Spindilhalli

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
isak2488
Innlegg: 199
Skráður: 25.okt 2010, 21:22
Fullt nafn: Ísak Jansson
Bíltegund: LC HJ61

Spindilhalli

Postfrá isak2488 » 06.jan 2013, 21:18

Á hvaða verkstæði væri helst að fara með jeppa til að mæla hvort spindilhalli sé vitlaus?
Ég er með Hilux sem er með ferlega jeppaveiki og tel mig vera búin að útiloka flest sem manni dettur í hug,
fyrir utan þennan spindilhalla sem mér var bent á að gæti verið orsökin.




sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Spindilhalli

Postfrá sukkaturbo » 06.jan 2013, 21:29

Sæll hvernig dekk eru undir bílnum og hvernig er hann breittur kveðja guðni á sigló

User avatar

Höfundur þráðar
isak2488
Innlegg: 199
Skráður: 25.okt 2010, 21:22
Fullt nafn: Ísak Jansson
Bíltegund: LC HJ61

Re: Spindilhalli

Postfrá isak2488 » 06.jan 2013, 21:38

Hann er á 38" mickey thompson og svo líka 44" DC,
hann er ekki jafn slæmur á 38" en samt leiðinlegur


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Spindilhalli

Postfrá sukkaturbo » 06.jan 2013, 22:51

Ég er nokkuð viss um að þetta er ekki hægt að rekja til spindilhallans. Er þetta gormabíll með heila hásingu að framan með stífur úr hvað bíl og hvernig eru fóðringarnar í hliðarstífunni og hinum stífunum? Gaman væri að fá myndir af framendanum. Er minni jeppaveiki í hálku en á auðu? kveðja guðni


Stjáni
Innlegg: 460
Skráður: 28.apr 2010, 13:36
Fullt nafn: Kristján Már Guðnason
Bíltegund: Jeep cj5
Staðsetning: Reykjavík

Re: Spindilhalli

Postfrá Stjáni » 06.jan 2013, 23:01

þumalputtareglan er alltaf hja manni að ef spindilhalli er of lítill ss. afturfyrir sig að sjálfsögðu þá leitast stýrið síður til að rétta sig sjálfkrafa af eftir beygju td. hringtorg en það er nú nokkuð auðvelt að mæla þetta sjálfur en á "38 bíl vil ég hafa hallann um ca 6 gráður

kv Kristján


juddi
Innlegg: 1240
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Spindilhalli

Postfrá juddi » 06.jan 2013, 23:25

svo er oft gott að prufa bíl á orginal dekkjum til að fynna muninn
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is

User avatar

Höfundur þráðar
isak2488
Innlegg: 199
Skráður: 25.okt 2010, 21:22
Fullt nafn: Ísak Jansson
Bíltegund: LC HJ61

Re: Spindilhalli

Postfrá isak2488 » 07.jan 2013, 04:14

sukkaturbo wrote:Ég er nokkuð viss um að þetta er ekki hægt að rekja til spindilhallans. Er þetta gormabíll með heila hásingu að framan með stífur úr hvað bíl og hvernig eru fóðringarnar í hliðarstífunni og hinum stífunum? Gaman væri að fá myndir af framendanum. Er minni jeppaveiki í hálku en á auðu? kveðja guðni


Það er heil hásing að framan úr 70 cruiser á gormum, er ekki klár á því hvaðan stífurnar koma.
Er ekki ekki frá því að það sé minni veiki í hálku.
Ég ætla að reyna að setja inn myndir af þessu

User avatar

Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: Spindilhalli

Postfrá Hagalín » 07.jan 2013, 09:08

Þarf bara ekki að hafa hann innskeifann um C.a. 5mm að framan?
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870

User avatar

nobrks
Innlegg: 327
Skráður: 31.jan 2010, 21:12
Fullt nafn: Kristján Arnór Gretarsson

Re: Spindilhalli

Postfrá nobrks » 07.jan 2013, 10:59

isak2488 wrote:
sukkaturbo wrote:Ég er nokkuð viss um að þetta er ekki hægt að rekja til spindilhallans. Er þetta gormabíll með heila hásingu að framan með stífur úr hvað bíl og hvernig eru fóðringarnar í hliðarstífunni og hinum stífunum? Gaman væri að fá myndir af framendanum. Er minni jeppaveiki í hálku en á auðu? kveðja guðni


Það er heil hásing að framan úr 70 cruiser á gormum, er ekki klár á því hvaðan stífurnar koma.
Er ekki ekki frá því að það sé minni veiki í hálku.
Ég ætla að reyna að setja inn myndir af þessu



90% likur eru a thví ad nedri skástífufodringin orsaki thetta, best er ad skipta henni út fyrir LC80 fódringu, ø18 ef ég man rétt,tharft ad sjóda nýjan hólk á stýfuna og bora fódringuna út thannig hún passi upp á boltann á hasingunni.

Thú getur líka´prófad ad skipta um fódringuna, og bíllinn verdur kanski gódur í mánud.

http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=5&t=14842 thetta er líka gód lesning.


Siggi_F
Innlegg: 65
Skráður: 18.jan 2012, 11:02
Fullt nafn: Sigurður Freysson

Re: Spindilhalli

Postfrá Siggi_F » 07.jan 2013, 13:46

Guðni, ef hann er betri í hálku (hverfur) en á auðu hvað er það þá?

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Spindilhalli

Postfrá Stebbi » 07.jan 2013, 18:35

Er þá ekki farin í honum sleipuflötur við gripfóðringu :)
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Spindilhalli

Postfrá -Hjalti- » 07.jan 2013, 18:55

Ef þú ert ekki með stýrisdempara á millibilsstöng , fáðu þér þá þannig , drap alla jeppaveiki hjá mér.
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

sigurdurk
Innlegg: 240
Skráður: 14.apr 2011, 19:11
Fullt nafn: Sigurður Kári Samúelsson
Bíltegund: Toyota Land Cruiser
Staðsetning: Reyðarfjörður/Akureyri

Re: Spindilhalli

Postfrá sigurdurk » 07.jan 2013, 19:20

Ég lenti í þessu hjá mér á 60 Krúser. Hann var góður á hálku en þegar að maður kom á malbik,
þá var ég ekki viss í hvaða heimsálfu bíllinn ætlaði að vera.
Þá tók ég eftir að millibilsstöngin var bogin þannig að bíllinn var innskeifur.
Ég tók og rétti hana ásamt því að lengja aðeins í henni þar til að hann var örlítið útskeifur.
Hef ekkert fundið fyrir jeppaveikini eftir þetta.
Toyota Landcruiser HJ61 '89 44"[SKÁRRI]
VW Touareg 5.0 V10TDI '06
Dodge RAM 1500 '98 2H 4.0 turbo diesel 38-44"


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Spindilhalli

Postfrá villi58 » 07.jan 2013, 19:40

sigurdurk wrote:Ég lenti í þessu hjá mér á 60 Krúser. Hann var góður á hálku en þegar að maður kom á malbik,
þá var ég ekki viss í hvaða heimsálfu bíllinn ætlaði að vera.
Þá tók ég eftir að millibilsstöngin var bogin þannig að bíllinn var innskeifur.
Ég tók og rétti hana ásamt því að lengja aðeins í henni þar til að hann var örlítið útskeifur.
Hef ekkert fundið fyrir jeppaveikini eftir þetta.


Ég hefði viljað fá að mæla hjólabilið á þessum bíl, ég gef lítið fyrir hjólabil sem er mælt í dekk eða felgur, ég tel að rétta leiðin til að fá rétt hjólabil sé að setja réttskeiðar á bremsudiskana og láta standa ca. 50-60 cm framfyrir og það sama afturfyrir og mæla svo. Ástæðan er sú að stór dekk eru oftast langt frá því að vera rétt svo að sé hægt að fá rétta mælingu.Felgur eru æði misjafnar og er helst að þessar renndu séu nokkuð réttar en ekkert öruggt þar, valsaðar felgur eins og White spoke hef ég ekki séð það réttar að sé hægt að mæla svo mæling sé örugg. EKKI MÆLA Á MILLI DEKKJA EÐA FELGNA Á STÓRU DEKKJUNUM.

User avatar

sigurdurk
Innlegg: 240
Skráður: 14.apr 2011, 19:11
Fullt nafn: Sigurður Kári Samúelsson
Bíltegund: Toyota Land Cruiser
Staðsetning: Reyðarfjörður/Akureyri

Re: Spindilhalli

Postfrá sigurdurk » 08.jan 2013, 11:06

villi58 wrote:
sigurdurk wrote:Ég lenti í þessu hjá mér á 60 Krúser. Hann var góður á hálku en þegar að maður kom á malbik,
þá var ég ekki viss í hvaða heimsálfu bíllinn ætlaði að vera.
Þá tók ég eftir að millibilsstöngin var bogin þannig að bíllinn var innskeifur.
Ég tók og rétti hana ásamt því að lengja aðeins í henni þar til að hann var örlítið útskeifur.
Hef ekkert fundið fyrir jeppaveikini eftir þetta.


Ég hefði viljað fá að mæla hjólabilið á þessum bíl, ég gef lítið fyrir hjólabil sem er mælt í dekk eða felgur, ég tel að rétta leiðin til að fá rétt hjólabil sé að setja réttskeiðar á bremsudiskana og láta standa ca. 50-60 cm framfyrir og það sama afturfyrir og mæla svo. Ástæðan er sú að stór dekk eru oftast langt frá því að vera rétt svo að sé hægt að fá rétta mælingu.Felgur eru æði misjafnar og er helst að þessar renndu séu nokkuð réttar en ekkert öruggt þar, valsaðar felgur eins og White spoke hef ég ekki séð það réttar að sé hægt að mæla svo mæling sé örugg. EKKI MÆLA Á MILLI DEKKJA EÐA FELGNA Á STÓRU DEKKJUNUM.

Eflaust hefði það verið mikið betra og nákvæmara en þetta virðist allavegana hafa virka'í þetta skiptið.
Ég tók mælingar á nokkrum stöðum á dekkinu einmitt af hræðslu við það að dekkin væru ekki rétt en fékk sömu niðurstöðuna allstaðar.
Er búinn að keyra hann tæpa 2000km eftir þetta og virðist góður enþá allavegana :)
Toyota Landcruiser HJ61 '89 44"[SKÁRRI]
VW Touareg 5.0 V10TDI '06
Dodge RAM 1500 '98 2H 4.0 turbo diesel 38-44"


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Spindilhalli

Postfrá sukkaturbo » 08.jan 2013, 12:35

Sælir þetta er rétt hjá Villa með að mæla hjólabilið. Minni jeppaveiki í hálku er vegna minna viðnáms. Ég var í þessu brasi með td Ofurfoxinn setti nýjar hliðarstífu fóðringar úr Mussó en hann var jafn slæmur á eftir skipti um allar fóðringar í hinum stífunum sem voru úr Range Rover ekki lagaðist jeppaveikinn þá skipti ég um spindillegur og sneri spindlunum úr 6 gráðum og í 12 gráður hann rásaði minna á eftir en var enn jeppaveikur þannig að hann ætlaði bara út af veginum. Þá náði ég í haglabyssuna og skaut kvikindið í hliðna. Svo þegar mér rann reiðin og snilli vinur kom og horfði á þetta með mér ákváðum við að setja hliðarstífu fóðringar úr nyloni til prufu og viti menn bíllinn stein hætti þessum ótemju látum og keyrði vel á 44 og líka á 46. Svo farðu beint í nylon fóðringar og settu koparfóðringu inn í hana svo boltinn skemmi hana ekki. Ég notaði kubb úr boddílyft. Þetta er ódýrt og gott. kveðja guðni

User avatar

Höfundur þráðar
isak2488
Innlegg: 199
Skráður: 25.okt 2010, 21:22
Fullt nafn: Ísak Jansson
Bíltegund: LC HJ61

Re: Spindilhalli

Postfrá isak2488 » 08.jan 2013, 16:56

Ég þakka fyrir góð svör :)

User avatar

íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Spindilhalli

Postfrá íbbi » 09.jan 2013, 15:34

haha guðni.. þvílíkt snilldarsvar
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Spindilhalli

Postfrá grimur » 09.jan 2013, 23:49

Nælonið er pínu varasamt, og slitnar gjarna hratt um leið og ryk kemst á milli. Það gefur ekkert eftir, og getur þannig líka þvingað stifuna svo að hún í versta falli þreytist, springur, og gefur sig fyrir rest.
Mjög þægileg lausn er að smíða eyra úr þykku efni, kannski 15-20mm, bora, hita gatið og reka gamlan stýrisendakón í til að forma.
Sjóða á rörið. Skipta svo stifufóðringunni út fyrir stýrisenda.

Í hinn endann má nota t.d. Cruiser fóðringu, eða grennri gerðina af Benz fjaðragummíi. Heppilegt er að hafa gúmmí í allavega annan endann á stífunni til að fá minna drifrásar og veghljóð upp í bíl.

Svo er alls ekki galið að hafa stýrisdemparann settan upp á milli togstangar og þverstífu, semsagt annar endinn í togstöngina og hinn í þverstífuna. Þannig dempar hann hlaup/sveigju í stærri hluta þessa búnaðar heldur en ef hann er á milli hásingar og togstangar t.d. Þetta var víst eina leiðin til að fá Bronco til að fara eftir vegi á 44"(þetta var áður en Cruiser gúmmíin uppgötvuðust).

Bara min 2 cent :-)

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Spindilhalli

Postfrá jongud » 10.jan 2013, 08:29

Væri svona liður ekki það albesta í hliðarstífur?
http://www.currieenterprises.com/cestore/johnnyjoints.aspx


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 20 gestir