Síða 1 af 1

pajero sport smellir í framdrifi.

Posted: 15.des 2012, 19:58
frá 66kall
,sælir jeppamenn, ég er með pajero sport 99 model, og það koma smellir þegar ég set í framdrifið sérstaklega þegar ég beygi, en drifljósið er búið að loga lengi, samt hefur allt virkað eðlilega þangað til núna, veit einhver hvað þetta gæti verið ?

Re: pajero sport smellir í framdrifi.

Posted: 15.des 2012, 20:51
frá Svenni30
Er ekki bara farinn öxul liður ?

Re: pajero sport smellir í framdrifi.

Posted: 16.des 2012, 03:20
frá DABBI SIG
Hvernig lýsir hljóðið sér ef þú gætir útskýrt það betur? Þetta getur verið ansi margt miðað við lýsingu, er þetta í átaki, hvort sem er áfram eða afturábak eða við ákveðnar aðstæður hraða o.s.frv?

Annars finnst mér líklegt að þetta sé driffesting, þær eiga það til að brotna í þessum bílum. Það eru þrjár festingar, einn armur beint fram úr drifkúlu v-megin við hana og annar hægra megin. Svo er festing neðan á drifinu sem er á þverbita. Hef lent í því að brjóta 2 af þessum 3 festingum og það lýsti sér sem smellir í átaki.
Annars getur líka vel verið að einhver liður á öxul sé ónýtur.

Re: pajero sport smellir í framdrifi.

Posted: 16.des 2012, 11:19
frá 66kall
smellirnir voru það miklir að ég vil helst ekki hreifa bílinn mikið, svo ég sé ekki að skemma eitthvað meira, en takk kærlega fyrir þessar ábendingar, ætla að byrja á að skoða þessa hluti.