Síða 1 af 1
Drifskōft lengja-stytta.
Posted: 07.feb 2013, 21:45
frá Wrangler10
Hvert fer maður með drifskōft sem þarf að lengja eða stytta. Og veit einhver hvað svona lagað kostar nokkurn veginn. Með fyrirfram þōkk KT.
Re: Drifskōft lengja-stytta.
Posted: 07.feb 2013, 21:58
frá Hjörvar Orri
Árni brynjólfs eða Smári í Skerpu, minnir mig að verkstæðið heitir hjá honum. En í rauninni getur þú ferið inná hvaða renniverkstæði sem er og látið gera þetta.
Re: Drifskōft lengja-stytta.
Posted: 07.feb 2013, 21:59
frá arni87
Ég fer með mín sköft til Jenna rennismiðs eða Vélsmiðju Suðurnesja.
Þeir eru frábærir, enginn víbringur í sköftunum hjá mér eftir að þeir hafa unnið í þeim og ég hef aldrei látið ballansera.
Nú síðast fór öll ballansering af frammskaftinu þegar Vélsmiðja Suðurnesja skifti um draglið í frammskaftinu hjá mér og ekki fundið fyrir neinum víbringi síðan.
Verðin eru misjöfn hjá þeim, fer eftir því hversu mikið á að bæta í og gera.
Þeir eru í Njarðvík.
Re: Drifskōft lengja-stytta.
Posted: 07.feb 2013, 22:19
frá Hfsd037
Renniverkstæði Halla í flugumýri 6 mosó, fer með allt þangað sem ég þarf að láta græjja fyrir mig.. ég fékk styttingu á skapti fyrir 5 þús, 100% vinnubrögð :)
Re: Drifskōft lengja-stytta.
Posted: 08.feb 2013, 01:01
frá Freyr
Get ekki mælt með Árna brynjólfs. Það byggi ég þó á aðeins einu tilfelli en hann hafði smíðað milligír í blazer sem ég átti og þar voru vinnubrögðin langt í frá ásættanleg.
Mæli með GJJARN (
www.gjjarn.com) eða jeppasmiðjunni.
Kv. Freyr