg að bens sendibíl með 2,9 dísel. Hann tók uppá því fyrir ca hálfum mánuði síðan að hætta að forhita. En gerði það svo ca 30sekúndum eftir að ég set bílinn í gang. Og hann forhitar hann í eðlilegan tíma. Aldrei verið vandamál að gangsetja svo glóðakertin virðast vera í flottu lagi. Og hann er það gamall að það er engin tölva svo það er ekki hægt að lesa hann... Með von um hugmyndir og ráð.
Kv Ingó
Forhitaraljós kviknar eftir gangsetningu
-
- Innlegg: 305
- Skráður: 01.feb 2010, 19:49
- Fullt nafn: Árni Freyr Rúnarsson
- Bíltegund: 38" Musso
- Hafa samband:
Re: Forhitaraljós kviknar eftir gangsetningu
Þegar þetta gerðist í Musso hjá mér með 2.9 mótornum þá var stýringin fyrir kertin farin.
hann byrjaði að hita fljótlega eftir að bíllinn datt í gang og hitaði í "eðlilegan tíma".
Spurning hvort þú getir fengið að prufa stýringu hjá einhverjum.
hann byrjaði að hita fljótlega eftir að bíllinn datt í gang og hitaði í "eðlilegan tíma".
Spurning hvort þú getir fengið að prufa stýringu hjá einhverjum.
Re: Forhitaraljós kviknar eftir gangsetningu
Í sumum diesel bílum er forhitunarljósið notað sem vélarljós til að gefa til kynna um bilun
Daggi S:6632123 snurfus@gmail.com
-
- Innlegg: 102
- Skráður: 28.maí 2010, 19:21
- Fullt nafn: Bragi Guðnason
- Bíltegund: LC 80, Hilux xc
Re: Forhitaraljós kviknar eftir gangsetningu
Mjög líklega eru farin forhitunarkerti eitt eða fleiri. Á einn benz 300D ´93 og hann lætur mig vita af skemmdum kertum með þessum hætti þ.e.a.s. forhitunarljósið kviknar aðeins eftir gangsetningu.
-
- Innlegg: 276
- Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
- Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
- Bíltegund: Cruiser
- Staðsetning: Álftanes
Re: Forhitaraljós kviknar eftir gangsetningu
var með svipað í Musso (2005 árgerð með 2,9 5 cyl), kviknaði á ljósinu ca 30 sek eftir að hafa startað, mér var sagt að það væru glóðarkertin, skipti um þau (mældi 4 af 5 ónýt) og vandamálið leyst, kostaði rúmar 10þkr í Blossa hfj (kertin).
fljótlegt að sjá með ampertöng hvað hvert kerti var að draga og það voru 18-12A á 0-15 sek ca
smá tips sem ég fékk varðandi relayið, opna það og pússa (með einskorinni þjöl) snerturnar, þær eiga með tímanum að verða brenndar.
já og það tók ca 2 tíma að taka soggreinina af, skipta um kerti, mæla þau, þrífa soggreinina (og blinda EGR) og skrúfa saman aftur,
mæli með að kaupa soggreinarpakkninguna og aðra minni á greinina, gamlar og lúnar.
fljótlegt að sjá með ampertöng hvað hvert kerti var að draga og það voru 18-12A á 0-15 sek ca
smá tips sem ég fékk varðandi relayið, opna það og pússa (með einskorinni þjöl) snerturnar, þær eiga með tímanum að verða brenndar.
já og það tók ca 2 tíma að taka soggreinina af, skipta um kerti, mæla þau, þrífa soggreinina (og blinda EGR) og skrúfa saman aftur,
mæli með að kaupa soggreinarpakkninguna og aðra minni á greinina, gamlar og lúnar.
Re: Forhitaraljós kviknar eftir gangsetningu
Takk fyrir greinargóð svör og upplýsingar.
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur