Síða 1 af 1
Np 242 vs Np 231, sérfræðingur óskast!!!
Posted: 17.des 2012, 20:36
frá silli525
Er með breyttan Grand 99 með 242 millikassa sem er að gefa sig og ég á 231 sem ég var að gæla við að setja í staðinn. Veit einhver hvaða rillu fjöldi er á input öxlinum í 242 sem kemur í þessum bílum???
Re: Np 242 vs Np 231, sérfræðingur óskast!!!
Posted: 17.des 2012, 20:57
frá stebbiþ
http://www.novak-adapt.com/Undir dálkinum "Knowledge" smellirðu á transfer cases og færð að vita allt um þá.
Kv, Stebbi Þ.
Re: Np 242 vs Np 231, sérfræðingur óskast!!!
Posted: 17.des 2012, 21:19
frá Stebbi
23 rillu en það eru mismunandi lengdir, svo er 5.9 og 4.7 bíllinn með 32 rillu output öxul ekki 27 rillu eins og hinir.
Re: Np 242 vs Np 231, sérfræðingur óskast!!!
Posted: 17.des 2012, 22:08
frá silli525
Stebbi wrote:23 rillu en það eru mismunandi lengdir, svo er 5.9 og 4.7 bíllinn með 32 rillu output öxul ekki 27 rillu eins og hinir.
Já ókei, þannig að best er bara að kippa honum úr og sjá hvort þetta sé í sömu lengd, þessi 231 sem ég er með er 23 rillu en ég gleymdi að tjékka á output öxlinum en það skiptir kannski ekki máli ef ég skipti þessu slip yoke ógeði út?
Re: Np 242 vs Np 231, sérfræðingur óskast!!!
Posted: 17.des 2012, 22:41
frá Freyr
Gömlu 242 voru 21 rillu. Er ekki alveg viss hvenær það breyttist en minnir þó að það hafi verið '91 þegar innspýtingin breyttist úr renix í chrysler. Yngri voru með 23 rillu inntaki.
Re: Np 242 vs Np 231, sérfræðingur óskast!!!
Posted: 17.des 2012, 23:26
frá Stebbi
90-91 breytist inputöxullin úr 21 í 23 rillu. En það er hægt að setja 23 rillu öxul í eldri kassana, allt annað er eins.
Re: Np 242 vs Np 231, sérfræðingur óskast!!!
Posted: 18.des 2012, 04:19
frá silli525
En hvernig er það, ekki passar input öxullinn úr 242 í 231 og er ég að fara út í einhverju þvælu með að skipta um kassa?
Borgar sig kannski bara að gera upp 242?
Re: Np 242 vs Np 231, sérfræðingur óskast!!!
Posted: 18.des 2012, 07:54
frá Freyr
Stebbi wrote:90-91 breytist inputöxullin úr 21 í 23 rillu. En það er hægt að setja 23 rillu öxul í eldri kassana, allt annað er eins.
Skipti einu sinni um skiptingu í jeep commanchee, það er '87-'90 bíll en settum skiptingu úr '91 og yngri. Við það breyttist einmitt output öxullinn úr skiptingunni úr 21 í 23 rillur. Fundum input öxul úr yngri millikassa til að setja í millikassann en það þurfti að stytta hann eitthvað, man ekki alveg töluna en gætu hafa verið 1-2 cm.
Re: Np 242 vs Np 231, sérfræðingur óskast!!!
Posted: 18.des 2012, 20:29
frá silli525
Þakka kærlega fyrir upplýsingarnar strákar.
Re: Np 242 vs Np 231, sérfræðingur óskast!!!
Posted: 18.des 2012, 21:19
frá Stebbi
silli525 wrote:En hvernig er það, ekki passar input öxullinn úr 242 í 231 og er ég að fara út í einhverju þvælu með að skipta um kassa?
Borgar sig kannski bara að gera upp 242?
Hann passar en gæti verið í annari lengd, persónulega myndi ég laga 242 kassann afþví hann býður upp á sídrif sem er mjög þægilegt þegar færið er ekki það þungt að maður þurfi að læsa að aftan. Svo er inputöxullinn það síðasta sem kemur út úr þessum kössum þannig að það þarf að rífa ALLT til að komast í hann.
Re: Np 242 vs Np 231, sérfræðingur óskast!!!
Posted: 18.des 2012, 21:36
frá Kiddi
Já 242 kassinn er lengri en 231, það eru mislöng drifsköft m.v. bíl sem er með 231 og svo framvegis.
Re: Np 242 vs Np 231, sérfræðingur óskast!!!
Posted: 18.des 2012, 21:40
frá Gulli J
Ég gafst upp á 242 millikassanum, fjölhæfur og flottur en með háa bilanatíðni, klikkaði 2x hjá mér, veit af öðrum sem var líka með vandamál í honum.
Re: Np 242 vs Np 231, sérfræðingur óskast!!!
Posted: 18.des 2012, 21:45
frá Stebbi
Hvað er það sem hefur einna helst verið að fara í þessum kössum, er það eitthvað sem mætti fyrirbyggja? Var með svona Full-time kassa í Pajero (super select) og það er ótrúlegt hvað maður fer að nota það þegar maður finnur muninn á þvingun í driflínuni á milli Full-time og Part-time.