Úrhleypi kerfi

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
andrig
Innlegg: 167
Skráður: 31.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Andri Þór Gíslason
Bíltegund: Dodge Ram 2500
Staðsetning: Reykjavík
Hafa samband:

Úrhleypi kerfi

Postfrá andrig » 22.jan 2013, 16:55

Góðan daginn...
er svona að sanka að mér öllu sem viðkemur úrhleypikerfi og fá skoðun á þessu áður en þetta fer í framkvæmd.
Úrhleypibúnaður.jpg


Svona hafði ég hugsað mér þetta, hafa menn eitthvað út á þetta að setja?
það sem vantar inná teikninguna eru náttúrulega kúlulokar á loftkistuna, en annað er þarna held ég..


- Dodge RAM Cummins 2500, 2001 38"


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Úrhleypi kerfi

Postfrá lecter » 22.jan 2013, 17:24

AC dælan hefur oliuskilju eftir til að olia berist ekki á dekkinn með loftinu ,,ok ,, en hvernig smurkerfi notar þú fyrir AC dæluna ertu með dropa skamtað glas á intakinu ,, þetta er dæla sem hefur ekki oliu i sér og fær kælinguna og smurningu úr kælivökvanum ,, bara crysler stimpladælan hefur oliu ,,, en þessar rafm dælur eru til oliu lausar ,,,sem er best

User avatar

Höfundur þráðar
andrig
Innlegg: 167
Skráður: 31.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Andri Þór Gíslason
Bíltegund: Dodge Ram 2500
Staðsetning: Reykjavík
Hafa samband:

Re: Úrhleypi kerfi

Postfrá andrig » 22.jan 2013, 17:41

svopni wrote:Hversvegna 3 útganga fyrir mæla? Annars flott settup. Svipað og ég gerði í Patrol sem ég átti. Einfalt og virkar.

1 mælir er fyrir þrýsting milli 0 og 10 psi, er með analog mæla og til að sjá nákvæmlega hvaða psi ég er á.
1 mælir 0-30 psi
og einn stærri fyrir þrýsting á loftkút.

svopni wrote:Og já, ef þú ert með sér kút fyrir þetta kerfi, settu þá öryggisventil á hann sem sér um að hleypa vatni út og passar að ekki undir neinum kringumstæðum geti pressure farið yfir t.d 35 psi.


myndirðu ekki hafa meira en 35psi á kútnum? er með c.a 20L kút.
- Dodge RAM Cummins 2500, 2001 38"


JeepKing
Innlegg: 98
Skráður: 19.júl 2010, 14:28
Fullt nafn: Jónas Olgeirsson

Re: Úrhleypi kerfi

Postfrá JeepKing » 22.jan 2013, 17:49

lecter wrote:AC dælan hefur oliuskilju eftir til að olia berist ekki á dekkinn með loftinu ,,ok ,, en hvernig smurkerfi notar þú fyrir AC dæluna ertu með dropa skamtað glas á intakinu ,, þetta er dæla sem hefur ekki oliu i sér og fær kælinguna og smurningu úr kælivökvanum ,, bara crysler stimpladælan hefur oliu ,,, en þessar rafm dælur eru til oliu lausar ,,,sem er best


ég gef minni dælu bara snafs mjög sjaldann af 2T en annars eru til smurglös sem virka alveg fínt
það er alveg hægt að spara sér oliuskilju þegar menn eru með loftkút. þú þarf alltaf hvotið er að hafa á honum krana til að tappa vanti af öðru hvoru... því ekki að tappa olíunni af þar líka..

talandi um loft mæla þá er þetta það sem mér langar í..

Image

http://www.tyrepal.co.uk/products/tpms-for-cars-specification
Pajero 2.8 44"
Ford Fiesta


Jónas Fr.

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Úrhleypi kerfi

Postfrá AgnarBen » 22.jan 2013, 18:03

Ég snafsa AC dæluna bara fyrir hverja ferð með sjsk.olíu, ekkert smurkerfi.

Það vantar hjá þér þrýstijafnara á milli kúts og kistu, verður að hafa hann til að skemma ekki mælana. Ég stillti hann þannig að það eru aldrei meira en 30 psi inn á kistunni.

Ég pantaði mér mæli af Ebay sem sýnir 0-5 psi og hann er snilld, ég nota hann mikið !

Þú ætlar að útfæra þetta sýnist mér mjög svipað og ég gerði, hérna er mín teikning

Image

og hér er mín útfærsla á þessu en það er ansi lítið pláss í Cherokee til að koma þessu fyrir :) Aftari kúlulokinn utan á stokknum er til að pumpa í dekkin (inn á kistuna) og fremri kúlulokinn er til að hleypa loftinu úr dekkjunum (kistunni).

Image

Kistann felld niður í stokkinn undir handbremsunni og kúlulokarnir skrúfaðir í kistuna. Einn mælir fyrir dekkjaþrýsting (þrýstingur í kistunni) 0-30 psi og annar fyrir þrýstinginn í kútnum. Svo þegar ég er kominn undir 5 psi þá tengi ég nákvæma mælinn beint við kistuna með bílventli sem sést ekki á þessari mynd. Eini "gallinn" við þetta kerfi er að ég þarf að loka fyrir 0-5 psi mælinn í hvert skipti sem ég pumpa í dekkin en ég hef bara vanið mig á það að vera alltaf með lokað fyrir nákvæma mælinn nema rétt þegar ég er að hleypa úr.

Image
Síðast breytt af AgnarBen þann 22.jan 2013, 18:49, breytt 6 sinnum samtals.
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: Úrhleypi kerfi

Postfrá Navigatoramadeus » 22.jan 2013, 18:12

svopni wrote:Og já, ef þú ert með sér kút fyrir þetta kerfi, settu þá öryggisventil á hann sem sér um að hleypa vatni út og passar að ekki undir neinum kringumstæðum geti pressure farið yfir t.d 35 psi.


myndirðu ekki hafa meira en 35psi á kútnum? er með c.a 20L kút.[/quote]

það á að standa á kútnum hvað hann þolir, tillaga fyrst þú ert með svona stóran kút (20L) að setja lögn að honum með venjulegum dekkjaventli (hvort Agnarben hafi þetta í bensínlokinu) og þá gætirðu farið á bensínstöð áður en leggur af stað til að fylla á kútinn, fljótlegra nema sért með þess öflugri AC-dælu.

segi svona því ég veit ekki hvað AC-dælan getur komið háum þrýstingi frá sér en lítil heimaloftdæla kemst upp í ein 8 bar (118psi) og held að bensínstöðvadælur geri það líka (vörubíladekk ofl eru oft með langt yfir 100psi) og þannig gætirðu tekið sæmilega rýmd með þér (20L * 6bar = 120ltr)

dreg frá 2 bar ef það eru 2 bar (30psi) í dekkinu.

svona af forvitni, vitiði hvað þessar dælur eru að afkasta í streymi og þrýstingi ?

mbk. JI

User avatar

Geiri
Innlegg: 127
Skráður: 01.feb 2010, 23:03
Fullt nafn: Sigurgeir Valgeirsson
Bíltegund: Trooper 35"

Re: Úrhleypi kerfi

Postfrá Geiri » 22.jan 2013, 18:32

Ég útbjó kerfið hjá mér þannig að ég er með 4mæla og 4 ventla inní bíl, þannig get ég mælt með handmæli mjög nákvæmt loftþrýsting og með hinum mælinum sem er ekkert alltof nákvæmur á litlum þrýsting get ég fylgst með hvort ég sé nokkuð að tapa lofti úr einhverju dekki, þar sem þessi búnaður getur alltaf farið að leka.
Bæði ventla og mæla er ég með staðsetta eftir kúluloka út í hvert hjól.

Image


Image


Image

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Úrhleypi kerfi

Postfrá AgnarBen » 22.jan 2013, 18:34

Ég er með úttak fyrir venjulega slöngu í bensínlokinu ef úrhleypibúnaðurinn bilar eitthvað. AC dælurnar eru mjög öflugar ef vélinni er haldið á einhverjum snúning og slá bensínstöðvardælunum held ég auðveldlega við. Fini rafmagnsdælan er að dæla 150 lítrum á mínútu og ætli AC dælurnar séu þá ekki á milli 150-200 l/mín á fullum afköstum !

Ef ekki er notast við AC dælu í þessu setup-i hjá mér heldur rafmagnsdælu þá þarf að bæta við aflestunarloka á undan einstefnulokanum. Rafmagnsdælur eru ekki hrifnar af því að starta upp undir álagi.
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

Höfundur þráðar
andrig
Innlegg: 167
Skráður: 31.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Andri Þór Gíslason
Bíltegund: Dodge Ram 2500
Staðsetning: Reykjavík
Hafa samband:

Re: Úrhleypi kerfi

Postfrá andrig » 22.jan 2013, 19:07

@AgnarBen
Afhverju léstu sjóða eyru á felgurnar en ekki bara flatjárn beint?
- Dodge RAM Cummins 2500, 2001 38"


Kalli
Innlegg: 410
Skráður: 27.júl 2010, 18:28
Fullt nafn: Karl Guð
Bíltegund: Cherokee 2007

.

Postfrá Kalli » 22.jan 2013, 19:50

.
Síðast breytt af Kalli þann 08.nóv 2014, 13:26, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

Magni
Innlegg: 474
Skráður: 11.aug 2011, 15:42
Fullt nafn: Magni Helgason
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Úrhleypi kerfi

Postfrá Magni » 22.jan 2013, 19:57

AgnarBen wrote:Ég er með úttak fyrir venjulega slöngu í bensínlokinu ef úrhleypibúnaðurinn bilar eitthvað. AC dælurnar eru mjög öflugar ef vélinni er haldið á einhverjum snúning og slá bensínstöðvardælunum held ég auðveldlega við. Fini rafmagnsdælan er að dæla 150 lítrum á mínútu og ætli AC dælurnar séu þá ekki á milli 150-200 l/mín á fullum afköstum !

Ef ekki er notast við AC dælu í þessu setup-i hjá mér heldur rafmagnsdælu þá þarf að bæta við aflestunarloka á undan einstefnulokanum. Rafmagnsdælur eru ekki hrifnar af því að starta upp undir álagi.



AC dælur eru mjög misjafnar eins og þær eru margar. En mér að sagt að hafa bílinn aldrei á snúning þegar verið er að dæla með þeim...
- Nissan Patrol 2008 L86 V8 44AT -

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Úrhleypi kerfi

Postfrá Hfsd037 » 22.jan 2013, 20:02

Nú er ég búinn að pæla svoldið i að smíða mér kerfi í minn og ég á eina Fini dælu
Er nóg að nota bara eina Fini dælu með einum kút?
Svo hef ég líka verið að spá hvaða staðsetning henti dælunni best, langar helst að sleppa því að hafa hana inn í bíl eða upp á palli, stimpillinn er opinn undir og er því frekar viðkvæmur fyrir ryki og drullu
Síðast breytt af Hfsd037 þann 22.jan 2013, 22:44, breytt 1 sinni samtals.
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Úrhleypi kerfi

Postfrá AgnarBen » 22.jan 2013, 20:38

andrig wrote:@AgnarBen
Afhverju léstu sjóða eyru á felgurnar en ekki bara flatjárn beint?


Bara til að geta tekið flatjárnin/búnaðinn af :)
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Úrhleypi kerfi

Postfrá AgnarBen » 22.jan 2013, 20:56

Magni81 wrote:
AgnarBen wrote:Ég er með úttak fyrir venjulega slöngu í bensínlokinu ef úrhleypibúnaðurinn bilar eitthvað. AC dælurnar eru mjög öflugar ef vélinni er haldið á einhverjum snúning og slá bensínstöðvardælunum held ég auðveldlega við. Fini rafmagnsdælan er að dæla 150 lítrum á mínútu og ætli AC dælurnar séu þá ekki á milli 150-200 l/mín á fullum afköstum !

Ef ekki er notast við AC dælu í þessu setup-i hjá mér heldur rafmagnsdælu þá þarf að bæta við aflestunarloka á undan einstefnulokanum. Rafmagnsdælur eru ekki hrifnar af því að starta upp undir álagi.



AC dælur eru mjög misjafnar eins og þær eru margar. En mér að sagt að hafa bílinn aldrei á snúning þegar verið er að dæla með þeim...


Af hverju í ósköpunum ekki ? AC dælur eru nú í gangi heilu og hálfu dagana í heitari löndum, bæði á ferð og þegar bílar eru kyrrstæðir ...
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


Aparass
Innlegg: 308
Skráður: 25.sep 2011, 21:29
Fullt nafn: Guðni Þór Scheving

Re: Úrhleypi kerfi

Postfrá Aparass » 22.jan 2013, 21:19

Þá er líka smurefni ásamt kælivökva í lögninni og smurefnið dælist hring eftir hring í kerfinu svo dælan er alltaf smurð og fín. Við erum bara að sjússa dælurnar manualt eða nota rakaglös sem hleypa aftur olíunni inn í dæluna þegar það slöknar á henni og þrýstingur fellur.


solemio
Innlegg: 714
Skráður: 24.mar 2011, 20:12
Fullt nafn: Sigurður Óli Bragason

Re: Úrhleypi kerfi

Postfrá solemio » 22.jan 2013, 23:05

ég er nú bara með smurkopp á ac dælunni hjá mér og gef henni öðruhverju eitt-tvö pumpuslög af prolong feiti.
koppa feitinn fer ekki svo auðveldlega úr dælunni og ef svo er ,sest hún í botn loftkútanna


stebbi1
Innlegg: 170
Skráður: 03.feb 2010, 17:23
Fullt nafn: Stefán Grímur Rafnsson
Bíltegund: Nissan Patrol
Staðsetning: Vopnafjörður

Re: Úrhleypi kerfi

Postfrá stebbi1 » 23.jan 2013, 00:19

Sælir
er á leiðinni í að setja svona í patroll Y60, hvar hafa menn staðsett þetta smekklega í þeim?

í mínum er orginal ACdæla með sérsmíðaðri smurskilju frá fyrri eiganda og get ég fylgst með dælunni totta olíu inná sig í gegnum glæra slöngu á meðann hún vinnur
læt hann snúast svona 1000-1200 ef mér liggur á, þá dælir hún vel.
44" Nissan patrol (ofur~patti)
35" Suzuki samurai árg 92
35" suzuki samurai 6x6
Chervolet blazer 74 árg

----------Suzuki half the size twice the guts----------

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Úrhleypi kerfi

Postfrá Freyr » 23.jan 2013, 01:17

Varðandi smurningu á AC dælu leysti ég það á eftirfarandi hátt:

Mér leist ekkert á að hringrása úr skiljunni aftur og aftur gegnum dæluna þar sem olían blandast stöðugt með vatni við notkunn. Ég er með smurglas á lögninni að dælu, á það glas fylli ég með rarius loftþjöppuolíu með nokkrum dropum af millitec út í. Síðan er skilja á lögninni frá dælu en það glas þarf ég að tæma til að losna við vatnsblandaða olíuna, það er þó ekki mikið vatn í henni eftir einungis eina ferð gegnum dæluna. Olíumagnið er stillanlegt á smurglasinu, skammta þannig að ég þarf að tæma og fylla glösin á kanski 3 - 4 ferða fresti...

Kv. Freyr


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 53 gestir