Síða 1 af 1
Enginn straumur í háspennukefli
Posted: 28.jan 2013, 14:11
frá JóiE
Ég er í þeirri leiðinlegu aðstöðu að fá ekki straum í háspennukefli á 22RE ...
Lumið þið fróða fólk á einhverjum mögulegum lausnum á því?
Re: Enginn straumur í háspennukefli
Posted: 28.jan 2013, 15:22
frá sukkaturbo
Prufaðu að tengja beint af geymi í stutta stund og skoðaðu hvort bíllinn fari í gang. Gæti verið mótstaða sem lækar spennuna inn á háspennukeflið kveðja guðni
Re: Enginn straumur í háspennukefli
Posted: 28.jan 2013, 15:24
frá JóiE
sukkaturbo wrote:Prufaðu að tengja beint af geymi í stutta stund og skoðaðu hvort bíllinn fari í gang. Gæti verið mótstaða sem lækar spennuna inn á háspennukeflið kveðja guðni
Ég skal prufa það.. takk
Re: Enginn straumur í háspennukefli
Posted: 28.jan 2013, 15:28
frá lecter
það fór öryggi já mér einu sinni i svona hilux 2,4 bensin ,, svo hann stoppaði ,,
Re: Enginn straumur í háspennukefli
Posted: 31.jan 2013, 11:56
frá JóiE
sukkaturbo wrote:Prufaðu að tengja beint af geymi í stutta stund og skoðaðu hvort bíllinn fari í gang. Gæti verið mótstaða sem lækar spennuna inn á háspennukeflið kveðja guðni
Straumurinn á að koma í gegnum "plug-tengi" á háspennukeflinu... hvar er þá best að tengja strauminn beint?
Re: Enginn straumur í háspennukefli
Posted: 31.jan 2013, 12:55
frá sukkaturbo
Sæll settu straum á plúspólinn á háspennukeflinu beint af geymi í stutta stund og prufaðu að setja í gang þannig . Annað færðu nokkuð neista á kertin.
Re: Enginn straumur í háspennukefli
Posted: 31.jan 2013, 13:42
frá JóiE
sukkaturbo wrote:Sæll settu straum á plúspólinn á háspennukeflinu beint af geymi í stutta stund og prufaðu að setja í gang þannig . Annað færðu nokkuð neista á kertin.
Nei það kemur enginn neisti af kertunum
Re: Enginn straumur í háspennukefli
Posted: 31.jan 2013, 17:47
frá olei
Hér er teikning af 92 4 runner með 22RE
Straumurinn kemur beint frá sviss eftir vír sem er merktur B_R (væntanlega svartur/rauður, gegnum eitt tengi (IH-1, pinni 14) og gefur straum inn á spíssana og líka keflið. Það er ekki að sjá nein öryggi eða relay á leiðinni.
Re: Enginn straumur í háspennukefli
Posted: 10.feb 2013, 15:53
frá JóiE
Setti straum beint á keflið og það virkar þá fínt.. en árans bensíndælan vill ekki taka við sér.
Re: Enginn straumur í háspennukefli
Posted: 10.feb 2013, 17:08
frá Hlunkur
kviknar vélarljósið í mælaborðinu þegar þú svissar á ?
Re: Enginn straumur í háspennukefli
Posted: 10.feb 2013, 21:04
frá JóiE
Já.. það koma ljós í mælaborðið, en ekkert svona "check engine" ljós
Re: Enginn straumur í háspennukefli
Posted: 10.feb 2013, 23:55
frá sukkaturbo
Findu öryggið fyrir bensíndæluna og þá háspennukeflið í leiðinni
Re: Enginn straumur í háspennukefli
Posted: 11.feb 2013, 08:57
frá JóiE
þetta rafmagns #$%&/#$% ætti bara að borga einhverjum til að redda þessu