Síða 1 af 1

Rúðuvesen

Posted: 27.des 2012, 16:14
frá Steini H
Sælir þegar rúðurnar fara að hægja á sér upp á rafmagnsrúðu mótorum hvað er oftast að hrjá þær?
Er það skítur í feiti eða er gúmíin orðin of stöm eða er bara komin þreita í mótora eða eitthvað annað ?
Er með Terrano og fyrst var það bílstjórarúðan en nú er farþegarúðan líka farin að neita að fara upp nema með hjálp.

Re: Rúðuvesen

Posted: 27.des 2012, 16:37
frá muggur
Kannski ódýrast að þrífa vel falsið og úða svo vel með silikon-spreyi (fæst í N1). Það allavega lagaði svona vesen á pajeronum mínum.

Re: Rúðuvesen

Posted: 27.des 2012, 18:03
frá hobo
Samkvæmt ráðleggingum tók ég listana úr, þreif þá upp úr volgu sápuvatni, skolaði og þurrkaði. Úðaði síðan PTFE spreyji í listana sem flestir selja, m.a Wurth. PTFE er þurrt smurefni sem gerir hlutina sleipa án þess að skítur límist við.
Rúðumótorarnir mínir voru glaðir með þessa aðgerð..

Re: Rúðuvesen

Posted: 27.des 2012, 18:14
frá Magni
ég notaði einu sinni þennan PTFE brúsa frá wurth og gúmmíið varð bara stamt hjá mér. Svo keypti ég silicon úða frá þeim og það var allt annað. Rann miklu betra.

Re: Rúðuvesen

Posted: 27.des 2012, 19:13
frá hobo
Þá hefur munað um eitthvað, listarnir hjá mér urðu sleipir.

Re: Rúðuvesen

Posted: 27.des 2012, 19:30
frá nobrks
Fljótandi Sonax virkar mjög vel, Siliconið verður stamt eftir einhvern tíma. Sonax virkar líka mjög vel á löt öryggisbelti :)

Re: Rúðuvesen

Posted: 27.des 2012, 20:03
frá Steini H
Takk fyrir skjót viðbrögð og góð svör ég prófa að þrífa og spreyja en hefur sápa ekkert áhrif á gúmí ?

Re: Rúðuvesen

Posted: 27.des 2012, 23:35
frá Navigatoramadeus
ef ég nenni ekki að taka gúmmílistana úr nota ég bara bremsuhreinsispray og úða aðeins á, læt það gufa upp í nokkrar mínútur meðan ég geng hringinn á rúðulistunum og svo er það silikonspray, duglega af því og málið leyst, einstaka sinnum ef þetta dugar ekki til getur rafgeymirinn verið slappur en það á nú frekar við í minni bílum.

Re: Rúðuvesen

Posted: 27.des 2012, 23:42
frá Steini H
Hehehe þá er þetta ekkert mál á nó af bremsuhreinsi :-)