Síða 1 af 1

Aukamiðstöð

Posted: 07.feb 2010, 17:48
frá gislisveri
Er einhver hér sem hefur reynslu af bensínmiðstöðvum? Eru þær eitthvað skárri en díselmiðstöðvar hvað varðar hávaðann? Hver er annars munurinn?

Re: Aukamiðstöð

Posted: 07.feb 2010, 18:04
frá Polarbear
þær bensín/díselmiðstöðvar sem ég hef skoðað hafa allar sama gallann, þessa fjandans tikk-dælu sem getur gert hvern mann geðveikan.

hinsvegar er stórmunur á hávaða í bensín/dísel miðstöð annarsvegar og gasmiðstöð hinsvegar. ég er ekki í vafa um að ég set gasmiðstöð í ferðavagninn minn, ekki díselmiðstöð, nánar tiltekið Trumatic E2400.

Re: Aukamiðstöð

Posted: 07.feb 2010, 19:34
frá Sævar Örn
Gasmiðstöð ekki spurning og ef þú ert að spá í þetta til að hita upp súkkuna þá prímus bara :)

Re: Aukamiðstöð

Posted: 07.feb 2010, 19:41
frá gislisveri
Ég veit að gasmiðstöð er málið, en ég á til bensínmiðstöð og er bara að spá hvort það sé fyrirhafnarinnar virði að fiffa þetta í. Kann sæmilega á díselrellurnar en hef aldrei átt við bensíngræju.

Re: Aukamiðstöð

Posted: 07.feb 2010, 21:39
frá Stebbi
Ertu að spá í að hafa hana inní bíl eða í húddinu?

Re: Aukamiðstöð

Posted: 07.feb 2010, 22:19
frá EinarR
Príus :D haha. súkkan er svo litið einangruð að ef þú einangrar hana er það nóg :D en ég hef ekki reynslu nema af gasmiðstöðvum og þær skila sínu fyrir lítin kosnað. allavega í húsbílnum góða.

Re: Aukamiðstöð

Posted: 07.feb 2010, 22:24
frá gislisveri
Húddinu, nóg pláss þar.

Re: Aukamiðstöð

Posted: 07.feb 2010, 22:26
frá EinarR
það er hérumbil nægt pláss fyrir aðra vél í pörtum. grínlaust.

Re: Aukamiðstöð

Posted: 11.feb 2010, 20:07
frá Stebbi
Er þá nokkuð annað en að græja hana beint inná miðstöðvarstokkinn og setja í gang. Hávaðinn í henni ætti varla að halda vöku fyrir mönnum á meðan hún er í húddinu.

Re: Aukamiðstöð

Posted: 11.feb 2010, 20:20
frá gislisveri
Hún myndi amk halda vöku fyrir öllum öðrum í grendinni :)
Annars er nú hæpið að sofa í þessu skóhorni svo hún yrði nú líklega ekki nýtt í svoleiðis. Frekar bara til að hafa heitan bíl á morgnana fyrir krílin.
En ég held ég geymi þetta í bili, miklu meira vit í að koma fyrir góðri loftdælu og svona.
Þakka góð ráð.

Re: Aukamiðstöð

Posted: 11.feb 2010, 20:48
frá Kiddi
Pabbi er með bensínmiðstöð (Webasto) í Econoline og hún er nú ekki háværari en svo að hún var sett bakvið klæðningu í hliðinni afturí. Helsti gallinn við hana er að hún þarf rafmagn til þess að keyra.

Re: Aukamiðstöð

Posted: 11.feb 2010, 21:16
frá Stebbi
Hvernig græja er þetta, er þetta kælivatnshitari eða hitablásari?

Re: Aukamiðstöð

Posted: 11.feb 2010, 21:33
frá Kiddi
Heyrðu þetta er bara hitablásari sem blæs inn í miðstöðvarrörin aftur í bílnum