Síða 1 af 2

Snorkel smíði

Posted: 22.des 2012, 17:25
frá juddi
Hafa menn hérna einhverja reynslu af því að smíða snorkel, er aðalega að spá í intakinu (hattinum) hvernig sé best að græja hann svo maður fái ekki regn og skafrenning beint inná mótor ?

Re: Snorkel smíði

Posted: 22.des 2012, 17:40
frá villi58
Setti Safari snorkel á Hiluxinn minn, hatturinn á þeim er opinn og getur gleypt hunda og ketti. Keypti hatt hjá BSA, Land-Rover sem ég held að hafi reynst nokkuð vel.

Re: Snorkel smíði

Posted: 22.des 2012, 23:16
frá Stebbi
juddi wrote:Hafa menn hérna einhverja reynslu af því að smíða snorkel, er aðalega að spá í intakinu (hattinum) hvernig sé best að græja hann svo maður fái ekki regn og skafrenning beint inná mótor ?


Úr hverju hefurðu hugsað þér að smíða snorkelið úr, ég er í sömu pælingum en er frekar óákveðin á efnisval.

Re: Snorkel smíði

Posted: 22.des 2012, 23:20
frá ellisnorra
villi58 wrote:Setti Safari snorkel á Hiluxinn minn, hatturinn á þeim er opinn og getur gleypt hunda og ketti. Keypti hatt hjá BSA, Land-Rover sem ég held að hafi reynst nokkuð vel.


Ég skal splæsa á þig thule ef þú nærð einum ketti á ferðinni í snorkelið hjá þér. Tveir thule fyrir hundinn.

Re: Snorkel smíði

Posted: 22.des 2012, 23:44
frá kjartanbj
menn hafa verið að setja ullarsokka á þetta í skafrenningi og vondu veðri, ég ætla sjálfur ekki að eyða peningum í snorkel, allavega ekki á næstunni, er sjaldan að fara í það djúpt vatn að það nái það hátt upp í loftinntakið hjá mér

en það er satt hjá Vopna , þetta kostar ekki það mikið að það borgi sig að vera smíða þetta sjálfur

Re: Snorkel smíði

Posted: 22.des 2012, 23:46
frá juddi
Ég geri ráð fyrir að smíða þetta úr ryðfríu en það sem er vandamálið er hatturinn, það er svo sem til eithvað snorkel á Jimny en ég efa að það flæði nóg fyrir mig auk þess er það frekar kjánalegt,svo má þetta ekkert kosta af viti ef ég á að geta staðið við þær yfirlýsingar að smíða bílinn án þess að leggja út fyrir neinu í hann nota bara það sem til er eða braska með það sem til er uppí kostnað, kötturinn og hundurinn enda þeyr inná sogrein eða tekur vatnsgildran við þeim ?

Image

Re: Snorkel smíði

Posted: 23.des 2012, 02:11
frá Stebbi
svopni wrote:Eru menn að leggja það á sig að smíða þetta? Kostar þetta nema 15-25.000? En eru ekki þessir "túrbínu" hattar bestir? Sem snúast.


Hvar fær maður snorkel á 28 ára gamlan Ford fyrir 15-25.000 kall?

Re: Snorkel smíði

Posted: 23.des 2012, 09:35
frá HaffiTopp
Stebbi wrote:
svopni wrote:Eru menn að leggja það á sig að smíða þetta? Kostar þetta nema 15-25.000? En eru ekki þessir "túrbínu" hattar bestir? Sem snúast.


Hvar fær maður snorkel á 28 ára gamlan Ford fyrir 15-25.000 kall?


Er það Bronco, Stebbi? :P

Re: Snorkel smíði

Posted: 23.des 2012, 09:50
frá Stebbi
Nei það er Ameríkutýpa af Ford Transit :) :)

Re: Snorkel smíði

Posted: 23.des 2012, 09:59
frá HaffiTopp
Aldrei hefði maður getað giskað á það. Þarf nokkuð snorkel á svollis? hehe
Eru LandRover bílar ekki með svona orginal og hægt að nálgast hatta af þeim?

Re: Snorkel smíði

Posted: 23.des 2012, 10:35
frá Freyr
Hvar fást snorkel á 15-25.000?

Re: Snorkel smíði

Posted: 23.des 2012, 11:20
frá Stebbi
HaffiTopp wrote:Aldrei hefði maður getað giskað á það. Þarf nokkuð snorkel á svollis?


Ég fór út einn daginn í þeim tilgangi að minka við mig jeppaeignina og það gekk ekki betur en þetta.

Re: Snorkel smíði

Posted: 23.des 2012, 11:22
frá Magni
Haffi snillingur smíðaði sér eitt stk snorkel úr trebba sem kom rosalega vel út. Hér er linkur á smíðina hans og það er líka umræða þarna um hattinn og koma í veg fyrir að vatn fari niður um það. http://forum.ih8mud.com/80-series-tech/483369-making-fiberglass-snorkel.html

Re: Snorkel smíði

Posted: 23.des 2012, 12:19
frá Krúsi

Re: Snorkel smíði

Posted: 23.des 2012, 13:28
frá Stebbi
svopni wrote:Tryggvi í Stýrivélaþjónustunni (held ég) var td að auglýsa 3 stk á LC 120 á 15.000kr stk. Eflaust minni vinna að modda það á 28 ára gamlan bíl en að smíða nýtt frá grunni? Eða hvað?


Ég var svosem búin að láta mér detta það í hug en þegar búið er að modda þetta til að það passi þá þarf þetta að vera vatnshelt og ég hef enga reynslu eða aðgang að tækjum til að sjóða í ABS plast. Þetta má í mínu tilfelli vera jafn klunnalegt og bíllinn og ekki er verra ef það er bara efniskostnaður á því og mín vinna. Þá get ég sett Custom merki á það :)

Re: Snorkel smíði

Posted: 23.des 2012, 20:34
frá HaffiTopp
Er það ekki svo ljótt?? :/

Re: Snorkel smíði

Posted: 23.des 2012, 20:41
frá Sævar Örn
https://encrypted.google.com/search?q=t ... 4&bih=1061


Langbestu hattarnir, þetta er notað á traktorana og allt sem kemur frá traktorum er gott :)

Re: Snorkel smíði

Posted: 23.des 2012, 21:38
frá Stebbi
svopni wrote:Þá er það bara Byko og pp rör!


Það má kanski fara milliveginn, veit einhver hvort hægt er að fá PP eða PPR prófíla einhverstaðar. Ef maður kæmist í svoleiðis þá er hægt að fá pípara til að steikja það saman með hitaspegli.

Re: Snorkel smíði

Posted: 23.des 2012, 22:38
frá kjartanbj
það kemur bara svo hrikalega leiðinlegt sog ef maður er með inntakið inn í bíl, leiðindahljóð til lengdar :) þarf allavega að vera auðvelt að skipta á milli orginal og að taka loftinnan úr ´bil

Re: Snorkel smíði

Posted: 23.des 2012, 22:42
frá Stebbi
svopni wrote:
HaffiTopp wrote:Er það ekki svo ljótt?? :/



Jú viðbjóður, amk ef menn nota múffuhné og baulur til að festa þetta við póstinn. En kannski þolanlegt ef þetta er speglað saman. En að vera með auka loft inntak í gegnum hvalbak og innan úr bíl? Veit að Freyr hefur gert það og líkað vel.


Ég er búin að prufa það og því þarf að fylgja sett af Peltor heyrnahlífum en það virkar á meðan bíllinn er þokkalega vatnsheldur, mæli ekki með því á Land Rover. En hávaðinn sem kemur af túrbólausri díselvél er ekkert smá út um inntakið, ég þurfti alltaf að hafa rúðuna aðeins opna þegar stúturinn var tengdur inn í bíl.

Re: Snorkel smíði

Posted: 23.des 2012, 23:32
frá kjartanbj
Sat einu sinni i hilux þannig frá þórsmörk og í bæin.. maður var illa heyrnalaus og þreyttur eftir lætin í inntakinu

Re: Snorkel smíði

Posted: 23.des 2012, 23:33
frá jeepcj7
Það var að mínu mati mjög snyrtilegt snorkel sem hann "groddi" hérna á síðunni smíðaði á wranglerinn sinn úr rústfríu efni einmitt dálítið klossað en bara flott fór allavega wranglernum vel myndirnar eru allar dottnar út en kannski á einhver til mynd af þeirri smíði.

Re: Snorkel smíði

Posted: 24.des 2012, 00:04
frá Grímur Gísla
http://www.youtube.com/watch?v=xJRmMQr-3e8
Þarna er ógeðslega einfaldur Snorkel

Re: Snorkel smíði

Posted: 24.des 2012, 00:11
frá Grímur Gísla

Re: Snorkel smíði

Posted: 24.des 2012, 00:17
frá Grímur Gísla

Re: Snorkel smíði

Posted: 24.des 2012, 00:39
frá Stebbi
Þessi á Navöruni er illa ógeðslegur.

Re: Snorkel smíði

Posted: 24.des 2012, 02:12
frá Freyr
Eins og Vopni minnist á hér að ofan hef ég möguleikann á að tengja inn í bíl. Þetta er samt eingöngu notað þegar þörf er á. Hef haft þetta í nokkrum jeppum en hef ekki enn "þurft" á þessu að halda en hef nokkrum sinnum tengt þetta til að leika mér að sulla í t.d. Krossá og Markarfljóti. Eins og Kjartan nefnir þá er mikill hávaði inn í bíl þegar þetta er gert og ekki þægilegt til lengdar. Ef ég er með barkann inn í bíl og gef í botn úr hægagangi þá finnur maður það á hljóðhimnunum nema það sé rifa á glugga, það myndast það mikið sog.

Kveðja, Freyr

Re: Snorkel smíði

Posted: 26.des 2012, 01:45
frá juddi
Flott snorkel smíði hjá Haffa en spurning hvort vatnsgildran sé nógu öflug, þessi á júðatúbuni eru allavega ekki að virka í íslenskri veðráttu

Re: Snorkel smíði

Posted: 26.des 2012, 02:12
frá stjani39
Hljóðdeifir.jpg
Sælir það þarf ekki að filgja hávaði ef menn tengja loftintakið inní bíl það er alveg sára einfalt að þagga niður í þessu.

Það er gert með röri sem er sama þvermál og sem liggur inní bíl að loftsíu boruð eru göt allan hríngin á rörið 8 mm og verður gata röðin að vera 3 sinnum lengri en þvermál rörsins klæða yfir með 2 földum nælon sokk svo kemur 1" þykk lettull (steinull)
svo er klætt utanum þetta með plast hólk svo lokað fyrir ullina til endana þetta verður að þétta vel. málið dautt engin hávað inní bíl. búin að nota svona hljóðdeifa og þeir bara virka.

Re: Snorkel smíði

Posted: 26.des 2012, 02:21
frá Freyr
En sniðugt, hef reyndar ekki vott af plássi til að mixa svona í minn cherokee en væri fróðlegt að prófa þetta við tækifæri í öðrum bíl. En ert þú ekki með þetta í musso með túrbínu eða hefur þú notað þetta í non turbo bíl? Hún jafnar svo loftflæðið að lætin eru minni en í túrbólausum bíl.

Re: Snorkel smíði

Posted: 29.jan 2014, 13:24
frá stjani39
ég hef notað svona fyrir díselvélar með og án túrbínu einnig við loftblásara í skipum og þetta þaggar nánast alveg niður í búnaðinum sem dæmi þá var ég með loftblásara í stórum togara sem framleiddi 124 desibela hávaða og afköst uppa 44 þús rúmmetra á tíman. en eftir að þetta var sett á hann þá heyrðist ekkert í honum en þessi búnaður þarf að vera smíðaður loftþéttur þannig að einangrunin fari ekki inná mótor. Já ég prófaði þetta í Musso og það heyrðist ekkert í túrbínunni

Re: Snorkel smíði

Posted: 29.jan 2014, 14:46
frá baldur
Ég mæli með því að menn tengi snorkel þannig að það sé einhver tappi á kerfinu sem hægt er að opna svo vélin geti dregið loft styttri leið. Aðallega vegna þess að þessi snorkel flæða sama og ekkert, kannski nóg fyrir allra minnstu mótorana sem sjást á fjöllum.
Á einum bíl sem ég stillti með bara mjög mildan 502 kúbika mótor (um 400hp) þá dró Safari snorkel um 15% úr þéttleika loftsins sem mótorinn gat andað inn á botngjöf. Þetta samsvarar því að um 60 hestöfl hafi týnst í snorkelinu, en er í sjálfu sér ekkert vandamál ef hægt er að hafa loftinntakið opið þegar ekki er verið að busla í botnlausu vatni.

Re: Snorkel smíði

Posted: 30.jan 2014, 08:20
frá jongud
Stebbi wrote:
svopni wrote:Tryggvi í Stýrivélaþjónustunni (held ég) var td að auglýsa 3 stk á LC 120 á 15.000kr stk. Eflaust minni vinna að modda það á 28 ára gamlan bíl en að smíða nýtt frá grunni? Eða hvað?


Ég var svosem búin að láta mér detta það í hug en þegar búið er að modda þetta til að það passi þá þarf þetta að vera vatnshelt og ég hef enga reynslu eða aðgang að tækjum til að sjóða í ABS plast. Þetta má í mínu tilfelli vera jafn klunnalegt og bíllinn og ekki er verra ef það er bara efniskostnaður á því og mín vinna. Þá get ég sett Custom merki á það :)


Hvað með að nota rör úr þakrennuefni?
Þau fást í nokkrum litum, ýmsum beygjugráðum og hægt að líma saman á múffunni sem er líka tiltölulega snyrtileg.

Re: Snorkel smíði

Posted: 30.jan 2014, 15:20
frá emmibe
70 mm vatnsrör sem ég skar samsetninguna þar sem gúmmíhringurinn er af til að fá betri línu.
20131230_221715.jpg
Snorkel
20131230_221715.jpg (112.39 KiB) Viewed 9108 times

Sparslaði svo til að ná þessu nokkuð sléttu, svo bara lakk.
20140122_214201.jpg
Snorkel málað
20140122_214201.jpg (124.34 KiB) Viewed 9108 times

Hatturinn er svo nokkuð straumlínulöguð flöt trekt.
Hræódýrt og virkar.
Varð ekki var við neina tregðu í þessu, en mótorinn vissulega lítill.
Kv Elmar

Re: Snorkel smíði

Posted: 01.feb 2014, 10:26
frá haffiamp
vita menn ekki af ebay? ég fór þangað og leitaði af "snorkel head" fullt til, ég fékk flottan hatt heim kominn á um 5 þús kr

fékk svo bara gúmmíbarka svipaðann og fæst hjá barka og landvélum t.d

svo bara gera gat á drusluna og mála og kítta smá, smá maus á terrano sem er ekki með gluggapóst við framrúðu en þetta reddaðist... þetta er nú bara terrano leiktæki

Re: Snorkel smíði

Posted: 01.feb 2014, 20:18
frá Fetzer
álrör/ryðfrí , en kostar sennilega smá pening og mikla vinnu.

Image

Re: Snorkel smíði

Posted: 01.feb 2014, 21:03
frá emmibe
haffiamp wrote:vita menn ekki af ebay? ég fór þangað og leitaði af "snorkel head" fullt til, ég fékk flottan hatt heim kominn á um 5 þús kr
Af hverju að kaupa þegar maður getur búið til? og haft gaman að. Svo væri nú sniðugt að snúa inntakinu rétt :-)
Kv Elmar

Re: Snorkel smíði

Posted: 01.feb 2014, 22:06
frá haffiamp
[/quote] Af hverju að kaupa þegar maður getur búið til? og haft gaman að. Svo væri nú sniðugt að snúa inntakinu rétt :-)
Kv Elmar[/quote]

afhverju er þetta vitlaust? eg vil ekki fá snjó/rigningu beint inn.... eini staðurinn sem svoleiðis getur safnast er inní orginal síuboxinu, vil það ekki :)

svo má kannski setja hér til gamans að menn voru búnir að finna það út að öfugt húdd skóp tæki inn meira loft þegar um ræðir breytta kvartmílubíla

Re: Snorkel smíði

Posted: 01.feb 2014, 22:37
frá xenon

Re: Snorkel smíði

Posted: 02.feb 2014, 10:05
frá jongud
haffiamp wrote:
Af hverju að kaupa þegar maður getur búið til? og haft gaman að. Svo væri nú sniðugt að snúa inntakinu rétt :-)
Kv Elmar[/quote]

afhverju er þetta vitlaust? eg vil ekki fá snjó/rigningu beint inn.... eini staðurinn sem svoleiðis getur safnast er inní orginal síuboxinu, vil það ekki :)

svo má kannski setja hér til gamans að menn voru búnir að finna það út að öfugt húdd skóp tæki inn meira loft þegar um ræðir breytta kvartmílubíla[/quote]

Það er bara betra að fá smá vatnsúða inn upp að vissu marki, það eykur aflið í vélinni.
En hvar fannstu þetta með að öfugt húdd skóp tæki inn meira loft?