Síða 1 af 1

Pústsmíði

Posted: 22.des 2012, 13:01
frá Karvel
Er með Vitara 95árg sem er með frekar lúið púst og þarf að endurnýja, aftasti hlutinn er frekar slappur ásamt hljóðkúti og er að hugsa mér að hanna þetta uppá nýtt þannig að pústið leiðir út við síls fyrir framan afturdekk bílsjóramegin,ég er að pæla með hvaða reglugerðir eru fyrir þetta og hvaða hágmark af kútum þarf ég til að standast skoðunina.

Re: Pústsmíði

Posted: 22.des 2012, 16:04
frá Hfsd037
Karvel wrote:Er með Vitara 95árg sem er með frekar lúið púst og þarf að endurnýja, aftasti hlutinn er frekar slappur ásamt hljóðkúti og er að hugsa mér að hanna þetta uppá nýtt þannig að pústið leiðir út við síls fyrir framan afturdekk bílsjóramegin,ég er að pæla með hvaða reglugerðir eru fyrir þetta og hvaða hágmark af kútum þarf ég til að standast skoðunina.



Er það ekki bara hvarfi og hljóðkútur?
Held að þú megir hafa sílsapúst vinstra megin á bílnum en ekki hægra megin upp á gangfarendur á gangstéttum að gera

Re: Pústsmíði

Posted: 22.des 2012, 16:15
frá Stóri
það má taka pústið út hægra megin fyrir framan aftur hjól en bara ef að útblæstri er beint að götunni, semsagt niður, veit ekki hversu mikill halli þarf að vera en ég gerði þetta við minn bíl eftir að hafa rætt við skoðunarmanninn, og hef fengið skoðun í 3 á þannig... pústið hjá mér hallar líklega ca 45 gráður sem sé endinn, þannig að því er hálfpartinn beint í götuna, það virtist vera nóg.


Kristófer

Re: Pústsmíði

Posted: 23.des 2012, 12:23
frá haffiamp
það má vera beggja megin.... en eins og áður hefur komið fram, að þá þarf það að beinast niður og eru 45 gráður nóg....

man þegar vinnufélagi minn flutti inn 2008 tundru þar em pústið kom beint út til hliðar fyrir aftan afturdekk og það var endurskoðun.... hann bara fékk rör með 90 gráðu beygju niður og setti það á með pústklemmu (forljótt alveg) en þannig slapp það í gegn og svo bara tók hann það af.....

Re: Pústsmíði

Posted: 23.des 2012, 12:33
frá hobo
Hvað með þessa Forda t.d með pústið svona, má það?

Image

Re: Pústsmíði

Posted: 23.des 2012, 18:16
frá Gilson
það er nú yfirleitt þannig að þessir amerísku bílar fá ekki skoðun á þessi pústkerfi.
Það hefur þá verið leyst með 45° beygju sem vísar niður.