Galloper sjálfskifting VS gírkassi.

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
JLS
Innlegg: 87
Skráður: 31.jan 2012, 21:15
Fullt nafn: Jens Líndal

Galloper sjálfskifting VS gírkassi.

Postfrá JLS » 06.feb 2013, 18:25

Sælir strákar, ég er að setja MMC 4D56 TDI úr L200 í gamlan jeppa og kem trúlega til með að nota galloper gíra, Og er að velta fyrir mér gírhlutföllum í gírkassa vs sjálfskiftingu. Mín reynsla af Galloper er að séu þeir beinskiftir á ca original dekkjum þá eru þeir á ca 3000 sn/min á 100kmh , en svo ók ég um daginn sjálfskiftum Galloper á original dekkjum og hann var bara á 2100 sn min ca á 100 kmh. Ég er að velta fyrir mér hvort átt hafi verið við drifhlutföll í sjálfskifta bílnum eða hvort muni svona miklu á 5 gír í beinkiftum og over drive í sjálfskiftingu. Veit þetta einhver? og veit einhver hvort skiftingarnar séu miklir orkuþjófar :)




runark
Innlegg: 40
Skráður: 29.aug 2012, 01:35
Fullt nafn: Rúnar Kjartansson
Bíltegund: Ford Econoline 89 38

Re: Galloper sjálfskifting VS gírkassi.

Postfrá runark » 06.feb 2013, 20:06

þetta passar alveg ég er á galloper 33" og hann er í 2300 snúningum á 100km/h mér persónelga finnst hún vera góð en soldill orkuþjófur já


Höfundur þráðar
JLS
Innlegg: 87
Skráður: 31.jan 2012, 21:15
Fullt nafn: Jens Líndal

Re: Galloper sjálfskifting VS gírkassi.

Postfrá JLS » 06.feb 2013, 22:08

Takk fyrir þetta Rúnar :)

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Galloper sjálfskifting VS gírkassi.

Postfrá Sævar Örn » 07.feb 2013, 00:22

Ég hef átt gallopera bæði beinskipta og ssk, og mér finnast bsk bílarnir ólíkt skemmtilegri, snarpari af stað og halda betur ferð, og ekki hægt að líkja saman þegar maður er kominn með ólöglega lestaða samstæðu t.d. bílakerru þá á bsk bíllinn vinninginn, svo ekki sé minnst á smá olíuaukningu og blástur
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 5 gestir