Stýrismaskínu vesen..vantar ráð hjá einhverjum snillingum.

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Bjartmannstyrmir
Innlegg: 81
Skráður: 26.des 2012, 01:48
Fullt nafn: Bjartmann Styrmir Einarsson
Bíltegund: 44" Hilux 1984

Stýrismaskínu vesen..vantar ráð hjá einhverjum snillingum.

Postfrá Bjartmannstyrmir » 14.jan 2013, 19:54

Sælir.

Nú er ég í veseni með Vökvastýrið hjá mér í toyotunni
Þannig er staða mála að ég er með Hilux 84módelið með 2-lt og orginal stýrisdælu. en þar sem hann er kominn á gorma að framan er búið
að skipta út orginal stýrismaskínunni fyrir einhvern "eðal" grip úr gamla Bronco. (keipti bílinn svona)

Ég hef alldrey haft vökvastýri nema í 2-3 daga í einu svo sprengir hann Lokið framan á Maskínunni. er búinn að fara með um 6 lok og þolinmæðin farin að minnka verulega.
ég taldi að snigillinn væri að ná í lokið en það virðist ekki vera. ég tók og lengdi togstaugina hjá mér og þar á leiðandi fór snilinn innar
og lengdi stoppboltana á hásingunni. þá tolldi stýrið í 1 dag svo sprengdi hann Rörið sem kemur frá dælu og niður í maskínu við að begja í aðra áttina. ég lagaði það . þá virtist þetta vera í lagi . 2 dögum seinna fer lokið við það að bakka inní vélageimslu með bílinn í begju í hina áttina.

hver gætu hugsanlega verið ástæðan fyrir þessu.Ð
er of mikill þrýstingur úr toyotu dælunni fyrir Bronco maskínuna?
eða er þessi maskína bara andsetinn?

væri gaman ef einhver hefði hugmynd um hvað þetta gæti verið svo maður þurfi ekki að taka með sér 10 vara lok til að fara á fjöll.

allar hugmyndir og pælingar vel þegnar

Mbk. Bjartmann Styrmir




Höfundur þráðar
Bjartmannstyrmir
Innlegg: 81
Skráður: 26.des 2012, 01:48
Fullt nafn: Bjartmann Styrmir Einarsson
Bíltegund: 44" Hilux 1984

Re: Stýrismaskínu vesen..vantar ráð hjá einhverjum snillingum.

Postfrá Bjartmannstyrmir » 15.jan 2013, 14:56

Hefur enginn hugmynd um hvað þetta gæti verið ? öll svör vel þeginn

og hvernig hafa menn verið að útfæra stýris búnað í þessum bílum sem eru komnir á gorma.
hvaða maskínur hafa þeir verið að nota ?
er jafnvel að spá í að skipta þessu út fyrir eitthvað annað.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Stýrismaskínu vesen..vantar ráð hjá einhverjum snillingum.

Postfrá Startarinn » 15.jan 2013, 16:03

Í 89-95 bílunum er yfirleitt notuð maskína úr klafa hilux eða 4runner, (armur vísar aftur), eða úr 70 cruiser (armur vísar fram) ef hásingin er komin mjög framarlega.

Þú ættir að geta notað aðra hvora þessa maskínu í bílinn
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Höfundur þráðar
Bjartmannstyrmir
Innlegg: 81
Skráður: 26.des 2012, 01:48
Fullt nafn: Bjartmann Styrmir Einarsson
Bíltegund: 44" Hilux 1984

Re: Stýrismaskínu vesen..vantar ráð hjá einhverjum snillingum.

Postfrá Bjartmannstyrmir » 15.jan 2013, 20:10

Þakka gott svar.

það er nú búið að færa frammhásinguna hjá mér þokkalega framalega en sammt sem áður snýr armurinn aftur á bronco maskínunni.
gæti ég þá notað maskínu úr klafa Hilux/4runner?. mér skilst að þær seu 3. fari eftir árgerðum . hvaða maskínu (úr hvað gömlum bíl) eru menn helst að nota? eða skiptir það engu máli.

hér sést hvað er búið að færa hásinguna mikið.(veit ekki hvað það er mikið í cm)
Image

Image

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Stýrismaskínu vesen..vantar ráð hjá einhverjum snillingum.

Postfrá Startarinn » 15.jan 2013, 20:15

Ég get ekki svarað fyrir þessa árgerð, en ég held að ég kæmist ekki svona langt fram með hásinguna í mínum bíl öðruvísi en að vera með 70 cruiser maskínu, minn er árgerð '90
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Höfundur þráðar
Bjartmannstyrmir
Innlegg: 81
Skráður: 26.des 2012, 01:48
Fullt nafn: Bjartmann Styrmir Einarsson
Bíltegund: 44" Hilux 1984

Re: Stýrismaskínu vesen..vantar ráð hjá einhverjum snillingum.

Postfrá Bjartmannstyrmir » 16.jan 2013, 10:56

ég þakka upplýsingarnar. ég prófa bara að máta þetta ef eg fer út í að skipta um maskínu.

hefur enginn hugmynd um hvað gæti verið að valda þessu með bronco maskínuna ?
Getur það haft þessi áhrif ef það er búið að bora út þrýstiventilinn? (veit ekki hvort það hefur verið gert )


Höfundur þráðar
Bjartmannstyrmir
Innlegg: 81
Skráður: 26.des 2012, 01:48
Fullt nafn: Bjartmann Styrmir Einarsson
Bíltegund: 44" Hilux 1984

Re: Stýrismaskínu vesen..vantar ráð hjá einhverjum snillingum.

Postfrá Bjartmannstyrmir » 25.jan 2013, 00:23

Núna er maður kominn með maskínu úr klafa toyotu. og var að velta fyrir mér hvernig menn hafa verið að setja þetta upp . hver er hallinn á maskínunni hafður . tók eftir því að í klafa bílonum er hún talsvert brött . hallar framm (upp að aftan) skiptir það einhverju máli. er ekki nóg að koma þessu fyrir þannig að pitarmurinn rekist ekki í og stýrisstöng virki eðlilega. bronco maskínan sem er í bílnum núna er alveg lárétt í honum..

væri gaman ef einhverjir ættu myndir af því hvernig þeir hafa leist þetta. eins með togstöng og millibilsstöng.. hjá mér kemur togstöngin í millibilsstöngina. eru einhverjir ókostir við að halda því svoleiðis ?


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Stýrismaskínu vesen..vantar ráð hjá einhverjum snillingum.

Postfrá lecter » 25.jan 2013, 13:19

,
Síðast breytt af lecter þann 19.mar 2013, 21:22, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Stýrismaskínu vesen..vantar ráð hjá einhverjum snillingum.

Postfrá Startarinn » 25.jan 2013, 22:15

Það skiptir engu hvernig maskínan hallar, bara hvað hentar þér best.

Reyndu samt eftir fremsta megni að hafa sama halla á þverstífu og togstöng þegar bíllinn stendur í hjólin
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


olei
Innlegg: 816
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Stýrismaskínu vesen..vantar ráð hjá einhverjum snillingum.

Postfrá olei » 25.jan 2013, 22:38

Ég sé enga aðra skýringu en að þrýstiventillinn í dælunni slái ekki af. Ég mundi prófa að skipta út dælunni, eða rannsaka ventilinn í henni. Mér finnst ótrúlegt að þrýstingurinn frá original toyota dælu (sem er í lagi) sé of hár fyrir Bronco maskínuna.


Höfundur þráðar
Bjartmannstyrmir
Innlegg: 81
Skráður: 26.des 2012, 01:48
Fullt nafn: Bjartmann Styrmir Einarsson
Bíltegund: 44" Hilux 1984

Re: Stýrismaskínu vesen..vantar ráð hjá einhverjum snillingum.

Postfrá Bjartmannstyrmir » 29.jan 2013, 18:41

Ég þakka góð svör . það fer önnur stýrisdæla í bílinn ásamt toyota maskínu úr klafa bíl núna næstu helgi . verður gaman að sjá hvort bíllinn verið skárri í stýri og með virkt vökvastýrir yfir höfuð eftir þessa aðgerð.


Gardstadir
Innlegg: 28
Skráður: 25.feb 2012, 19:06
Fullt nafn: Brynjar Örn Þorbjörnsson

Re: Stýrismaskínu vesen..vantar ráð hjá einhverjum snillingum.

Postfrá Gardstadir » 29.jan 2013, 18:52

land cruiser 60 maskína og allar stangir úr honum styttir bara millibillstönginna í þann endan sem réttu gengjurnar eru sömu kónar og á hiluxnum :) þannig gerði ég þetta í mínum.
Brynjar Örn


Höfundur þráðar
Bjartmannstyrmir
Innlegg: 81
Skráður: 26.des 2012, 01:48
Fullt nafn: Bjartmann Styrmir Einarsson
Bíltegund: 44" Hilux 1984

Re: Stýrismaskínu vesen..vantar ráð hjá einhverjum snillingum.

Postfrá Bjartmannstyrmir » 25.feb 2013, 01:49

Þá er þetta Vandamál leyst. Fékk maskínu úr klafa hilux og setti í hann, þeir græjuðu arminn neðan á maskínuna fyrir mig á ljónstöðum og virkar þetta vel núna. þorði ekki annað en að skipta um stýrisdælu í leiðinni og hef ég nú vökvastýri í fyrsta skipti síðan ég eignaðist bílinn.
þakka fyrir góð svör og ábendingar hér að ofan.


Höfundur þráðar
Bjartmannstyrmir
Innlegg: 81
Skráður: 26.des 2012, 01:48
Fullt nafn: Bjartmann Styrmir Einarsson
Bíltegund: 44" Hilux 1984

Re: Stýrismaskínu vesen..vantar ráð hjá einhverjum snillingum.

Postfrá Bjartmannstyrmir » 21.mar 2013, 19:26

Þá er loks komin smá reynsla á nýju maskínuna og virðist Vökvastýrið virka ágætlega
en rakst því miður á smá galla við uppsetninguna hjá mér á þessu.

það virðist vera að stýrisendinn á togstönginni sem kemur uppí maskínu nái niður í millibilsstöngina þegar bíllinn fjaðrar alveg saman
og því beigi ég millibilsstöngina alltaf ef hann fjaðrar mikið saman.

hvað væri sniðugast að gera í þessu ? Borgar sig að finna maskínu nr 3 (þá maskínu með arminn framm) til að komast hjá þessu
eða ætti ég að reyna koma millibilsstönginni neðar ? þá með stýrisendum sem eru bognir
Hef ekki mikið svigrúm til að breyta afstöðunni á maskínunni sem er í honum núna.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur