Síða 1 af 1

breytingaskoðun

Posted: 16.jan 2013, 22:27
frá reyktour
er búinn að breyta smá og ætla mér að fá skoðun á hann.
38" bíll.
Hvað þarf ég að gera til að fá alt þetta í gegn?

Re: breytingaskoðun

Posted: 16.jan 2013, 23:47
frá RunarG
fara í hjólastillingu og fá vottorð yfir það,
fara og láta vigta bílinn og fá vottorð fyrir það
og svo bara fara í skoðun og segja þeim að þú ætlir í breytingarskoðun fyrir 38" dekk og svo bara hafa allt í lagi eins og í venjulegri skoðun ;)

Re: breytingaskoðun

Posted: 17.jan 2013, 00:00
frá HaffiTopp
Hraðamælavottorð, slökkvitæki sem er nýtt/vottað og svo að sjálfsögðu sjúkrakassi.

Re: breytingaskoðun

Posted: 17.jan 2013, 00:25
frá AgnarBen
HaffiTopp wrote:Hraðamælavottorð, slökkvitæki sem er nýtt/vottað og svo að sjálfsögðu sjúkrakassi.


Þú þarft ekki hraðamælavottorð - amk ekki ef þú ferð í Aðalskoðun. Við fórum bara á rúntinn saman með gps tæki !

Re: breytingaskoðun

Posted: 17.jan 2013, 00:28
frá kjellin
Tarf madur hjólastillingarvottord og allt tad efad tad eina semad madur hefur gerterad setja stærri dekk undir (35-38)?

Re: breytingaskoðun

Posted: 17.jan 2013, 00:39
frá Hlynurh
ef þú ætlar að fá hann skráðan á 38 þá verður að fara með hann í hjólastillingu og viktun

Re: breytingaskoðun

Posted: 17.jan 2013, 09:27
frá jeepcj7
Það sem þú þarft heitir hjólastöðuvottorð og það þarf víst að skila því inn við allar breytingarskoðanir.

Re: breytingaskoðun

Posted: 13.jan 2014, 22:39
frá villi
Smá útúrdúr hérna. Málið er að ég þarf að fara í breitingaskoðun með krúsa en það er ekkert á stefnuskránni að bruna til Reykjavíkur á næstunni, þannig að ég er ekki með réttan hraðamæli né hjólastöðuvottorð. Fæ ég endurskoðun eða akstursbann ef ég fer í skoðun án þess að hafa þetta með

Re: breytingaskoðun

Posted: 13.jan 2014, 23:22
frá Sævar Örn
Þú færð endurskoðun ef þú mætir í skoðun á dekkjum sem eru 10% stærri en þau dekk sem hann er skráður á.

Sett verður út á "Eiginþyngd ökutækis,hjólbarða, hjólastilling, breytingar á stýrisgangi(ef vantar vottanir fyrir breytingum á stýrisstöngum), slökkvitæki(ef það er ekki með 2 ára eða yngri vottun og merkt bílnúmerinu), sjúkrakassa (merktan bílnúmerinu)

S.s. ef hann er skráður á 35" dekkjum má hann mest vera á 35+3.5"=38,5" dekkjum sem í raun sleppur

Ef hann er skráður á 33" dekk má hann mest vera á 36" dekkjum í skoðun.



Sú fullyrðing að þú þurfir alltaf hjólastöðuvottorð, vigtarseðil og slökkvitæki og sjúkrakassa fyrir Breytingaskoðun er ekki sönn.
Breytingaskoðun er samheiti yfir margskonar gerðir skoðana, hinsvegar er það sem við jeppamenn nefnum í daglegu tali Breytingaskoðun kallað "Sérskoðun breyttra jeppa" á skoðunarstöðvunum.


Breytingaskoðun getur hinsvegar þýtt ýmislegt t.d. breyting á fjölda farþega, skráning á dráttarbeysli, breytt eiginþyngd, skráning búkka undir vörubíl, o.mfl

Re: breytingaskoðun

Posted: 13.jan 2014, 23:38
frá villi
Takk, þá næ ég mér í gálgafrest svona :)

Re: breytingaskoðun

Posted: 14.jan 2014, 09:42
frá Þráinn
Viktunarvottorð má ekki vera meira en viku gamalt.... Búinn að brenna mig á því