Síða 1 af 1

hvaða blöndungur á 318 í scout?

Posted: 28.jan 2013, 23:02
frá Guðmundur Ingvar
Góðan dag

Er aðeins að velta fyrir mér hvaða álit fólk hefur á því hvaða blöndung skuli nota á 318 sem ég er með í scout 38" breyttum
það var á honum einhver blöndungur frá edelbrock (eða hvernig það er skrifað) en ég setti á hann 650 holley, en hann er líklega eitthvað bilaður
aftari hólfin ekki að virka sem skildi.
Og er aðeins að spá í að kaupa mér blöndung í lagi heldur en að fara í að gera holley upp.

kv
Guðmundur

Re: hvaða blöndungur á 318 í scout?

Posted: 28.jan 2013, 23:38
frá Kristinn
Sæll Guðmundur . Ég er með Edelbrock 600 með rafmagnsinsogi og hann er að virka vel á þessa vél, er með hann í ford 150 ´77 í felum á 46"með 318cc. var með edelbrock 600 með handvirku innsogi og var sá ekki að gerasig (þeir eru ekki eins stiltir , annar fyrir ecconami en hinn fyrir performance ) Kv Kristinn

Re: hvaða blöndungur á 318 í scout?

Posted: 29.jan 2013, 11:10
frá Narfi
lenti einu sinni í því að aftari hólfin á scoutinum mínum opnuðusig ekki man reyndar ekki hvaða tor var í honum en lausnin var einföld bensínpedallin hafði rétt úr sér og hann náði ekki fullri gjöf .en þú ert eflaust búinn að skoða það hvort færslan sé nóg.

Re: hvaða blöndungur á 318 í scout?

Posted: 29.jan 2013, 12:58
frá Guðmundur Ingvar
Edelbrock blöndungurinn sem var á honum þegar ég fékk hann var með rafmagnsinnsogi, og virkaði alveg ágætlega, þegar bíllin var orðin heitur. En þegar hann var kaldur var hann alveg djöfullegur, kokaði og hóstaði þegar maður gaf í og drap á sér. maður þurfti að halda honum á gjöf þangað til hann fór að volgna.

Og já færslan er alveg nóg á gjöfinni, líklega er membran sem á að sjá um að opna seinni hólfin ekki að virka. Ég bara ætla ekki að gera við þetta, ef menn teldu þetta ekki vera "rétta" blöndungin á svona mótor.

Re: hvaða blöndungur á 318 í scout?

Posted: 29.jan 2013, 13:40
frá jongud
hefurðu íhugað EFI ?

Re: hvaða blöndungur á 318 í scout?

Posted: 29.jan 2013, 14:04
frá juddi
Uppsetning a blöndung beint úr kassanum er mjög hæpin að passi akkurat það þarf vanalega að stilla og jetta til að þetta virki sæmilega

Re: hvaða blöndungur á 318 í scout?

Posted: 29.jan 2013, 18:48
frá Guðmundur Ingvar
jongud wrote:hefurðu íhugað EFI ?


Er það ekki bara dýrt, aukið rafmagn og tölvuvesen?
annars hef ég ekkert skoðað þann möguleika

Annars var ég aðeins búin að fikta í stilliskrúfonum á holley, en kanski bara ekki nógu mikið.
ef ég gefst upp á fiktinu endar sjálfsagt bara með því að ég fæ einhvern með mér í lið sem veit meira um þetta en ég.

En myndu menn segja að edelbrock 675 væri of stór á svona mótor?

Re: hvaða blöndungur á 318 í scout?

Posted: 29.jan 2013, 19:36
frá tommi3520
Var innsogið að virka þegar hann var kaldur?? Hljómar eins og það hafi ekki virkað.

Re: hvaða blöndungur á 318 í scout?

Posted: 29.jan 2013, 19:40
frá Stebbi
Guðmundur Ingvar wrote:ef ég gefst upp á fiktinu endar sjálfsagt bara með því að ég fæ einhvern með mér í lið sem veit meira um þetta en ég.


Það er sjálfsagt það gáfulegasta sem þú getur gert í stöðuni.

Re: hvaða blöndungur á 318 í scout?

Posted: 29.jan 2013, 19:47
frá Guðmundur Ingvar
tommi3520 wrote:Var innsogið að virka þegar hann var kaldur?? Hljómar eins og það hafi ekki virkað.


Gæti samt einhver frætt mig á hvernig rafmagnsinsogið virkar?
fer það bara á þegar straum er hleypt á? hvað er það þá sem stjórnar því hvort það er á eða af?

Re: hvaða blöndungur á 318 í scout?

Posted: 29.jan 2013, 21:14
frá Svenni87
Fullt af snilldar videoum á youtube frá holley með stillingar fræðslu.

Re: hvaða blöndungur á 318 í scout?

Posted: 29.jan 2013, 23:37
frá Lalli
inná summit er nokkuð góð reiknivél fyrir blöndunga stærðir, þá bara seturðu inn kúbikstærðina og max RPM og þá færðu upp hvað þú þarft ca. stórann tor á græjuna
annars mynd ég kaupa nýjann tor, þá líka er þetta líka í lagi (nema þú sért með góðann og uppgerðann tor)

Re: hvaða blöndungur á 318 í scout?

Posted: 29.jan 2013, 23:52
frá Kiddi
Guðmundur Ingvar wrote:
tommi3520 wrote:Var innsogið að virka þegar hann var kaldur?? Hljómar eins og það hafi ekki virkað.


Gæti samt einhver frætt mig á hvernig rafmagnsinsogið virkar?
fer það bara á þegar straum er hleypt á? hvað er það þá sem stjórnar því hvort það er á eða af?


Þetta virkar þannig að innsogið er á þar til innsogspungurinn er orðinn heitur (hitnar af rafstraumnum).
Best er að hafa þetta tengt við alternatorinn þannig að innsogið fær ekki straum nema þegar mótorinn er að snúast.
Ef þetta er tengt á sviss þá getur komið upp sú staða að það er kannski búið að vera svissað á bílinn í þónokkurn tíma áður en hann er síðan settur í gang. Á þeim tíma er búinn að vera straumur á innsogspungnum og hann orðinn heitur og þá er ekkert innsog þegar köld vélin á að fara í gang.

Re: hvaða blöndungur á 318 í scout?

Posted: 30.jan 2013, 04:01
frá lecter
hér áður var maður með fjöður sem hitnaði en hún entist ekki nema 4-5 ár þá byrjaði hún að hálf virka og standa á sér þá fekk maður sér nýa og allt for i lag

litin blöndung fyrir standard vél ,, 600 economy fyrir SB eða minna

Re: hvaða blöndungur á 318 í scout?

Posted: 30.jan 2013, 23:48
frá íbbi
á venjulegan 318 myndi ég segja að 675 væri allt of stórt, 600 er eflaust mikið meira en til þarf líka,

hefur verið mikil lenska hér á landi að setja alltof stóra blöndunga, 650 4 hólfa á orginal 305/350 og og svo framvegis,

Re: hvaða blöndungur á 318 í scout?

Posted: 31.jan 2013, 01:15
frá Kiddi
.

Re: hvaða blöndungur á 318 í scout?

Posted: 02.feb 2013, 18:27
frá Guðmundur Ingvar
Hvert mynduð þið segja að væri best að snúa sér til að kaupa nýjan blöndung?
er ein típa eitthvað betri en önnur?
og hvaða stærð væri þá best að skoða, miðað við að fá þokkalegt afl útur vélinni, en ekki svo rosalega eyðslu til þess að gera

kv
Guðmundur

Re: hvaða blöndungur á 318 í scout?

Posted: 02.feb 2013, 19:10
frá Kiddi
Hvernig millihedd ertu með, knastás og svo framvegis?

Re: hvaða blöndungur á 318 í scout?

Posted: 02.feb 2013, 19:21
frá Guðmundur Ingvar
milliheddið er frá edelbrock
ég veit ekki betur en það sé allt orginal dótið inní mótornum
gleymdi reyndar að horfa eftir því hvernig gatið er í milliheddinu, en mig minnir að götin séu jafn stór aftan og framan (man ekki hvað það heitir)

Re: hvaða blöndungur á 318 í scout?

Posted: 02.feb 2013, 19:27
frá Kiddi
Já ef götin eru misstór (spread bore) þá myndi ég sjálfur skoða að fá bara nýjan/uppgerðan QuadraJet að utan... hönnunarlega séð finnst mér það lang skynsamlegustu blöndungarnir í þetta skak, svo lengi sem þeir eru í lagi það er að segja. Litlar líkur á að það sullist á milli hólfa og aftari hólfin opnast bara í takt við það sem vélin vill fá af lofti. Lítil fremri hólf sem gera hann skemmtilegan á lágum snúning.
En ef milliheddið er ekki spread bore þá væri líklega meira vit í að halda sig í square-bore...

Re: hvaða blöndungur á 318 í scout?

Posted: 02.feb 2013, 20:45
frá stebbiþ
Quadrajet. Ekki spurning.
Haltu þig frá Holley og Edelbrock/Carter draslinu. Eyðir miklu meira, lélegri hönnun, þolir engan halla eða mikin hristing. Quadrajetinn er hinsvegar frábær upp og niður brattar brekkur + hliðarhalla. Meira að segja nýji, rándýri off-road Holley Avenger torinn er lélegri en vel uppgerður Q-jet.
Ég er búinn að eiga þetta allt saman og ekkert keppir við Q-jetinn, sérstaklega hvað eyðslu varðar. Var með nýjan 600 cfm Edelbrock á Gúrkunni og eyddi hún eins og ég veit ekki hvað. Eyðslan snarminnkaði þegar ég fékk gamlan og skítugan Q-jet hjá Gulla Mopar-sjúklingi á Flúðum. Meira segja í kvartmílunni rústa þeir Holley og Carter, þegar stóru hólfinn koma inn. Þar er ég að tala um alveg blueprintaða factory stock blöndunga, eins og þeir nota í Super Stock í NHRA. Þar fara súpertjúnaðir (samt orginal) kaggar 10-11 sekúndu ferðir með Q-jet.
Nú er ég með 26 ára gamlan, orginal Q-jet á Söbbanum og hann eyðir bara alls ekkert svo miklu og virkar óaðfinnanlega. Svo er ég með annan í bílskúrnum sem bíður þess að verða gerður upp.

Það skiptir engu þótt þú sért með squarebore millihedd. Þú færð adapter hjá Summit fyrir 25-30 dollara.
http://www.summitracing.com/parts/edl-2696/overview/

Kv, Stebbi Þ.