Síða 1 af 1
GMC Sierra fer ekki i framdrif
Posted: 30.jan 2013, 15:23
frá hinninn
Ég er með GMC Sierra 98 módel og hann fer bara ekki i framdrifið. Er einhver her sem kannast við þetta vandamál ?
Þetta er rafmagns stýrt með tökkum
Ef einhver kannast við svona vandamál og getur sagt mér eitthvað um þetta þá er það vel þegið
Re: GMC Sierra fer ekki i framdrif
Posted: 30.jan 2013, 15:47
frá dabbigj
búinn að prófa ða skipta honum þegar hann er í hlutlausum ?
Re: GMC Sierra fer ekki i framdrif
Posted: 30.jan 2013, 15:55
frá hinninn
já ég er buin að prófa það og lika i gír og lika bara i park.. enn ekkert gerist
Re: GMC Sierra fer ekki i framdrif
Posted: 31.jan 2013, 13:30
frá Svenni87
Mótorinn orðinn þreyttur? Skoðaðu hann utan á millikassanum, hvort hann sé að reyna eða hvort þetta sé bara í rofanum.
Re: GMC Sierra fer ekki i framdrif
Posted: 31.jan 2013, 14:57
frá stone
Það er væntanlega rafmagspungur á hásingunni sem ýtir honum í framdrifið á hásingunni. Eflaust virkar þessi pungur ekki Þú þarft að lyfta honum upp öðru megin og finna hvort hann virkar. Ef ekki þá reddaði ég mér um árið með því að setja tittinn út og festa hann með hosuklemmu þá var hann fastur í drifi í hásingunni og svo var tengt með millikssastönginni