Síða 1 af 1
Lakk fyrir felgur
Posted: 20.jan 2013, 22:22
frá Karvel
Jæja hvaða lakk mæla menn fyrir stálfelgur ? helst í spraybrúsaformi, er með felgur sem ég sandblæs ekki og þarf einhverja sterka og þykka húð á felgurnar.
Re: Lakk fyrir felgur
Posted: 20.jan 2013, 22:57
frá kjartanbj
láta pólýhúða?
Re: Lakk fyrir felgur
Posted: 20.jan 2013, 23:04
frá Karvel
nii, það er verið að spara aurinn.
Re: Lakk fyrir felgur
Posted: 20.jan 2013, 23:53
frá Cruser
Spara aurinn og henda krónunni? Nei bara svona
Kv Bjarki
Re: Lakk fyrir felgur
Posted: 21.jan 2013, 00:16
frá DABBI SIG
bara vinnuvélalakk þá ef þú vilt vel sterka húð.
Annars eru til lökk í spreybrúsum hjá Wurth sem hafa gefið góða raun, en ekki þó ódýrustu.
Re: Lakk fyrir felgur
Posted: 21.jan 2013, 01:55
frá Freyr
Tveggja þátta lakk er eiginlega möst, flest (jafnvel allt) annað mun ekki endast neitt heldur verða þær ljótar aftur mjög fljótt. Farðu í Slippfélagið og kauptu þetta þar, hef gert það þegar ég mála felgur og útkoman mjög góð á skikkanlegu verði.
Re: Lakk fyrir felgur
Posted: 21.jan 2013, 02:14
frá jeepson
Bróðir minn lét sandblása felgur fyrir sig og málaði þær með combicolor hömruðu lakki og það kom vel út og endist vel virðist vera. Þó er ekki komin nema kanski 7mánaða reynsla á þetta hjá honum. En ég ætla einmitt að láta sandblása 15" breiðu felgurnar mínar og grunna þær með tveggja þátta grunni og svo mála ég þær bara með svona combi color. Ég fæ blásturinn og grunninn á góðu verði í gegnum vinnuna. Svona hömruð áferð kemur furðu vel út á felgunum hjá bróðir mínum.
Re: Lakk fyrir felgur
Posted: 21.jan 2013, 12:01
frá SævarM
Mipa vélalakk hjá orku er fínt á felgur, hef notað það 2 annað skiptið á torfærubílinn og það endist flott
Re: Lakk fyrir felgur
Posted: 21.jan 2013, 12:19
frá frikki
strákar þið vitið að poulsen er með alla liti og allar tegundir af lakki ,,trukk,epoxy,,oliu,,spray,vatn,,þynnis.. og fl