Pústkerfasmíði?

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Big Red
Innlegg: 1100
Skráður: 07.mar 2012, 12:17
Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
Bíltegund: Nissan King Cab 1991

Pústkerfasmíði?

Postfrá Big Red » 19.jan 2013, 17:39

Jæja nú er um að gera að ausa úr viskubrunnum manna.
Erum að spá uppá að ná sem bestu torki úr hverjum jeppa hvernig uppsetning pústkerfis sé best og þá einnig miðað við sverleika. Höfum heyrt svo margar hugmyndir um hvað á að virka best. Skapaðist umræða um þetta eins og svo oft áður í skúrnum þegar við vorum að ræða að það þyrfti að skipta um púst í Nissaninum. Þá var einn sem sagði að best væri að taka bara sitthvora pípuna, með sitthvorum kútnum út undan bíl fyrir framan afturdekk, semsagt ekkert tengt saman bara tvær pípur aftur, annar sagði að það gengi aldrei upp og vildi meina að það ætti bara að taka þetta í 2,5" saman, hafa 1-2 kúta á því og láta það ná alveg afturundan bílnum. Annar sagði að taka tvær 2" pípur saman og svo splitta þeim aftur með 2 kútum og 2.5" rörum.
Komu upp allskonar hugmynsir og alhæfingar enn miðum bara við eins og 3.0 v6 Nissan sem þessi umræða startaðist nú útaf. hvernig er uppsetning best á kerfi undir þannig bíl svo úr náist sem mest tog?

Já svo er ónýtur pústskynjari fyrir framan hvarfakút, ætlunin er að fjarlægja hvarfakútinn og er hægt að fjarlægja þennan pústskynjara líka eða þarf hann að vera?

Kanski hrista menn hausinn enn það er nú bara einu sinni svo að ef maður spyr ekki, þá veit maður ekki (glottandi blikkkall)

Hér er það sem kallinn er með í huga, vill bara hafa þetta eins og það var, ekkert vesen og notast við 2.5", er þetta kanski bara vitleysa?
Image
Síðast breytt af Big Red þann 19.jan 2013, 18:04, breytt 1 sinni samtals.


Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159


hrappatappi
Innlegg: 123
Skráður: 11.feb 2010, 22:13
Fullt nafn: Hjalti Melsted

Re: Pústkerfasmíði?

Postfrá hrappatappi » 19.jan 2013, 17:56

Pústskynjarinn verður allavega að vera áfram svo vélar tölvan geti lesið co2.

Persónulega myndi ég setja tvö rör saman rétt eftir vél, pústskinjarann þar og svo eina 3" lögn með einum hljóðkút styðstu leiðina undan bílnum.. Einfaldlega vegna þess að það er lang einfaldasta smíðin. Allt tal um að auka annaðhvort hestöfl eða tork í 3l v6 nissan er eitthvað sem þú átt aldrei eftir að finna fyrir nema í huganum hjá þér.

Allavega mín skoðun..

Kv. Hjalti

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Pústkerfasmíði?

Postfrá Freyr » 19.jan 2013, 18:01

Skynjaranum má ekki sleppa, hann hefur verulega mikil áhrif á eyðslu vélarinnar.

Að splitta þessu aftur upp í tvöfalt kerfi er bara peningasóun og gefur nákvæmlega ekki neitt.

Taka þetta saman í eitt rör þar sem það er þægilegt og hafa eitt rör þaðan afturúr og hafa á því einn kút, ekki of heftandi heldur kút í opnara lagi. Aðrar útgáfur eru flóknari og dýrari, t.d. að hafa stthvort rörið aftur með hliðunum kallar á tvo kúta (einn hvoru megin) sem eykur kostnað + að það er lítið pláss fyrir kútana. Einnig verður sennilega frekar mikið prumpuhljóð í honum nema það væri "crossover" (rör sem tengir þessi tvö saman).

Varðandi sverleikann þá er 2,5" hámark. Það er sverleiki sem er notaður með góðum árangri með ýmsum 4 til 5 lítra vélum vel yfir 200 hp og er í raun overkill fyrir ykkur. Færi sennilega í 2,25" rör, það er ódýrara og flæðir alveg nóg.

Kveðja, Freyr


Höfundur þráðar
Big Red
Innlegg: 1100
Skráður: 07.mar 2012, 12:17
Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
Bíltegund: Nissan King Cab 1991

Re: Pústkerfasmíði?

Postfrá Big Red » 19.jan 2013, 18:05

já ég setti óvart inn vitlausa mynd. Misskildi hann, enn búin að breyta myndinni.
Hann var einmitt að tala um að nota 2.25 eða 2.5 svo fóru strákarnir að flækja þetta fyrir honum með alhæfingum og hugmyndum um hitt og þetta.

Enn takk fyrir svörin, er þetta þá bara ekki ágæt að hafa þetta svona eins og myndin sýnir? Nema já þá sleppa túpunni og setja einn ágætan kút sirka miðja vega á kerfið?
Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Pústkerfasmíði?

Postfrá Startarinn » 19.jan 2013, 18:40

Hvað er svert undir bílnum orginal?

Hafið í huga að einfalt 3ja tommu kerfi flæðir u.þb. það sama og tvöfalt 2ja tommu, þ.e. þverskurðarflatarmál 2x2" er nánast það sama og 1x3"

Ég setti 2falt 2ja tommu undir hiluxin hjá mér, sem nær aftur fyrir pall, félagi minn er með 4runner með 2falt kerfi sem endar framan við afturhjól, það er talsvert meiri hávaði inní bílinn í hans bíl

En já, pústskynjarinn verður að vera og helst aftan við þar sem kerfin koma saman, ef þið hafið kerfið tvöfalt má alveg hafa hann bara á annarri greininni en eyðsla gæti hugsanlega aukist
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

íbbi
Innlegg: 1453
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Pústkerfasmíði?

Postfrá íbbi » 22.jan 2013, 13:37

hafið það bara eins einfalt og ódýrt og þið komist upp með. til þess að nýta sverara rör eitthvað af ráði er svo margt annað sem þið þyrftuð að fara út í líka,

svo er líka annað mál að með of sveru röri getið þið beinlínis tapað togi og vinnslu, þá sérstaklega á lágum snúning, sem er sérlega slæmt í jeppa
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Höfundur þráðar
Big Red
Innlegg: 1100
Skráður: 07.mar 2012, 12:17
Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
Bíltegund: Nissan King Cab 1991

Re: Pústkerfasmíði?

Postfrá Big Red » 22.jan 2013, 13:47

Hann er með 2" virðist vera undir honum núna allavega.

Það er kanski bara alveg feikinóg setja 2" rör bara aftur. eigum til einn fínan Bosal hljóðkút sem er með 2" stútum og alveg ágætlega opinn, eigum 2 þannig. Spurning hvort nóg sé að hafa bara annan þeirra?

Einn ráðlagi að hafa 2,25 frá greinum í kút og svo 2" frá kút og aftur. er eitthvað vit í því?

Enn takk allir fyrir svörin ;)
Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Pústkerfasmíði?

Postfrá lecter » 22.jan 2013, 14:23

ég hef sett 2,5" eitt rör i ramcarger jeppa 318 og einn kút flott hlóð ekki of hátt og aftur fyrir jeppan hliðar púst er ekki að virka ,, púst kemur inn ef rúðan er opin og ómögulegt að vinna við bilinn við hlið hans og fá pústið upp i sig nema drepa á bilnum og ekki sniðugt i snjó ef mikill snjór er og farið fetið


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Pústkerfasmíði?

Postfrá villi58 » 22.jan 2013, 15:51

Hjónakornin wrote:Hann er með 2" virðist vera undir honum núna allavega.

Það er kanski bara alveg feikinóg setja 2" rör bara aftur. eigum til einn fínan Bosal hljóðkút sem er með 2" stútum og alveg ágætlega opinn, eigum 2 þannig. Spurning hvort nóg sé að hafa bara annan þeirra?

Einn ráðlagi að hafa 2,25 frá greinum í kút og svo 2" frá kút og aftur. er eitthvað vit í því?

Enn takk allir fyrir svörin ;)

2,25 rör er alveg nóg í kút og 2" fín svo afturúr, þá ert þú kominn með vel yfirdrifið púst. Skil aldrei 3" og jafnvel 4" rör á örsmáa mótora, það er allanvega yfirdrifið því vélin kemur engu frá sér svo að þarfnist 3" eða 4" rör.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 22 gestir