Síða 1 af 1
Vacum læsing í patrol
Posted: 26.jan 2013, 21:48
frá Refur
Var að gramsa í Patrol bifreið minni í dag...
Afturlásinn hefur aldrei virkað, fór að skoða þetta.
Fæ ekkert sog úr hvorugu rörinu aftur við læsingarmembru, get læst með eigin lungum og læsingin fer af ég sleppi.
Mikil tregða í rörinu sem læsir en hitt er alveg stíflað.
Rofinn/deilirinn fram í húddi er grunsamlegur, pluggið var mælt í bak og fyrir og virðist straumurinn koma rétt í það.
Rofinn samanstendur af tveim segullokum, sá efri sogar stöðugt hvort sem Diff lock takkinn er á on eða off.
Sá neðri gerir hinsvegar ekki neitt, reif þetta í spað og prófaði að spreyja inn í lokann sem ekkert gerir en það breyttist ekkert.
Þekkir einhver hvernig þetta á að virka, er stöðugt vacum á membruna til að halda læsingunni af?
Það á varla að vera vacum þeim hluta á meðan læsingin er á?
Og annað til, hafa menn verið að leggja nýjar lagnir aftur undir bílnum úr plasti?
Kv. Villi læsingalausi
Re: Vacum læsing í patrol
Posted: 26.jan 2013, 23:14
frá olei
Já, það á að vera stöðugt vakúm á membrunni til að halda læsingunni af. Það er ábyggilega fínt að leggja nýjar lagnir að þessu úr plasti.
Re: Vacum læsing í patrol
Posted: 26.jan 2013, 23:44
frá stebbi1
En ef það er stöðgut vacum til að halda henni af, lendir maður þá í því að það læsist ef t.d vacumdælann eyðilegst eða slanga fer í sundur?
Re: Vacum læsing í patrol
Posted: 26.jan 2013, 23:49
frá Refur
Varla, fyrst það kemur ekkert sog í aftur við hásingu, og læsingin hefur ekki verið á, en ef svo á að vera getur varla verið að sogið til að halda henni af eigi líka að vera á þegar læsingin er á.
Re: Vacum læsing í patrol
Posted: 27.jan 2013, 00:04
frá stjanib
stebbi1 wrote:En ef það er stöðgut vacum til að halda henni af, lendir maður þá í því að það læsist ef t.d vacumdælann eyðilegst eða slanga fer í sundur?
Það er lítill gormur inn í vacuum læsingunni ( membruni ) sem á að halda henni svo að hún læsist ekki þegar að þú missir vacuumið..
Re: Vacum læsing í patrol
Posted: 27.jan 2013, 09:45
frá cameldýr
Refur wrote:Rofinn samanstendur af tveim segullokum, sá efri sogar stöðugt hvort sem Diff lock takkinn er á on eða off.
Sá neðri gerir hinsvegar ekki neitt, reif þetta í spað og prófaði að spreyja inn í lokann sem ekkert gerir en það breyttist ekkert.
Kv. Villi læsingalausi
Sogið á að færast af annari slöngunni yfir á hina eftir því hvort þú splittar eða tekur splittinguna af.
Re: Vacum læsing í patrol
Posted: 27.jan 2013, 11:03
frá Refur
Ég var einmitt að hugsa hvort það ætti ekki að vera þannig, og bjóst líka við því að það væri gormur innan við membruna, nennti ekki að rífa utan af hásingunni í gær til að skoða það en læsingin sjálf virkar allavega.
Þá er bara að útvega sér rofa og leggja ný rör aftur að hásingu.
Kv. Villi
Re: Vacum læsing í patrol
Posted: 27.jan 2013, 11:36
frá solemio
þarft að hafa bílinn í lágadrifinu til að læsingin fari á
Re: Vacum læsing í patrol
Posted: 27.jan 2013, 12:04
frá cruser 90
Ég lenti í því að læsingin virkaði ekki hjá mér þá var annar stúturin fullur af drullu þannig að vagúmið náði ekki að soga hana á
Re: Vacum læsing í patrol
Posted: 27.jan 2013, 13:21
frá Refur
solemio wrote:þarft að hafa bílinn í lágadrifinu til að læsingin fari á
Nohh! Ég verð að viðurkenna að ég steingleymdi þessu smáatriði í spekúleringunum, ætli það sé ekki best að prófa það áður en maður dæmir rofann ónýtann.
cruser 90 wrote:Ég lenti í því að læsingin virkaði ekki hjá mér þá var annar stúturin fullur af drullu þannig að vagúmið náði ekki að soga hana á
Önnur lögnin er alveg kolstífluð hjá mér, hugsa að ég leggi ný rör.
Kv. Villi
Re: Vacum læsing í patrol
Posted: 27.jan 2013, 14:09
frá jeepson
Við lögðum plast rör fyrir læsinguna í mínum bíl. En ég minnist þess ekki að það sé gormur til að halda læsinguni af. Ég var með svona pung í höndunum og var að prufa hann og það var ekkert sem að hélt honum aflæstum.
Re: Vacum læsing í patrol
Posted: 27.jan 2013, 14:40
frá Refur
Prófaði að setja í lága drifið og setja snúa takkanum. Það virkaði, þá er allavega einu vandamálinu færra.
Gísli, hvar keyptirðu lagnaefnið og hvað kostaði það ca?
Kv. Villi
Re: Vacum læsing í patrol
Posted: 27.jan 2013, 18:50
frá jeepson
Fékk það hjá félaga mínum. Þetta eru bara sört loft plast rör.