Galloper sjálfskifting VS gírkassi.
Posted: 06.feb 2013, 18:25
Sælir strákar, ég er að setja MMC 4D56 TDI úr L200 í gamlan jeppa og kem trúlega til með að nota galloper gíra, Og er að velta fyrir mér gírhlutföllum í gírkassa vs sjálfskiftingu. Mín reynsla af Galloper er að séu þeir beinskiftir á ca original dekkjum þá eru þeir á ca 3000 sn/min á 100kmh , en svo ók ég um daginn sjálfskiftum Galloper á original dekkjum og hann var bara á 2100 sn min ca á 100 kmh. Ég er að velta fyrir mér hvort átt hafi verið við drifhlutföll í sjálfskifta bílnum eða hvort muni svona miklu á 5 gír í beinkiftum og over drive í sjálfskiftingu. Veit þetta einhver? og veit einhver hvort skiftingarnar séu miklir orkuþjófar :)