Síða 1 af 1
Breyta felgumiðjum ?
Posted: 06.jan 2013, 00:33
frá Big Red
Erum með 14" breiðar trommlur með sitthverri miðjunni. Skemmdist ein miðja og var skipt um og svo önnur þannig núna eru 3 mismunandi miðjur í þeim.
Okkur áskotnaðist 4 original stálfelgur með fínum miðjum í þetta, hvert er best að fara með þær til að láta skipta út miðjunum??
Erum að spá uppá að geta borið saman verð hjá fleiri enn 2 fyrirtækjum.
takk fyrir
Re: Breyta felgumiðjum ?
Posted: 06.jan 2013, 00:36
frá Kiddi
Þessir koma fyrst upp í hugann:
Skerpa renniverkstæði Hafnarfirði
Felgur.is
Renniverkstæði Ægis
Ég hef sjálfur verslað við felgur.is (breikkaði fyrir mig stálfelgur) og get ekki kvartað undan vinnunni eða verðinu.
Þetta er samt ekki ódýrt, minnir að það sé ódýrara að breikka felgur en að skipta um miðjur, þannig að vertu viðbúinn áður en þú færð sjokk ;-)
Re: Breyta felgumiðjum ?
Posted: 06.jan 2013, 00:41
frá Big Red
enn ef að komið er með miðjurnar lausar og tromlurnar tómar ;) eða kanski sniðugara að íhuga þá bara að láta breikka felgur.
Re: Breyta felgumiðjum ?
Posted: 06.jan 2013, 00:44
frá Þorsteinn
ef miðjurnar eru lausar og tunnurnar lausar þá er ekkert svakalega dýrt að sjóða þetta saman.
Re: Breyta felgumiðjum ?
Posted: 06.jan 2013, 01:51
frá Freyr
Hvernig hafðir þú hugsað þér að aðskilja miðjur og tunnur? Ef það er gert öðruvísi en í rennibekk er nær 100% að það þurfi samt að stilla því upp í rennibekk og laga til fyrir samsetningu svo sennilega er sparnaðurinn enginn. Ef þig vantar ekki einhverjar mjög sérstakar felgur heldur eitthvað sem er þokkalega algengt þá er ódýrara að breikka bara mjóu felgurnar eða jafnvel finna annan felgugang.
Re: Breyta felgumiðjum ?
Posted: 06.jan 2013, 15:39
frá Big Red
Bara erum hvorki búinn að skoða það né spá í því. Enn erum fróðari um þetta núna takk fyrir svörin allir
Re: Breyta felgumiðjum ?
Posted: 06.jan 2013, 15:55
frá jeepson
Prufið að tala við hann Smára hjá skerpingu..
Re: Breyta felgumiðjum ?
Posted: 06.jan 2013, 16:39
frá StefánDal
Re: Breyta felgumiðjum ?
Posted: 06.jan 2013, 16:50
frá Big Red
af hverju? erum búin að fá betri svör hér um þetta. á google.is fáum við ekki reynslusögur af hverju fyrirtæki fyri sig t.d. og á google.is hefðum við ekki fengið að vita að ódýrara er að fara með tómar tromlur og lausar miðjur. á google.is hefðum við ekki fengið að vita að nema með réttum verkfærum væri ekki sniðugt að vera að rembast við að losa miðjurnar úr sjálf og svo framvegis. og á google.is hefðum við ekki fengið að vita að ódýrara væri að fara með original felgurnar og láta breikka frekar enn að láta skipta um miðjur. Þannig í þessu tilfelli höfðum við ekkert með google.is að gera ;)
Því ákváðum við að spyrja hér á þessu spjalli sem er meðal annars til að miðla áfram til nýliða og óreyndra manna sem og reyndir og rótgrónir í þessu sýna hvað þeir eru að gera og hvað sé sniðugt. og miðla þar af leiðinni reynslu sinni áfram. oft er það sem kemur framm á google ekki hentugt fyrir alla og því er oft gott að hafa aðgang að spjalli eins og þessu fyrir spurningar og svör.
enn takk samt fyrir að benda á google.is, því miður hjálpaði það okkur ekkert samt í þessu tilfelli ;)
og já þessu er ekki endilega beint til þín Stefán, enn yfirleitt er ástæða fyrir því að fólk spyr á svona spjalli enn ekki á google. Held að í dag þá kunni flest allir á og viti af google.is
Re: Breyta felgumiðjum ?
Posted: 13.feb 2013, 00:20
frá Gunnar
hvernig fór þetta mál, ég er einmitt í svipuðum málum, þarf helst að láta skipta um miðjur hjá mér, er það rándýrt?
Re: Breyta felgumiðjum ?
Posted: 13.feb 2013, 00:55
frá jeepcj7
Ef þú ert með 4 breiðar felgur og 4 mjóar felgur er örugglega einfaldast að skera allar felgurnar í sundur í bekk við miðjur og setja innri hlutann af mjóu felgunum með miðjum í þær breiðu svo lengi sem backspace er rétt annars segja rennismiðirnir þér örugglega hvað sniðugast er að gera í stöðunni.
En að allt öðru það var í denn smíðaður bekkur í sveitinni alveg snilldarstykki sem á er naf af jeppa toyotu ef ég man rétt með flestum algengum gatadeilingum sem var snúið af rafmagnsmótor og hægt að stilla snúningshraðann talsvert til og frá á,einnig er svo land á kvikindinu sem hægt er að festa slípirokk á og þetta verkfæri er notað til þess að skera felgur rétt í sundur.
Eftir að felgan er komin rétt í sundur er ekkert mál að brasa hana rétta saman aftur hvort sem er við aðra rétt sundurskorna felgu eða valsaða breikkun hvort sem í boði er með bara smá dass af common sense og sæmilegri suðu,gripinn er líka fínt að nota til að sjóða brúnir/kanta á felgur.
Þarf endilega að finna mynd af græjunni og smella hér inn.
Re: Breyta felgumiðjum ?
Posted: 13.feb 2013, 08:26
frá TBerg
Prófiði að tala við Sölva í síma 6989583. Hann veit allt um þetta og gerir þetta líka fyrir sanngjarnan pen.
Kv. TBerg
Re: Breyta felgumiðjum ?
Posted: 13.feb 2013, 12:28
frá Dodge
Þetta fer líka allt eftir því hvernig felgur þetta eru.. ef það er white spoke þá er ekkert mál að gera þetta sjálfur.
Ég hef gert það, skera miðjuna bara úr með slípirokk (þ.e. suðurnar að innanverðu) og sjóða nýja miðju í, bara spurning um að komast í ballanceringarvél til að stilla hana rétta í.
Birjar bara á að mæla fyrir henni, eða strika eftir gömlu að utanverðu, punktar hana þannig í og checkar hana af í ballanceringarvél eða sambærilegu, það er ekkert mál að ná þessu réttu.
Re: Breyta felgumiðjum ?
Posted: 13.feb 2013, 12:40
frá villi58
Ég mæli með því að felgur séu stungnar sundur í rennibekk og stilltar af í rennibekk, tekur minnsta tíma og meiri nákvæmni.
Re: Breyta felgumiðjum ?
Posted: 13.feb 2013, 14:20
frá Brjótur
Sælir eg er sammala Dodge her að ofan þetta eru ekki nein geimvisindi sko, ekkert mal að gera þetta svona buin að gera þetta nokkrum sinnum sjalfur og eg hef siðan farið með felgurnar i ballanseringu og komið mjög vel ut, og renniverkstæðin eru bara að taka alltof mikið fyrir þessa vinnu best að þekkja rennismið sem getur skorið i sundur fyrir mann, og samsetning og suða er ekkert mal heldur fyrir mann sem kann a mælitæki :)
kveðja Helgi
Ps það er undantekningarlaust meiri villa i dekkjunum heldur en nokkurn tima felgunum :)