Síða 1 af 1
					
				Patrol menn með lógír.
				Posted: 21.jan 2013, 23:40
				frá RunarG
				Sælir spjallverjar, 
hvernig útbúið þið stangirnar á millikassa og lógír þegar það er kominn lógír í bílinn?
er að vandræðast með stangirnar niðrá kassa, hvernig er best að koma þessu fyrir?
eitthver með myndir og/eða útskýringar? :)
			 
			
					
				Re: Patrol menn með lógír.
				Posted: 22.jan 2013, 09:32
				frá Þorri
				Ég var með einn svona í yfirhalningu um daginn hann var með lofttjakk á logírnum.
			 
			
					
				Re: Patrol menn með lógír.
				Posted: 22.jan 2013, 16:50
				frá andrig
				Við erum bara með stöng sem kemur upp við hliðiná sætinu, finst það ofsa fínt.
			 
			
					
				Re: Patrol menn með lógír.
				Posted: 22.jan 2013, 17:18
				frá sukkaturbo
				Þú getur líka smíðað stöng sem er toguð upp til að setja í lógírinn og ítt niður til að taka hann úr. Engin fram og afturfærsla og fer lítið fyrir þessu. kveðja guðni
			 
			
					
				Re: Patrol menn með lógír.
				Posted: 22.jan 2013, 22:04
				frá RunarG
				jáa... en spurningin er, hvernig eru þið að græja þetta niðri á kössum? eru þið með eitthverjar myndir hvernig þið smíðið stangirnar í kringum hvor aðra til að koma þeim fyrir?
			 
			
					
				Re: Patrol menn með lógír.
				Posted: 22.jan 2013, 23:09
				frá stjanib
				RunarG wrote:jáa... en spurningin er, hvernig eru þið að græja þetta niðri á kössum? eru þið með eitthverjar myndir hvernig þið smíðið stangirnar í kringum hvor aðra til að koma þeim fyrir?
Hér er t.d ein uppsetning sem ég fann á netinu með stangir...
http://blog.ruggedrocksoffroad.com/2009 ... e-adapter/En ég er alveg sammála að lofttjakkur er málið..
 
			 
			
					
				Re: Patrol menn með lógír.
				Posted: 23.jan 2013, 02:21
				frá Brjótur
				nu ætla eg að vera neikvæður :) loftstyring er bara til þess fallin að bila a þessu dæmi,  logirinn er það litið notaður að þetta verður bara fast og bilað þegara a að nota hann, eg notaði svona stykki eins og sexst a myndinni sem Stjani vinur minn setti inn herna let þetta stykki snua fram utbjo klof a endann og bjo svo til stöng fra þessu upp i gegnum golfið i hliðinni a stokknum sem er utanum girkassann toga upp i girinn og yta niður ur honum, bilar aldrei :) einfalt er best hehe
Kveðja Helgi
			 
			
					
				Re: Patrol menn með lógír.
				Posted: 23.jan 2013, 11:01
				frá Þorri
				patrolinn sem ég var að græja um daginn var búinn að standa í 6 ár ekki var lofttjakkurinn fastur í honum. Gæti verið útaf því að tjakkurinn er úr ryðfríu.
			 
			
					
				Re: Patrol menn með lógír.
				Posted: 23.jan 2013, 12:52
				frá Brjótur
				Alltaf er vist að menn hafa sinar skoðanir a malunum :) og það er bara fint, en eg sagði held eg nu aldrei að tjakkurinn myndi bila :)  en það er drasl i kringum þetta styringar og svo a það til að myndast raki i þessum loftkerfum og vitið til að það frys akkurat þegar þu þarft að nota þetta,  og Svopni  ja eg vildi hafa barkalæsingar :)  eg kys einfaldleikann bilar minna og eg get gert við lika :) ekki bara verksætðin :)  gangi þer bara vel hvernig sem þu utfærir þetta.
kveðja Helgi
			 
			
					
				Re: Patrol menn með lógír.
				Posted: 23.jan 2013, 13:04
				frá Kiddi
				Barkalæsingar eru of flóknar strákar, nospin er eina vitið!
			 
			
					
				Re: Patrol menn með lógír.
				Posted: 31.jan 2013, 20:50
				frá Oskar K
				ég sá þetta græjað með barka og inngjafarhandfangi af slátturvél í econoline 44"
			 
			
					
				Re: Patrol menn með lógír.
				Posted: 31.jan 2013, 21:46
				frá Stebbi
				Kiddi wrote:Barkalæsingar eru of flóknar strákar, nospin er eina vitið!
Hvar er Like takkinn ??