Síða 1 af 2

80 cruiser breytingar, myndir og texti

Posted: 10.feb 2013, 23:14
frá Freyr
Pabbi á þennan 80 cruiser sem hefur verið á 35" í mörg ár. Er þessa dagana að setja hann á 38" ásamt því að færa hásinguna 12 cm aftur, passar með formverks köntum ætluðum fyrir færslu.

Þetta er aftan við afturhjólin, ryðgað í gegn báðu megin, þó mun verra vm. þar sem þessi mynd er tekin. Þetta er allt skorið burt, tilvalið að setja bara stærri dekk í stað þess að sjóða í þetta bara til að laga ryðið
Image

Búinn að klippa úr vm. aftan. Það verður eitthvað föndur að græja áfyllinguna á tankinn, þ.e. að koma lögnunum fyrir án þess að dekkið fari í þær.
Image
Image

Undirvagnsvinnan að hefjast. Búið að fjarlægja hásinguna og næst á dagskrá er að skera úr honum gormaskálarnar/demparafestingarnar og aftari þverbitann sem tengist því.
Image

Bitinn sem er hm. á myndinni mun fara 12 cm aftur.
Image

Bitinn kominn úr, þetta var mjög ógeðsleg vinna. Fór með bitann og stífurnar 5 í sandblástur.
Image

Re: 80 cruiser breytingar, myndir og texti

Posted: 10.feb 2013, 23:19
frá Freyr
Bitinn ásamt gormaskálum/demparafestingum farinn úr.
Image

Sést ekki svo vel en ég var SVARTUR í framan eftir þetta vinnukvöld...
Image

Oft lengja menn gormaskálarnar fram um það sem þarf til að tengja þær við fremri grindarbitann. Ég er ekki svo hrifin af því, þykir mun betra að bæta við bita þannig að afturhluti hans er 12 cm aftar en sá gamli og sjóða svo skálarnar við nýja bitann. Þannig er þetta mun stífara og sterkara. Áður en bitinn fór í grunnaði ég hann mjög vel að innan með wurth zink grunn.
Image

Búið að sandblása og áður en ég sauð hann á sinn stað grunnaði ég vel þá fleti sem erfitt er að komast að í bílnum.
Image

Hvíta strikið hm. sýnir org staðsetningu hásingarinnar en það sem er vm. nýju staðsetninguna, 12 cm. aftar.
Image

Síkkaði bitann um 3 cm til að losna við að breyta styrktarbita undir skottgólfinu þar sem gormaskálarnar rákust í hann. Stytti upphækkunarklossana sem þessu nemur og breyti svo samslættinum til að dempararnir slái ekki saman en slaglengdin nýtist að fullu. Dempararnir eru KONI með 24 cm slag, þeir halla aðeins svo sviðið er sennilega kringum 26 cm. Skiptingin verður nokkuð jöfn sundur/saman en á eftir að koma endanlega í ljós.
Image

Stífurnar lengdar um 12 cm. Lengdi þær efri örlítið meira til að leiðrétta pinnjónshalla. Þar sem þær eru mun styttri en þær neðri þá hallast pinnjónninn örlítið niður á við þegar bíllinn er hækkaður án þess að síkka neðri stífur í grind og efri á hásingu.
Image

Eva gerði dauðaleit að uppáhalds rúmfötunum sínum í dag, ég þagði bara og dreif mig út......
Image

Smá gat hm. að aftan.......
Image

Úrklippan hm. aft. Klippti töluvert meira en nauðsynkegt er fyrir 38" + fæsrlu. Fyrst verið er að þessu á annað borð borgar sig bara að klippa þannig að kantarnir séu takmarkandi hvað plássið varðar. Þá er pottþétt nægt pláss fyrir dekkin og e.t.v. hægt að stækka þau án breytinga seinna meir ef áhugi er fyrir hendi.
Image

Síkkun á þverstífuturni, á eftir að setja stífu yfir í grind vm.
Image

Re: 80 cruiser breytingar, myndir og texti

Posted: 10.feb 2013, 23:52
frá sukkaturbo
Þetta er mjög flottur þráður um þessa breitingu og flott vinna hjá þér. kveðja guðni á sigló

Re: 80 cruiser breytingar, myndir og texti

Posted: 11.feb 2013, 07:17
frá Magni
Jamm gaman að þessu. endilega dæla í okkur myndum :)

Re: 80 cruiser breytingar, myndir og texti

Posted: 11.feb 2013, 07:56
frá ellisnorra
Faglegar og flottar breytingar. Thumbs up.

Re: 80 cruiser breytingar, myndir og texti

Posted: 11.feb 2013, 08:47
frá jongud
Síkkun á þverstífuturni, á eftir að setja stífu yfir í grind vm.
Image[/quote]

Er það rétt hjá mér að það sé einn búkki undir grindinni aftast og trékubbur milli búkkans og grindarinnar á jeppanum?
Svolítið glæfralegt finnst mér...

Re: 80 cruiser breytingar, myndir og texti

Posted: 11.feb 2013, 10:34
frá lecter
.

Re: 80 cruiser breytingar, myndir og texti

Posted: 11.feb 2013, 19:03
frá Freyr
Þakka ykkur ábendinguna varðandi búkkann, gott að fá svona athugasemdir. Annars er þessi búkki bara 1 af 3. Það eru búkkar undir neðri stífuturnunum bm. en ég bætti þessum við til að lyfta bílnum aðeins að aftan og auka stöðugleikann.

Kveðja, Freyr

Re: 80 cruiser breytingar, myndir og texti

Posted: 11.feb 2013, 22:28
frá Gilson
Það er alltaf gaman að lesa þræði eftir þig og er þessi ekki undanskilinn. Flott vinnubrögð og gaman að fá svona ítarlegan texta með myndunum.

Kv Gísli

Re: 80 cruiser breytingar, myndir og texti

Posted: 12.feb 2013, 01:11
frá Freyr
Þakka ykkur fyrir!

Afrakstur kvöldsins. Smíðaði hjólaskál hm. aftan. Það var mjög þægilegt en verður meira bras vm þar sem áfyllingin er þar. Á að vísu eftir að klára að sjóða skálina.
Image

Image

Læt svona brún standa útfyrir brettin. Þá er málningin, kíttið og suðurnar sem tengja skálina við brettið í vari frá grjótkasti og vatnsaustri. Í þessa brún hef ég skrúfað brettaplast til að losna við að skrúfa í sjálfann bílinn...
Image

Re: 80 cruiser breytingar, myndir og texti

Posted: 12.feb 2013, 08:33
frá jongud
Freyr wrote:Þakka ykkur ábendinguna varðandi búkkann, gott að fá svona athugasemdir. Annars er þessi búkki bara 1 af 3. Það eru búkkar undir neðri stífuturnunum bm. en ég bætti þessum við til að lyfta bílnum aðeins að aftan og auka stöðugleikann.

Kveðja, Freyr


Það er gott að heyra, eins og allt annað er vandað í þessari vinnu gat varla verið að öryggismálin væru í ólagi.

Re: 80 cruiser breytingar, myndir og texti

Posted: 12.feb 2013, 22:51
frá Raggi B.
Hann er örugglega líka með hjálm við þessa vinnu og fallbelti hmmm...

týpískir íslenskir iðnaðarmenn eins og Gulli Byggir sagði....


Miðað við pælingarnar hjá Frey þá ætti búkkavandamál ekki að hamla honum, annað væri heimska.

Re: 80 cruiser breytingar, myndir og texti

Posted: 15.feb 2013, 00:31
frá crusi100
Sælir.

Kaus að fara með minn 100 cruiser 17 sentimetra. Reyndar er hann að fara á 46"

kv

Re: 80 cruiser breytingar, myndir og texti

Posted: 15.feb 2013, 21:54
frá bmgeisli
Eg er i svipuðum pælingum fara a 38 með formverkskontum , það sem eg er ad spa er billin ekkert hækkaður a boddy fyrir tað

Re: 80 cruiser breytingar, myndir og texti

Posted: 15.feb 2013, 23:58
frá crusi100
Sæll BMgeisli.

Sko.....þessir bílar 80 cruiser er bara það stór bíll að hann drífur ekkert á 38" dekkjum. Að breita bílum fyrir 38 er bara hálfur sannleikur. Taktu STRAX ákvörðun um að fara bara strax á 44".

Ég hélt að þetta dygði en það bara gerir það ekki!!! Ef þú ert eitthvað á fjöllum að ráði á bara gengur ekki að vera alltaf í spotta Á svona flottum bílum.....:-(

Bara laggó........það er það sem gildir.

Kv oö hús

Re: 80 cruiser breytingar, myndir og texti

Posted: 17.feb 2013, 13:30
frá Dúddi
Ekki ætlaru að nota þessa bráðónýtu hásingu undir 100 bílinn?

Re: 80 cruiser breytingar, myndir og texti

Posted: 17.feb 2013, 13:40
frá s.f
hvaða hásing er undir 100 bílnum sem er svona bráðónít er þetta ekki sama aftur hásing og er undir 80 cruseronum sem eru á 46"

Re: 80 cruiser breytingar, myndir og texti

Posted: 17.feb 2013, 15:05
frá jeepson
Settu cruiserinn bara á 46" við 38" karlarnir förum bara að verða slyddu jeppa kallar hehe :)

Re: 80 cruiser breytingar, myndir og texti

Posted: 17.feb 2013, 16:10
frá kjartanbj
bmgeisli wrote:Eg er i svipuðum pælingum fara a 38 með formverkskontum , það sem eg er ad spa er billin ekkert hækkaður a boddy fyrir tað


Nei þú þarft ekki að boddyhækka neitt fyrir 38" , sumir 46" bílarnir eru ekki einu sinni boddyhækkaðir


þar fyrir utan þá er það rétt hjá þeim, ef þú ætlar eitthvað á fjöll að ráði þá dugir 38" ekki undir þessa Ca 3 tonna bíla
38" er bara hálf breyting á þessum bílum , hinsvegar ef þú ætlar ekki mikið á fjöll, kannski eina tvær ferðir á veturna
þá kannski dugir bara 38" en vertu bara viðbúin að vera í spotta :)

Re: 80 cruiser breytingar, myndir og texti

Posted: 17.feb 2013, 16:40
frá Dúddi
100 bíllinn er með sama afturdrif og 80 cruiser en það eru ekki fljótandi öxlar og hjólalegurnar eru ekki að endast neitt á breyttu bílunum, Maggi Skóg var að skipta um hjólalegur að aftan á 30.000 km fresti plús að það eru ófáanlegar felgur undir þetta nema fyrir stórfé

Re: 80 cruiser breytingar, myndir og texti

Posted: 17.feb 2013, 16:45
frá kjartanbj
ah , er bara Semi float á 100 krúser að aftan , það er nú afturför :)

Re: 80 cruiser breytingar, myndir og texti

Posted: 17.feb 2013, 18:07
frá Stebbi
Eru ekki langflestir 80 krúserar á semi-float að aftan? Eitthvað af 60 bílnum var svona líka.

Re: 80 cruiser breytingar, myndir og texti

Posted: 17.feb 2013, 18:44
frá kjartanbj
sjaldgæft að sjá 80 krúser á íslandi sem er ekki full float, 91-92 módel voru semi float allavega í bandaríkjunum, veit ekki með international market hvernig þetta var þar, en allir 93+ í USA eru FF
Minn er með Full float að aftan

Re: 80 cruiser breytingar, myndir og texti

Posted: 17.feb 2013, 18:46
frá kjartanbj
1993-1994

Rear axle changes to full floater with disk brakes when equipped with ABS

Re: 80 cruiser breytingar, myndir og texti

Posted: 17.feb 2013, 23:59
frá Freyr
Þessi cruiser er ekki settur á 38" til að gera hann að snjóbíl, 38" er tæplega nóg nema við aðstæður í betri kantinum. Pabbi mun áfram koma með mér sem coari þegar hann fer í "alvöru" snjóferðir en þessi cruiser mun nú sjálfsagt eitthvað fá að fara í snjó þegar vitað er að aðstæður eru góðar.

Re: 80 cruiser breytingar, myndir og texti

Posted: 18.feb 2013, 00:17
frá kjartanbj
Enda vissi ég aðstæðurnar með þennan bíl og var ekki að tala um hann, heldur þennan sem hinn náungin er að spá í að breyta á 38" :)

Re: 80 cruiser breytingar, myndir og texti

Posted: 18.feb 2013, 00:36
frá Freyr
aaaa.....

Re: 80 cruiser breytingar, myndir og texti

Posted: 18.feb 2013, 13:02
frá Startarinn
Líst vel á þetta hjá þér, það er alltaf gaman að sjá þegar menn vinna hlutina vel og snyrtilega.
Það er alltof mikið af fúski í umferð

Re: 80 cruiser breytingar, myndir og texti

Posted: 19.feb 2013, 22:44
frá bmgeisli
ég er vélsleðamaður :) svo ég er lítið að spá í ferðalög í snjó meira bara skotveiðin gæs hreindýr osfv og hálendisferðir að sumarlagi mér langar bara að geta linað í dekkjunum og farið svoldið mjúklega um á vonum vegum .
ég færi örfáar ferðir að vetrarlagi og læt mér bara nægj 38 í það
það sem ég er að spá er stálfelgur með stórum ventlum 38 AT dekk færa afturhásinguna um 12-13 sm formveks kanntar og svo bara snyrta þetta eitthvað til og hafa gaman að þessu

Re: 80 cruiser breytingar, myndir og texti

Posted: 20.feb 2013, 01:16
frá Freyr
bmgeisli wrote:ég er vélsleðamaður :) svo ég er lítið að spá í ferðalög í snjó meira bara skotveiðin gæs hreindýr osfv og hálendisferðir að sumarlagi mér langar bara að geta linað í dekkjunum og farið svoldið mjúklega um á vonum vegum .
ég færi örfáar ferðir að vetrarlagi og læt mér bara nægj 38 í það
það sem ég er að spá er stálfelgur með stórum ventlum 38 AT dekk færa afturhásinguna um 12-13 sm formveks kanntar og svo bara snyrta þetta eitthvað til og hafa gaman að þessu


Þetta er basicly nákvæmlega það sem ég er að gera, sama hugsun bak við framkvæmdina.......

Re: 80 cruiser breytingar, myndir og texti

Posted: 21.feb 2013, 00:09
frá Freyr
U.þ.b. svona liggur áfyllingin orginal, þarf eitthvað að eiga við hana greinilega
Image

Mun skera geira úr efsta hluta lagnarinnar, sennilega tvo, og sjóða saman aftur til að búa til beygju á lögnina til að vísa henni aftur. Bjó einnig til örlítið meira pláss í hjólaskálinni þar sem rörið mun vera. Öndunarlögnina skar ég sundur rétt við áfyllingarlokið og mun bara setja slöngu á stútinn.
Image

Hjólaskálin vm. að fæðast, meira vesen en hm. vegna áfyllingarinnar.
Image

Re: 80 cruiser breytingar, myndir og texti

Posted: 21.feb 2013, 21:21
frá grimur
Flottur þráður. Góður punktur þetta með að láta hjólskálarefnið standa útfyrir.

Re: 80 cruiser breytingar, myndir og texti

Posted: 21.feb 2013, 23:03
frá dabbigj
snilldar ferðabíll svona, það snýst ekki alltaf allt sportið um að spóla í snjó ;)

Re: 80 cruiser breytingar, myndir og texti

Posted: 24.feb 2013, 03:08
frá Freyr
Aftasti bitinn undir boddýinu er opinn út í afturbrettin eins og sjá má á þríhyrningnum sem ljósið skín gegnum á miðri mynd. Inn í aftasta bitann kemst vatn sem leitar þá þaðan í brettin. Ekki gott.
Image

Kíttaði fyrir opið svo vatnið fari ekki í botn brettana og valdi þar ryðmyndun.
Image

Búið að grunna með 2gja þátta epoxy
Image

Smá ryðbætur í leiðinni
Image

Búið að grunna með 2gja þátta epoxy
Image

Image

Image

Þetta kom í ljós bakvið brettakantinn hm. fr. Verður skorið burt til að búa til pláss fyrir nýju dekkin.
Image

Stífurnar tilbúnar. Nýjar fóðringar, neðri lengdar um 12 cm og efri örlítið meira, grunnað með epoxy og málað með trukkalakki.
Image

Búið að grunna og mála að mestu leiti. Næsta verk verður að setja hásinguna á sinn stað. Á reyndar eftir að styrkja síkkunina fyrir þverstífuna. Grunar bara að hún sé örlítið og mikið síkkuð hjá mér svo ég beið með að klára síkkunina þar til hásingin er komin á sinn stað og afstaðan sést 100%.
Image


Kveðja, Freyr

Re: 80 cruiser breytingar, myndir og texti

Posted: 24.feb 2013, 23:31
frá bmgeisli
mjög flottu þráður hjá þér ,ég er að fara í nkl sama pakka

það sem ég er að velta fyrir mér er tvent

hvaða gorma notaðir þú ?

og svo hitt hvað gerðir þú með áfyllingarrörið er það bara innan í hjólskálinni ?

hvar á landinu ertu ég hefði gaman af að sjá þetta hjá þér og ræða aðeins við þig áður en ég hefst handa

Kv Kiddi sprautari

Re: 80 cruiser breytingar, myndir og texti

Posted: 25.feb 2013, 01:23
frá Freyr
bmgeisli wrote:mjög flottu þráður hjá þér ,ég er að fara í nkl sama pakka

það sem ég er að velta fyrir mér er tvent

hvaða gorma notaðir þú ?

og svo hitt hvað gerðir þú með áfyllingarrörið er það bara innan í hjólskálinni ?

hvar á landinu ertu ég hefði gaman af að sjá þetta hjá þér og ræða aðeins við þig áður en ég hefst handa

Kv Kiddi sprautari


Gormarnir eru org fyrir þennan bíl. Framgormarnir eru nokkurra ára gamlir en afturgormarnir um árs gamlir. Prófuðum OME í hann að aftan en þeir voru allt of stífir þar sem bíllinn er oftast lítið hlaðinn og ekki notaður í hamagang í snjó.

Áfyllingarrörið: Öndunarlögnina skar ég sundur rétt neðan við áfyllingarlok og mun leggja slöngu í stað rörsins. Áfyllingarrörið sjálft mun ég skera sundur, skera úr því 2-3 geira og sjóða saman svo það sveigi vel aftur rétt neðan við lokið. Bjó til auka pláss í skálinni vm. aft. svo rörið sé ekki of mikið fyrir í skálinni, það mun sennilega falla inn í skálina að helmingi u.þ.b. Þetta hefðir þú vitað ef þú hefðir skoðað myndirnar og lesið myndatextana ;-)

Vertu í bandi ef þú vilt í 661-2153

Kveðja, Freyr

Re: 80 cruiser breytingar, myndir og texti

Posted: 25.feb 2013, 01:28
frá Freyr
Pensilkítti sett yfir allar suður
Image
Image

Fyrst notaði ég mjög ríflega af epoxy grunninum á samskeytin þarna og voru þau lokuð eftir það. Síðan fór vel af kíttinu yfir það svo þetta ætti að vera alveg "skothelt".
Image

Klippt úr hm. fr. Það er gríðarlega mikið pláss að framan til að klippa úr, aldrei breytt bíl þar sem eins þægilegt er að klippa úr að framan. Fliparnir sem sjást standa út frá innra brettinu skildi ég eftir (3 hvoru megin), mun sjóða þá við ytri brettin til að stífa þau af. Svo verður vel gengið frá skurðarsvæðum og svo brettaplast sett undir til að loka alveg svæðunum sem unnið var á.
Image

Þarf ekkert að skera inn í bíl. Tók aðeins til framan við hvalbakinn, skar burt eitthvað blikkrusl og barði annað inn. Á eftir að bæta við 1 eða 2 stífingum fyrir ytra brettið. Annars munu brettakantarnir vissulega stífa brettið mjög mikið.
Image

Úrklippan hm. fr. Skar reyndar örlítið meira úr til viðbótar, þoli ekki að hafa plássið tæpt, mun betra að klippa bara nógu mikið.
Image

Búið að klippa úr að mestu vm. fr. Á eftir að snyrta þetta eitthvað áður en ég ferð að sjóða....
Image

Kveðja, Freyr

Re: 80 cruiser breytingar, myndir og texti

Posted: 01.mar 2013, 00:57
frá Freyr
Hásingin komin á sinn stað aftur, 12 cm aftar
Image

Image

Sennilega mun ég lækka bílinn um 1-2 cm, á eftir að koma betur í ljós.
Image

Áfyllingarrörið komið á sinn stað eftir að ég breytti því. Skar það sundur og sauð aftur saman á 3 stöðum svo það myndi fylgja hjólaskálinni alveg. Öndunarslangan lafir þarna, hún mun festast aftan við áfyllingarrörið.
Image

Kveðja, Freyr

Re: 80 cruiser breytingar, myndir og texti

Posted: 03.mar 2013, 22:55
frá Freyr
Kominn út úr skúrnum í 1. sinn eftir að breytingar hófust. Hann á eftir að lækka að aftan, ekki ákveðið hve mikið en 35 mm er líklegt. Hafa þarf í huga að við að setja í hann aftursætin og innréttinguna mun hann líka síga örlítið. Eins og sést er plássið að aftan MJÖG ríflegt í ljósi þess að radíus nýju dekkjanna er ekki nema 4 cm meiri en þessara.

Að aftan fór ég þá leið að klippa mjög ríflega úr og notaðist við radíus dekkjanna mældan frá öxulmiðju í mesta samslætti og bætti svo vel við vegna misfjöðrunar. Því er úrklippan að aftan svona rúnnuð.

Að framan hinsvegar lét ég innri brettin ráða klippingunni. Það væri leikur einn að klippa mikið meira úr en það er óþarfi fyrir 38".

Image

Image

Kveðja, Freyr

Re: 80 cruiser breytingar, myndir og texti

Posted: 03.mar 2013, 22:59
frá xenon
Á ekkert að sýkka stífufestingarnar að aftan upp við grind ?