Síða 1 af 1
Terrano dísel hita flakk?
Posted: 22.des 2012, 11:21
frá haffiamp
er með dísel terrano beinskiptan og ég má ekki standann upp ártunsbrekku nema að hitamælirinn rísi um nokkra mm....
hef átt tvo áður og þeir gerðu þetta báðir eins og t.d upp kambana en ekki svona næmir eins og þessi sem ég á núna...
hvað eru menn að gera við þessu? hvað á að skoða ?
Re: Terrano dísel hita flakk?
Posted: 22.des 2012, 13:16
frá DABBI SIG
Vatnslás er líklegur og jafnvel auðveldast/ódýrast að byrja á að skipta um hann.
Skoða líka hvort vatnskerfið sé lofttæmt eða hvort hann sé að tapa vatni.
Re: Terrano dísel hita flakk?
Posted: 28.des 2012, 13:53
frá íbbi
mínir hafa gert þetta líka. þá sérlega sá sjálfskipti
mér var tjáð að þetta væri bara líflegur mælir og ekkert til að óttast.
ég skipti út vatnslás og dælu hjá mér og hann var nákvæmlega eins á eftir
Re: Terrano dísel hita flakk?
Posted: 28.des 2012, 14:28
frá Rúnarinn
íbbi wrote:mínir hafa gert þetta líka. þá sérlega sá sjálfskipti
mér var tjáð að þetta væri bara líflegur mælir og ekkert til að óttast.
ég skipti út vatnslás og dælu hjá mér og hann var nákvæmlega eins á eftir
Gerði slíkt hið sama við minn og skipti um vatnskassa og það breyttist ekkert.