Síða 1 af 1

lausn vesen með hraðamæli, vél frá öðrum framleiðanda

Posted: 06.feb 2013, 07:44
frá GylfiRunner
Fann þessa síðu ef þú ert með vél frá öðrum framleiðanda en mælaborðið í bílnum og þetta talar ekki sama tungumálið.
http://www.speedhut.com

Re: lausn vesen með hraðamæli, vél frá öðrum framleiðanda

Posted: 06.feb 2013, 08:15
frá Polarbear
pardon me... en ég held að það sé alveg pottþétt að ef þú ert með vél frá öðrum framleiðanda í bílnum sem talar ekki við mælaborðið..... þá virkar odb2 tengingin ekki heldur.

Re: lausn vesen með hraðamæli, vél frá öðrum framleiðanda

Posted: 06.feb 2013, 08:51
frá ellisnorra
Lalli ef þú ert með nýmóðins vél þá þarftu vélartölvuna líka (nema maður fari í aftermarket ecu) og þá er nú ekki mikið vesen (reyndar alveg nauðsynlegt) að taka stubbinn sem hefur odb2 tengið líka.
Vesenið er oft að koma mælaborðinu sem fylgir mótornum í mixbílinn því það er oft töluvert öðruvísi innrétting.
Ég hef reyndar sett mæla, eins og snúningshraðamæli inn í gamla mælaborðið en því er ekki alltaf komandi við.
Þá getur verið gott að vera með svona standart mæla sem auðveldara er að mixa í heldur en original dótið sem fylgdi vélinni.

Re: lausn vesen með hraðamæli, vél frá öðrum framleiðanda

Posted: 06.feb 2013, 09:01
frá GylfiRunner
ef þú skoðar síðuna betur eru þetta ekki bara obd mælar, það sem ég var að tala um eru gps hraðamælar

Re: lausn vesen með hraðamæli, vél frá öðrum framleiðanda

Posted: 06.feb 2013, 09:35
frá Polarbear
áhugavert. greinilega langt síðan ég skipti um mótor síðast :)

ætli svona gps-drifnir mælar séu löglegir á íslandi? þeir snarhætta væntanlega að virka í göngum og þessháttar...

Re: lausn vesen með hraðamæli, vél frá öðrum framleiðanda

Posted: 06.feb 2013, 11:27
frá dabbigj
Polarbear wrote:áhugavert. greinilega langt síðan ég skipti um mótor síðast :)

ætli svona gps-drifnir mælar séu löglegir á íslandi? þeir snarhætta væntanlega að virka í göngum og þessháttar...



ekkert endilega, þeir geta verið með t.d. mæla sem mæla hreyfingu og áætla þá hraðann sem er farið í gegnum göngin á t.d.

ég nota snjallsímann minn t.d. sem gps tæki og hann gerir þetta svona, en stundum sýnir hann ekki alveg rétta stefnu þegar merkið dettur út en hraðinn er svona sirka réttur ;)

Re: lausn vesen með hraðamæli, vél frá öðrum framleiðanda

Posted: 06.feb 2013, 16:03
frá GylfiRunner
þarf líka ekkert að segja frá því í skoðun að þú sért með svona mæli :P