Síða 1 af 1

Ábyrgð verkstæða

Posted: 02.jan 2013, 11:07
frá dabbi
Sælir félagar.

ég fór með frúarbílinn á smurverkstæði í desember, til að smyrja hann, allt gott og blessað með það svosem,

svo c.a. 10-12 dögum síðar, hringir frúinn í mig og segir að miðstöðin hitini ekki, og í ljós kemur að hann er að hita sig (nánast kominn í rautt). í ljós kemur að það er enginn tappi á vatnskassanum :(

hún stoppar strax og við látum hann kólna, fer svo á verkstæðið aftur og þeir setja nýjann tappa og bæta á hann kælivatni auk frostlaugs.

Svo kemur í ljós að hann er enn að hita sig, miðstöð vikar ekki, og mér fróðari menn segja að heddpakninginn sé farinn.

mín spurning er sú, hver ber ábyrgð? sit ég í súpunni með þetta eða er þetta verkstæðið?

mbk
Dabbi

Re: Ábyrgð verkstæða

Posted: 02.jan 2013, 11:08
frá dabbi
Þess bera að geta að ég er ekki búinn að tala við verkstæðið aftur, þetta gerðist bara korter í jól. ætlaði svona aðeins að kanna hvað er rétt í stöðunni áður en ég ræði við þá.

Re: Ábyrgð verkstæða

Posted: 02.jan 2013, 11:32
frá birgir björn
hvað voru þeir að hringla í vatninu?

Re: Ábyrgð verkstæða

Posted: 02.jan 2013, 11:37
frá Navigatoramadeus
sælir,

það eru flest ef ekki öll verkstæði með tryggingu fyrir svona klaufaskap og ef ekki þá gera alvöru verkstæði við þetta án frekari vandkvæða (maður hefur jú lent í einhverju ahemm) og málið leyst.

Reikningurinn held ég sé jafngildi 2ja ára kvörtunarrétti á viðgerð nema eðlilegt sé að ending þess sé styttri í einhverjum tilfellum enda eru bílar flóknari en svo.

Re: Ábyrgð verkstæða

Posted: 02.jan 2013, 11:39
frá Navigatoramadeus
en smá ábending, sumar vélar þarf að aflofta ef kælivökvinn minnkar/fer af svo það er skiljanlegt ef hann er ekki að blása heitu og eða hitamælirinn í ruglinu fer en þetta lofar ekki góðu !

Re: Ábyrgð verkstæða

Posted: 03.jan 2013, 16:40
frá íbbi
get samt ekki séð samhengi á milli þess að skipt hafi verið um olíu á bílnum og að heddpakningin sé að fara?

Re: Ábyrgð verkstæða

Posted: 03.jan 2013, 18:01
frá HaffiTopp
birgir björn wrote:hvað voru þeir að hringla í vatninu?

Væntanlega verið að mæla frostþolið á kælivatninu.

íbbi wrote:get samt ekki séð samhengi á milli þess að skipt hafi verið um olíu á bílnum og að heddpakningin sé að fara?

Sé lítið um kælivatn á vél, er hedd eða heddbakkningin það fyrsta til að fara. Sé ekki hvað er svona flókið við að sjá samhengið þar á milli, sérstaklega ef maður les upphafsinnleggið ;)