Mismunur milli gírkassa.

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Jens Líndal
Innlegg: 98
Skráður: 01.feb 2010, 01:48
Fullt nafn: Jens Líndal Sigurðsson

Mismunur milli gírkassa.

Postfrá Jens Líndal » 29.júl 2010, 11:49

Veit einhver hér muninn á "gömlu" gírkössunum í 2.5td MMC (með pönnuni) og þeim sem komu eftir komu? Ég finn ekkert um þetta á netinu og er að velta þessu fyrir mér. Ég á einn svona gamlan úr 87 árg af pajero og hef verið að spá í að nota hann jafnvel í jeppann hjá mér og setja Rover millikassann aftan á millikassann á MMC kassanum.
Ég hef bara alltaf heyrt að gírkassarnir með pönnuni séu handónýtir en þeir nýrri algerir trukkakassar. Hvað er til í þessu? Og er hægt að fá nýrri kassann einhverstaðar?



User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Mismunur milli gírkassa.

Postfrá Stebbi » 29.júl 2010, 12:27

Þetta passar, gamli kassinn er þessi sem dugaði 100.000km og þurfti svo að skipta um legur til að duga önnur 100 þús. Sá nýrri heitir V5MT1 og dugar bílinn, minn er í 280 þús og það er ekki að finna nokkurt slit eða aukahljóð.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Höfundur þráðar
Jens Líndal
Innlegg: 98
Skráður: 01.feb 2010, 01:48
Fullt nafn: Jens Líndal Sigurðsson

Re: Mismunur milli gírkassa.

Postfrá Jens Líndal » 29.júl 2010, 19:24

Takk fyrir þetta Stebbi. En veistu hvað gamli kassinn heitir??
En ég er meira svona að spá í styrk kassana. eru þeir sambærilegir?? Þolir gamli kassinn vél úr 98 L200 sem er búið að skrúfa vel upp í ??
Og varðandi legurnar í gamla kassanum, hvað var að angra þær? eru þær of litlar, annars heirði ég einhvern tímann að það væri of lítið olíumagn og kassinn hitnaði of mikið og legurnar ættu það til að fá of litla smurningu, og gott væri að keyra kassann á sjálfskiftiolíu sem ég gerði á mínum Mitsúum og hef aldrei lent í veseni með þessa gömlu kassa:)

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Mismunur milli gírkassa.

Postfrá Stebbi » 29.júl 2010, 20:56

Gamli kassinn heitir 'eitthvað eitthvað 145'. Ég hef heyrt þetta með olíumagnið líka og að einhverjir hafi látið skera áfyllingartappann úr og smá stykky fyrir ofan hann, snúa stykkinu við og hækka þannig tappann. Annars er þetta sami kassi og er á 2.6 vélini og það borgar sig ekki að púkka uppá þetta.

Ég mæli með því Jens að þú skráir þig á 4x4wire spjallborðið og ræðir við kappana þar sem eru að grúska í 4d56 vélunum. Þetta er mestmegnis kanadamenn og stöku breti og suður afríkumaður sem hafa mjööög svo gaman að því að viða að sér fullt af upplýsingum um þetta dót. Ég hugsa að þeir hefðu mjög gaman af því að sjá hvað þú ert að gera við Roverinn.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 51 gestur