Ábyrgð verkstæða

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
dabbi
Innlegg: 192
Skráður: 01.feb 2010, 19:51
Fullt nafn: Dagbjartur Vilhjálmsson

Ábyrgð verkstæða

Postfrá dabbi » 02.jan 2013, 11:07

Sælir félagar.

ég fór með frúarbílinn á smurverkstæði í desember, til að smyrja hann, allt gott og blessað með það svosem,

svo c.a. 10-12 dögum síðar, hringir frúinn í mig og segir að miðstöðin hitini ekki, og í ljós kemur að hann er að hita sig (nánast kominn í rautt). í ljós kemur að það er enginn tappi á vatnskassanum :(

hún stoppar strax og við látum hann kólna, fer svo á verkstæðið aftur og þeir setja nýjann tappa og bæta á hann kælivatni auk frostlaugs.

Svo kemur í ljós að hann er enn að hita sig, miðstöð vikar ekki, og mér fróðari menn segja að heddpakninginn sé farinn.

mín spurning er sú, hver ber ábyrgð? sit ég í súpunni með þetta eða er þetta verkstæðið?

mbk
Dabbi


kv
Dagbjartur Vilhjálmsson

Óbreyttur jeppakall

User avatar

Höfundur þráðar
dabbi
Innlegg: 192
Skráður: 01.feb 2010, 19:51
Fullt nafn: Dagbjartur Vilhjálmsson

Re: Ábyrgð verkstæða

Postfrá dabbi » 02.jan 2013, 11:08

Þess bera að geta að ég er ekki búinn að tala við verkstæðið aftur, þetta gerðist bara korter í jól. ætlaði svona aðeins að kanna hvað er rétt í stöðunni áður en ég ræði við þá.
kv
Dagbjartur Vilhjálmsson

Óbreyttur jeppakall


birgir björn
Innlegg: 75
Skráður: 31.jan 2010, 15:55
Fullt nafn: Birgir Björn Birgirsson

Re: Ábyrgð verkstæða

Postfrá birgir björn » 02.jan 2013, 11:32

hvað voru þeir að hringla í vatninu?


Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: Ábyrgð verkstæða

Postfrá Navigatoramadeus » 02.jan 2013, 11:37

sælir,

það eru flest ef ekki öll verkstæði með tryggingu fyrir svona klaufaskap og ef ekki þá gera alvöru verkstæði við þetta án frekari vandkvæða (maður hefur jú lent í einhverju ahemm) og málið leyst.

Reikningurinn held ég sé jafngildi 2ja ára kvörtunarrétti á viðgerð nema eðlilegt sé að ending þess sé styttri í einhverjum tilfellum enda eru bílar flóknari en svo.


Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: Ábyrgð verkstæða

Postfrá Navigatoramadeus » 02.jan 2013, 11:39

en smá ábending, sumar vélar þarf að aflofta ef kælivökvinn minnkar/fer af svo það er skiljanlegt ef hann er ekki að blása heitu og eða hitamælirinn í ruglinu fer en þetta lofar ekki góðu !

User avatar

íbbi
Innlegg: 1453
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Ábyrgð verkstæða

Postfrá íbbi » 03.jan 2013, 16:40

get samt ekki séð samhengi á milli þess að skipt hafi verið um olíu á bílnum og að heddpakningin sé að fara?
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Ábyrgð verkstæða

Postfrá HaffiTopp » 03.jan 2013, 18:01

birgir björn wrote:hvað voru þeir að hringla í vatninu?

Væntanlega verið að mæla frostþolið á kælivatninu.

íbbi wrote:get samt ekki séð samhengi á milli þess að skipt hafi verið um olíu á bílnum og að heddpakningin sé að fara?

Sé lítið um kælivatn á vél, er hedd eða heddbakkningin það fyrsta til að fara. Sé ekki hvað er svona flókið við að sjá samhengið þar á milli, sérstaklega ef maður les upphafsinnleggið ;)


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Bassi6 og 51 gestur