Síða 1 af 1
Toyota Tacoma
Posted: 30.jan 2013, 11:50
frá Dreki
Sælir
Hvað hafa menn verið að setja undir tacomuna þegar afturdrifið fer og eins þarf ekki að styrkja framendan líka.
Kv
Re: Toyota Tacoma
Posted: 30.jan 2013, 12:44
frá jongud
Dreki wrote:Sælir
Hvað hafa menn verið að setja undir tacomuna þegar afturdrifið fer...
Kv
Búkka ??
:)
Re: Toyota Tacoma
Posted: 30.jan 2013, 13:15
frá Dreki
gott svar ; )
Re: Toyota Tacoma
Posted: 30.jan 2013, 14:11
frá Valdi B
60 krúser afturhásingu, hún er með 9.5 " drifi
en ef ég ætti svona bíl og ætlaði að breyta honum myndi ég setja patrol undir að framan og aftan
Re: Toyota Tacoma
Posted: 30.jan 2013, 15:07
frá BragiGG
AMC 20 að aftan og skæra dana 50 að framan...
Re: Toyota Tacoma
Posted: 30.jan 2013, 15:59
frá Magni
60 cruiser að aftan. það hefur verið gert við nokkra. Svo er hægt að fá styrkingar og stærri hluti í klafann að framan. Ættir að geta talað við Arctic Trucks um það. þeir gera þetta við alla 120 cruisera.
Re: Toyota Tacoma
Posted: 30.jan 2013, 16:43
frá Valdi B
í björgunarsveitarbílnum hjá björgunarsveitinni víkverja í vík er búið að setja saman framhásingu með 60 krúser nöfum og dana 50 drifi minnir mig og er veriðað fara að setja 9.5 60 krúser hásingu undir að aftan þar sem að 8" drifið eins og er original í þessu þolir ekki neitt.
það eru búin að fara þónokkur drifin í þeim bíl...
Re: Toyota Tacoma
Posted: 31.jan 2013, 01:24
frá Stebbi
Það er sett drif úr 60 krúser í Tacoma afturhásinguna. Arctic eiga til máta sem þeir græja þetta í, þá er miðjan úr hásinguni skorin úr og miðja úr krúserhásingu sett í staðin.
Re: Toyota Tacoma
Posted: 31.jan 2013, 07:54
frá Magni
valdibenz wrote:í björgunarsveitarbílnum hjá björgunarsveitinni víkverja í vík er búið að setja saman framhásingu með 60 krúser nöfum og dana 50 drifi minnir mig og er veriðað fara að setja 9.5 60 krúser hásingu undir að aftan þar sem að 8" drifið eins og er original í þessu þolir ekki neitt.
það eru búin að fara þónokkur drifin í þeim bíl...
Er drifið ekki stærra í 60 cruiser? 9,5" á móti 9" í Dana50? af hverju ætli þeir séu að skipta um drif sem er þrælsterkt?
Re: Toyota Tacoma
Posted: 31.jan 2013, 12:34
frá Þorri
Í einhverja bíla var notu miðja úr 60 crusier eins og komið hefur fram en hún þarf að vera úr bíl sem er ekki með barkalás. Í barkalæstu hásingunum er annar öxullinn eitthvað afbrygðilegur svo tacoma öxullinn passar ekki þeim meginn.
Patrol drif er líka hægt að nota ef það er notaður ARB lás þá er hægt að nota hliðarhjólin í lásnum úr Toyota þá passa öxlarnir.
Þetta hefur verið gert með lc 80 framhásinguna með góðum árangri.
Re: Toyota Tacoma
Posted: 31.jan 2013, 13:09
frá juddi
Mér skilst að það sé 9" Ford undir Orange Tacomuni
Re: Toyota Tacoma
Posted: 31.jan 2013, 13:18
frá Siggi
Magni81 wrote:valdibenz wrote:í björgunarsveitarbílnum hjá björgunarsveitinni víkverja í vík er búið að setja saman framhásingu með 60 krúser nöfum og dana 50 drifi minnir mig og er veriðað fara að setja 9.5 60 krúser hásingu undir að aftan þar sem að 8" drifið eins og er original í þessu þolir ekki neitt.
það eru búin að fara þónokkur drifin í þeim bíl...
Er drifið ekki stærra í 60 cruiser? 9,5" á móti 9" í Dana50? af hverju ætli þeir séu að skipta um drif sem er þrælsterkt?
mig minnir að nöfin og öxlarnir séu úr 80 cruiser
Re: Toyota Tacoma
Posted: 31.jan 2013, 16:29
frá nobrks
Þetta er nú meiri langavitleisan.
Víkverji; LC80 öxlar passa ekki í LC60 liðhús, Dana50 er til í reverse útgáfu sem fer vel saman m LC stýrisgangi m togstöngina f aftan rörið.
Það er Lc60/80 afturdrif í orange-tacome m orginal taco öxlum.