Síða 1 af 1

Loftsíu olía í K&N

Posted: 24.jan 2013, 05:32
frá stebbi1
Var að skola úr K&N síunni svona úr því að jálkurinn bíður eftir varahlutum.
var að spá hvaða olíu menn notuðu í síuna aftur.
mér var bennt á þessa--> http://www.motul.com/is/en/products/492 þegar ég var í verslunnarleiðangri á Akureyri um dagin og verslaði hana.
vildi bara heyra ykkar álit áður en ég úða þessu í hana.

svo annað, hvað setur maður mikið í síunna?

Re: Loftsíu olía í K&N

Posted: 24.jan 2013, 07:33
frá Magni
Hef alltaf notað K&N settið sem Bílabúð Benna selur. Það inniheldur hreinsiefni og olíu.

Re: Loftsíu olía í K&N

Posted: 24.jan 2013, 15:05
frá Startarinn
Liturinn í olíunni er til að þú sjáir hana dreyfa sér, þú setur bara þartil allt er orðið blátt á litinn ( ef þú notar motul olíuna)
Það skiptir engu þó þú setjir aðeins of mikið, það hreinsar sig úr þegar bíllinn er búinn að ganga smá

Re: Loftsíu olía í K&N

Posted: 24.jan 2013, 16:16
frá lecter
með og á móti k&N

hver er með og á móti

Re: Loftsíu olía í K&N

Posted: 24.jan 2013, 16:42
frá lecter
ég setti þetta svona fram ,, var með ram 96 318 magnum, á 35" sem var að eiða 16,5 -17, á láng keyrslu,, setti k&N kitt i hann sem kostaði 60,000 hjá benna og átti að vera svaka fint ,, en sama eiðsla samt sem áður ,, svo eru sumir sem tala um að K&N sé ekki að taka fint ryk og öskuna ,, eins og pappasýurnar gera

Re: Loftsíu olía í K&N

Posted: 24.jan 2013, 16:59
frá halli7
lecter wrote:ég setti þetta svona fram ,, var með ram 96 318 magnum, á 35" sem var að eiða 16,5 -17, á láng keyrslu,, setti k&N kitt i hann sem kostaði 60,000 hjá benna og átti að vera svaka fint ,, en sama eiðsla samt sem áður ,, svo eru sumir sem tala um að K&N sé ekki að taka fint ryk og öskuna ,, eins og pappasýurnar gera

Held að eiðsla eigi nú ekkert að lækka við K&N síu.

Re: Loftsíu olía í K&N

Posted: 24.jan 2013, 19:51
frá gislisveri
Ein pæling: Ef markmiðið er að fá meira flæði í gegnum loftsíuna, afhverju þá ekki að setja stærri lofthreinsara og þ.m. síu? Í mörgum bílum er nóg pláss til þess.

Ég hef nú ekki persónulega reynslu af K&N, en ég man að fyrir nokkrum árum þegar tveir félagar mínir áttu Hilux (EFI) og notuðu K&N síu, þá gáfu sig loftflæðiskynjararnir svo ekki þótti eðlilegt. Í einhverjum tilvikum dugaði að hreinsa skynjarann, svo maður getur ímyndað sér að annað hvort hafi olía úr síunni sest á skynjarann, eða þá að sían hafi hleypt einhverjum skít í gegnum sig sem Hiluxinn er viðkvæmur fyrir.

Kv.
Gísli.

Re: Loftsíu olía í K&N

Posted: 24.jan 2013, 20:06
frá lecter
já en alla vega eiga opnar siur eða sveppir ekker erindi i jeppa sem er á fjöllum ,, þar sem ryk ,snjór og vatn i ám á geiða leið i siuna ,,,

Re: Loftsíu olía í K&N

Posted: 24.jan 2013, 20:24
frá stebbi1
Þannig að það ætti semsagt að vera í góðu að nota motul olíunna.

Ég sé ekki afhverju fínnt ryk og aska ætti ekki að festast í olíunni, loftinntakið hjá mér er fremmst vinnstra meginn og svona frekar opið á móti akstursstefnu, þannig að ef ég ek á eftir einhverjum á rykugum vegi ætti rykið að mokast inní hana.
Núna þegar ég tók hana úr var hún svört að utann þar sem opið á boxinu er, en það kom reyndar ekki mikill skítur úr henni.
Svo finnst mér nú að K&N ætti að fara betur með sig í kófi, þar sem olíann hrindir væntannlega belytunni betur frá sér en pappasía

Re: Loftsíu olía í K&N

Posted: 24.jan 2013, 20:44
frá Hfsd037
lecter wrote:já en alla vega eiga opnar siur eða sveppir ekker erindi i jeppa sem er á fjöllum ,, þar sem ryk ,snjór og vatn i ám á geiða leið i siuna ,,,



Svo er líka svo leiðinlegt soghljóð frá sveppnum.
En maður getur líka fengið hringlagaða eða flata K&N síu sem fer í loftsíuhúsið