Hvar er best að láta taka upp túrbínu?

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
Grásleppa
Innlegg: 164
Skráður: 08.des 2011, 21:05
Fullt nafn: Jóhann Elís Runólfsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Hvar er best að láta taka upp túrbínu?

Postfrá Grásleppa » 15.jan 2013, 20:26

Sælir spjallverjar. Þarf að láta taka upp AXT ástralíubínu fyrir Td42 sem ég fékk keypta núna nýverið. Hvar er best að láta framkvæma þetta? Einu aðilarnir sem ég hef heyrt af eru Vélaland og Framtak-Blossi. Kv, Jobbi



User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Hvar er best að láta taka upp túrbínu?

Postfrá Freyr » 15.jan 2013, 22:39

Sjálfur tæki ég stórann sveig frammhjá Vélalandi sem skilur mann eiginlega bara eftir með Framtak held ég.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Hvar er best að láta taka upp túrbínu?

Postfrá Startarinn » 15.jan 2013, 22:48

Það er kannski hægt að tékka á MD vélum, ég held að þeir séu byrjaðir aftur, ég var allavega að fá einhvern bækling frá þeim þar sem þeir eru að dásama nýtt verkstæði
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: Hvar er best að láta taka upp túrbínu?

Postfrá Hr.Cummins » 15.jan 2013, 23:12

Já, MD Vélar eru á fullu í þessu...

Svo er það Vélasalan, Vélaland, Kistufell?, Framtak - BLOSSI...

En ég vill dásama Framtak BLOSSA og biðja þig um að fara þangað, nema þú sért með Holset bínu, þá geturu prófað Vélasöluna... einn snillingur þar sem að heitir Hjörtur, afar liðlegur og líbó gaur ;)
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]

User avatar

Höfundur þráðar
Grásleppa
Innlegg: 164
Skráður: 08.des 2011, 21:05
Fullt nafn: Jóhann Elís Runólfsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Hvar er best að láta taka upp túrbínu?

Postfrá Grásleppa » 16.jan 2013, 08:18

Þetta er að ég best veit Garrett túrbína. En takk kærlega fyrir þetta, fer með hana í Framtak-BLOSSA. Kv, Jobbi

User avatar

Refur
Innlegg: 239
Skráður: 13.aug 2010, 09:33
Fullt nafn: Vilhjálmur Arnórsson

Re: Hvar er best að láta taka upp túrbínu?

Postfrá Refur » 18.jan 2013, 12:06

Ég hef svo sem einhvers staðar áður sagt frá viðskiftum mínum við Framtak Blossa.
Ég lét þá taka upp túrbínu af Toyota 1-KZT, bínu sem heitir CT12B.
Öll samskifti við þá voru með besta móti á meðan upptekningunni stóð, m.a þurfti að fá nýtt afgashús og það var hringt og látið vita áður en það var keypt. Upptektin kostaði rúm 120þúsund. (snemma árs 2009)
En svo eftir 1200km akstur hrundi túrbínan með látum og óhljóðum og allt hvarf í reyk og ég tel mig heppin að hafa ekki eyðilagt vélina, þurfti að kæfa á bílnum í 5 gír þar sem vélin gekk á smurolíunni og botnaði sn.hraðamælinn þegar það var kúplað frá.
Ég hafði samband við F.B og þeir vildu fá túrbínuna senda til skoðunar, og svo hef ég samband nokkru síðar og þá er mér sagt að það sé verið að vinna í að fá í hana eða nýja túrbínu. Næst þegar ég hringdi og spurðist fyrir hafði þetta allt breyst og einhverra hluta vegna mér að kenna að túrbínan hafði hrunið. Hverskonar svör eru það? Þeir harðneituðu svo að borga og gáfu sig ekki þrátt fyrir mikið þras og svo þurfti að reka á eftir því að þeir sendu mér hræið af henni til baka og vildu meina að hún gæti alveg eins farið í ruslið. En þannig fór nú fyrir rest að það gekk maður í málið og fékk að utan alt sem til þurfti og lagaði túrbínuna eins og maður þó ferlið tæki langann tíma, ég veit ekki betur en að hún sé í gangi enn.

Mér finnst sjálfsagt mál að benda á þetta þegar spurt er um hvar best sé að láta taka upp túrbínur, ekki borguðu þeir túrbínuna og ekki borguðu þeir mér fyrir að þegja yfir þessu.
Vonandi hafa flestir betri reynslu af þessu en ég hef af þessu tilfelli en ég myndi snúa mér annað.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Hvar er best að láta taka upp túrbínu?

Postfrá Startarinn » 18.jan 2013, 19:32

Refur wrote: Næst þegar ég hringdi og spurðist fyrir hafði þetta allt breyst og einhverra hluta vegna mér að kenna að túrbínan hafði hrunið. Hverskonar svör eru það? Þeir harðneituðu svo að borga og gáfu sig ekki þrátt fyrir mikið þras og svo þurfti að reka á eftir því að þeir sendu mér hræið af henni til baka og vildu meina að hún gæti alveg eins farið í ruslið.


Hvaða rök fékkstu fyrir því að þetta væri þér að kenna?
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


RúnarA
Innlegg: 33
Skráður: 27.apr 2010, 21:43
Fullt nafn: Rúnar Arason
Bíltegund: 4Runner diesel

Re: Hvar er best að láta taka upp túrbínu?

Postfrá RúnarA » 18.jan 2013, 20:03

Fyrir um einu og hálfu ári keypti ég CT12B túrbínu í 4runner, fann hana á Ebay og fékk Ljónsstaða menn til að panta hana frá Kína.
Hún kostaði komin til mín 75.000 ÍKR. Það hefði kostað lágmark 70.000 að gera upp þá gömlu í Blossa miðað við að allt væri í lagi nema legur og pakkningar. Það kom hins vegar í ljós að öxullinn var ónýtur svo það var ekki spurning að kaupa nýja.
Ég er ekki búinn að nota bílinn mikið en allt virkar eins og til var ætlast.

Kv. Rúnar

User avatar

Refur
Innlegg: 239
Skráður: 13.aug 2010, 09:33
Fullt nafn: Vilhjálmur Arnórsson

Re: Hvar er best að láta taka upp túrbínu?

Postfrá Refur » 18.jan 2013, 20:37

Mér var sagt að það hefði greinilega eitthvað komist í hana, ég veit ekki hvað það hefur átt að vera en sá sem tók túrbínuna og lagaði hana vildi meina að hún hafi ekki verið almennilega ballanseruð, hjólið afgasmegin fræsti innan úr nýja afgashúsinu en það var soðið í það og fræst til.

User avatar

Höfundur þráðar
Grásleppa
Innlegg: 164
Skráður: 08.des 2011, 21:05
Fullt nafn: Jóhann Elís Runólfsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Hvar er best að láta taka upp túrbínu?

Postfrá Grásleppa » 22.jan 2013, 09:57

Fór með túrbínuna til F-B á föstudaginn síðasta og sótti hana tilbúna seinni partinn í gær. Það var skipt um allt í henni eins og það lagði sig, þeir áttu meira að segja til hjólið/öxulinn þrátt fyrir að þessi túrbína sé ekki af standard stærð. Kostaði þetta 94.000 með VSK og er ein stálpakkning inní þessu verði. Þeir skiluðu þessu flott af sér. Svo er bara að fara að koma þessu í bílinn á næstunni.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 44 gestir