Hráolíuvandamál í Isuzu Trooper árg. 2000

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
ArniI
Innlegg: 13
Skráður: 05.feb 2013, 11:04
Fullt nafn: Árni Ingason
Bíltegund: Isuzu Trooper

Hráolíuvandamál í Isuzu Trooper árg. 2000

Postfrá ArniI » 05.feb 2013, 11:14

Ég er með Isuzu Trooper árgerð 2000
Það er vandamál með að hann á það til að drepa á sér í akstri til dæmis þegar verið er að skipta upp í hærri gíra. Þetta er þó ekki vandamál á sumrin
En í vetur hefur þetta verið að ágerast. Það er eins og hann fái ekki nóga hráolíu.
Þá er oft ekki hægt að koma honum í gang næstu 5 - 30 mínúturnar, hef jafnvel þurft að láta draga hann.
Það er búið að skipta um hráolíusíu
Það var skipt um einvhert stykki sem hefur með stýringu á spíssunum að gera
Bíllinn var lesinn í tölvu sem gaf engar upplýsingar

Allar ábendingar vel þeignar
Árni




halendingurinn
Innlegg: 124
Skráður: 22.apr 2010, 14:05
Fullt nafn: Trausti Kári Hansson

Re: Hráolíuvandamál í Isuzu Trooper árg. 2000

Postfrá halendingurinn » 05.feb 2013, 11:57

Mér dettur í hug að það þurfi að ath krank/ camsensor/railpressuresensor eða pung á háþrýstidælu.


Höfundur þráðar
ArniI
Innlegg: 13
Skráður: 05.feb 2013, 11:04
Fullt nafn: Árni Ingason
Bíltegund: Isuzu Trooper

Re: Hráolíuvandamál í Isuzu Trooper árg. 2000

Postfrá ArniI » 05.feb 2013, 12:30

Sæll Kári og takk fyrir svarið:

Nú á að reyna að keyra bílinn með tölvu tengda og sjá hvaða upplýsingar koma þegar hann drepur á sér

Hversu mikið mál er að ath: krank/ camsensor/railpressuresensor ?

Er pungur á háþrýstidælu staðsettur á oliukerfinu
Hvað gæti verið að punginum ?

kveðja Árni


juddi
Innlegg: 1242
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Hráolíuvandamál í Isuzu Trooper árg. 2000

Postfrá juddi » 05.feb 2013, 13:31

Ath rail presure rofan og hvort það sé olía í stóra tenginu fyrir railið uppí vélartölvu og hvort rétt smurolía er á honum
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is


halendingurinn
Innlegg: 124
Skráður: 22.apr 2010, 14:05
Fullt nafn: Trausti Kári Hansson

Re: Hráolíuvandamál í Isuzu Trooper árg. 2000

Postfrá halendingurinn » 05.feb 2013, 14:01

Svona draugaleit getur verið erfið enn pungurinn er á háþrýstidælunni sem er fremst á vélinnni bílstjórameginn frekar neðarlega. camsensor er framan á vélinni en svo hef ég heyrt ef það sé komið örlítið endaslag í þessar vélar þá byrji þær að trufla cranksensor og nóg sé að setja þunna skinnu (sel það ekki dýrara en ég keypti það). Hann mun vera staðsettur undir olíusíu. Annars eru mörg ár síðan ég átti svona ágætis bíl sem reyndist mér vel.


Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: Hráolíuvandamál í Isuzu Trooper árg. 2000

Postfrá Navigatoramadeus » 05.feb 2013, 15:33

þetta hljómar mjög svipað (að drepa á sér af og til og þurfa x-tíma til að vilja fara aftur í gang) og sveifarásskynjari,
en það ætti að koma í minni bilanatölvunnar einhver kóði myndi ég halda (gerði það amk á síðasta crank sensor sem ég kom við).


joias
Innlegg: 633
Skráður: 15.feb 2010, 21:15
Fullt nafn: Jóhann Lúðvíksson

Re: Hráolíuvandamál í Isuzu Trooper árg. 2000

Postfrá joias » 05.feb 2013, 20:05

Er möguleiki að það komist vatn í öndunina á tankinum sem frýs og stíflar hana? Eða eitthvað þess háttar, því ef loft kemst ekki inní tankinn á móti því þegar eldsneytið lækkar þá myndast vaacum og vélin hættir að geta sogið til sín eldsneytið. Þá drepur bíllinn á sér og kemst ekki í gang fyrr en það er komið eðlilegur loftþrýstingur í tankinn.

...bara hugmynd :)
Prodject Toylett Hilux Longcap eða hvað á að kalla það...


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Hráolíuvandamál í Isuzu Trooper árg. 2000

Postfrá villi58 » 05.feb 2013, 20:20

Hefurðu prufað að blása með loftbyssu í lögnina aftur í tank. Í Hilux 2,4 er plastsía ofaní tanknum á rörendanum.
Það er alltaf gott að skoða lagnir og síu (slöngu frá síu að olíuverki) áður en farið er að kenna skynjararuslinu um gangtruflanir.


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Hráolíuvandamál í Isuzu Trooper árg. 2000

Postfrá biturk » 05.feb 2013, 22:36

er ekki bara raki í tankinum og það koma litlar ísnálar með? ég veit að rav4 dísel hefur verið leiðinlegur með þetta ves
head over to IKEA and assemble a sense of humor


halendingurinn
Innlegg: 124
Skráður: 22.apr 2010, 14:05
Fullt nafn: Trausti Kári Hansson

Re: Hráolíuvandamál í Isuzu Trooper árg. 2000

Postfrá halendingurinn » 05.feb 2013, 23:34

Það gæti líka verið tilfellið. Bell add er það ekki gott efni við svoleiðis vandræðum ? sjálfsagt trúarbrögð.


Höfundur þráðar
ArniI
Innlegg: 13
Skráður: 05.feb 2013, 11:04
Fullt nafn: Árni Ingason
Bíltegund: Isuzu Trooper

Re: Hráolíuvandamál í Isuzu Trooper árg. 2000

Postfrá ArniI » 07.feb 2013, 15:27

Takk allir saman
Ég held að olíuverkið hafi verið tekið í sundur og skipt um pakkningu og sett aftur saman , það var eitthvað smá smit og taldi viðkomandi að það gæti jafnvel verið að taka eitthvað loft sem ylli þessari hegðun, bíllinn gengur allavega núna og það ætti að koma í ljós flótlega hvort þetta var málið


Höfundur þráðar
ArniI
Innlegg: 13
Skráður: 05.feb 2013, 11:04
Fullt nafn: Árni Ingason
Bíltegund: Isuzu Trooper

Re: Hráolíuvandamál í Isuzu Trooper árg. 2000

Postfrá ArniI » 08.feb 2013, 11:08

Þetta var ekki nákvæmt hjá mér þetta var olíuslánga sem var farin að leka og tók loft, tók hálftíma að laga :)


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Hráolíuvandamál í Isuzu Trooper árg. 2000

Postfrá villi58 » 08.feb 2013, 11:50

ArniI wrote:Þetta var ekki nákvæmt hjá mér þetta var olíuslánga sem var farin að leka og tók loft, tók hálftíma að laga :)

Var búinn að segja hér ofar að passa sig á því að byrja ekki að kenna skynjurum um ef gangur í vél er ekki eins og hann á að vera, hef tekið eftir því margoft að menn byrja að hugsa fyrst um skynjara, en það er svo ótal mörg atriði önnur sem þurfa að vera í lagi.


Elís H
Innlegg: 67
Skráður: 25.apr 2011, 15:28
Fullt nafn: Elís Björgvin Hreiðarsson

Re: Hráolíuvandamál í Isuzu Trooper árg. 2000

Postfrá Elís H » 09.feb 2013, 14:32

það er ekki olíuverk í trooper, það er venjuleg lágþrýst dæla sem er fest aftan á aðra dælu stærri v.m. niðri. stóra dælan er háþrýstidæla sem dælir smurolíu uppí rail ofan á heddi mikill þrýstingur myndast sem fer inná spíssa og notaður er sem skot til að skjóta spíssa styumpli sem þrýstir hráolíu með sem mestum krafti niður til að mynda þennan fína úða sem sóst er eftir. Hráolían fer inn í heddið v.m. fremst og göng fyllast af olíu til að fæða spíssa, losaðu uppá lokaðri ró sem er þarna fremst og ath. hvort komi olía í startinu inná heddið, þá er litla dælan að virka. passaðu að langi boltin gæti hreyfst of mikið og .. farðu bara varlega að þessu . sveifarás slag má ekki vera meira en 0.30 . ef hann er beinskiptur þá dó á þeim þegar stigið var á kúpl. togkúpl. og fór frá skynjara, afgangs hráolía fer volg aftur í tank frá heddinu.


Höfundur þráðar
ArniI
Innlegg: 13
Skráður: 05.feb 2013, 11:04
Fullt nafn: Árni Ingason
Bíltegund: Isuzu Trooper

Re: Hráolíuvandamál í Isuzu Trooper árg. 2000

Postfrá ArniI » 09.feb 2013, 16:20

Nú virðist þetta vera komið í lag en það er gott að fá sem mestar upplýsingar uppá framtíðina :)
kv árni


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 54 gestir