Hásingaspurning - Toyota sérfræðingar.

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Snorri^
Innlegg: 42
Skráður: 24.okt 2011, 21:36
Fullt nafn: Snorri Þór Gunnarsson

Hásingaspurning - Toyota sérfræðingar.

Postfrá Snorri^ » 13.des 2012, 10:55

Jæja, nú langar mig að láta reyna á botnlausa Toyotu dellukarla.

Er einhver munur á liðhúsörmunum sem koma frá LC 70 hásingu og þeim sem koma frá hilux hásingu?

Nú spyr ég eins og fávís kona þar sem mig langar aðalega að vita hvort afstaðan á augunum sé önnur, þ.e.a.s. hvort þau séu utar (nær felgubrún) eða innar (nær miðju).

Endilega ausið úr viskubrunnum ykkar Toyotu kallar.

Kv. Snorri Þór



User avatar

aae
Innlegg: 127
Skráður: 27.apr 2010, 22:23
Fullt nafn: Andri Ægisson

Re: Hásingaspurning - Toyota sérfræðingar.

Postfrá aae » 14.des 2012, 10:08

liðhúsarmar vísa aftur á hásingu á LC 70:
http://f4x4.is/index.php?option=com_jfu ... mId=247649
en fram á hilux.
Sumir hafa víxlað örmunum og fært millibilsstöngina fram fyrir hásingu og geta þá notað drif úr hilux.
Kostur við að hafa hana fyrir aftan er að þá er auðveldara að koma fyrir stýristjakki og stýrisdempara.
Ef þetta er allt fyrir framan hásingu er þetta að þvælast hvort fyrir öðru.

Mig minnir að LC70 armar vísi aðeins inn (séu nær miðju) en Hilux aðeins út. Annars er einfallt að mæla þetta (fjarlægð á milli stýrisenda í millibilsstögninni).

User avatar

jongud
Innlegg: 2626
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Hásingaspurning - Toyota sérfræðingar.

Postfrá jongud » 14.des 2012, 11:25

aae wrote:liðhúsarmar vísa aftur á hásingu á LC 70:
http://f4x4.is/index.php?option=com_jfu ... mId=247649
en fram á hilux.
Sumir hafa víxlað örmunum og fært millibilsstöngina fram fyrir hásingu og geta þá notað drif úr hilux.
Kostur við að hafa hana fyrir aftan er að þá er auðveldara að koma fyrir stýristjakki og stýrisdempara.
Ef þetta er allt fyrir framan hásingu er þetta að þvælast hvort fyrir öðru.

Mig minnir að LC70 armar vísi aðeins inn (séu nær miðju) en Hilux aðeins út. Annars er einfallt að mæla þetta (fjarlægð á milli stýrisenda í millibilsstögninni).


Ef armarnir vísa aftur, þá eiga þeir að vísa innávið
Ef þeir vísa fram, þá eiga þeir að vísa útávið.
Þetta á bara við um armana sem eru tengdir saman með millibilsstöng.
Ef maður dregur línu eftir miðjum stýrisörmunum báðum megin þá eiga þeir að mætast ca. við miðja afturhásingu.
Mig minnir að ef svo er ekki, sé hætta á annaðhvort yfir- eða undirstýringu

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Hásingaspurning - Toyota sérfræðingar.

Postfrá ellisnorra » 14.des 2012, 16:04

jongud wrote:
aae wrote:liðhúsarmar vísa aftur á hásingu á LC 70:
http://f4x4.is/index.php?option=com_jfu ... mId=247649
en fram á hilux.
Sumir hafa víxlað örmunum og fært millibilsstöngina fram fyrir hásingu og geta þá notað drif úr hilux.
Kostur við að hafa hana fyrir aftan er að þá er auðveldara að koma fyrir stýristjakki og stýrisdempara.
Ef þetta er allt fyrir framan hásingu er þetta að þvælast hvort fyrir öðru.

Mig minnir að LC70 armar vísi aðeins inn (séu nær miðju) en Hilux aðeins út. Annars er einfallt að mæla þetta (fjarlægð á milli stýrisenda í millibilsstögninni).


Ef armarnir vísa aftur, þá eiga þeir að vísa innávið
Ef þeir vísa fram, þá eiga þeir að vísa útávið.
Þetta á bara við um armana sem eru tengdir saman með millibilsstöng.
Ef maður dregur línu eftir miðjum stýrisörmunum báðum megin þá eiga þeir að mætast ca. við miðja afturhásingu.
Mig minnir að ef svo er ekki, sé hætta á annaðhvort yfir- eða undirstýringu


Bingó!
Þarna kom punkturinn sem ég hef verið að leita af lengi.
Ég er með 70 krúser hásingu að framan hjá mér og vantar að koma hilux drifi í og hef verið að hugsa um að víxla, færa armana framfyrir, en er alveg svakalega feiminn við þetta og hef meira að segja hringt á tvö hjólastillingaverkstæði og beðið um þeirra mesta sérfræðing til að ræða um þetta og þeir fundu hvorugir að því að gera þetta.
Ég hef alltaf haft svakalega sterka tilfinningu fyrir því að hann verði hjólaskakkur í beyjum eftir svona tilfæringar, og sennilega er það rétt hjá mér útfrá þessari spekuleringu.

Endilega fleiri sem hafa vit á þessu að ausa úr sínum viskubrunni um þetta, það eru greinilega fleiri en ég í þessum spekuleringum.
http://www.jeppafelgur.is/


Höfundur þráðar
Snorri^
Innlegg: 42
Skráður: 24.okt 2011, 21:36
Fullt nafn: Snorri Þór Gunnarsson

Re: Hásingaspurning - Toyota sérfræðingar.

Postfrá Snorri^ » 14.des 2012, 16:06

Já ég ætla mér að halda mig við þetta hefðbundna setup, þ.e.a.s. millibilsstöngin fyrir framan.

En ég fann hilux arma í gær og þeir eru allt öðruvísi, mun efnisminni og styttri sem er akkúrat það sem mig vantaði þar sem backspaceið á felgunum er það mikið að ég get ekki notast við LC70 armana. Þetta var í raun bara hugsað til að þurfa ekki að fara að breyta öllum felgunum.

Takk fyrir svörin samt.

Kv. Snorri Þór


User avatar

Bskati
Innlegg: 279
Skráður: 01.júl 2011, 19:19
Fullt nafn: Baldur Gunnarsson
Bíltegund: Rauður Hilux
Staðsetning: Kópavogur

Re: Hásingaspurning - Toyota sérfræðingar.

Postfrá Bskati » 14.des 2012, 19:30

elliofur wrote:
jongud wrote:
aae wrote:liðhúsarmar vísa aftur á hásingu á LC 70:
http://f4x4.is/index.php?option=com_jfu ... mId=247649
en fram á hilux.
Sumir hafa víxlað örmunum og fært millibilsstöngina fram fyrir hásingu og geta þá notað drif úr hilux.
Kostur við að hafa hana fyrir aftan er að þá er auðveldara að koma fyrir stýristjakki og stýrisdempara.
Ef þetta er allt fyrir framan hásingu er þetta að þvælast hvort fyrir öðru.

Mig minnir að LC70 armar vísi aðeins inn (séu nær miðju) en Hilux aðeins út. Annars er einfallt að mæla þetta (fjarlægð á milli stýrisenda í millibilsstögninni).


Ef armarnir vísa aftur, þá eiga þeir að vísa innávið
Ef þeir vísa fram, þá eiga þeir að vísa útávið.
Þetta á bara við um armana sem eru tengdir saman með millibilsstöng.
Ef maður dregur línu eftir miðjum stýrisörmunum báðum megin þá eiga þeir að mætast ca. við miðja afturhásingu.
Mig minnir að ef svo er ekki, sé hætta á annaðhvort yfir- eða undirstýringu


Bingó!
Þarna kom punkturinn sem ég hef verið að leita af lengi.
Ég er með 70 krúser hásingu að framan hjá mér og vantar að koma hilux drifi í og hef verið að hugsa um að víxla, færa armana framfyrir, en er alveg svakalega feiminn við þetta og hef meira að segja hringt á tvö hjólastillingaverkstæði og beðið um þeirra mesta sérfræðing til að ræða um þetta og þeir fundu hvorugir að því að gera þetta.
Ég hef alltaf haft svakalega sterka tilfinningu fyrir því að hann verði hjólaskakkur í beyjum eftir svona tilfæringar, og sennilega er það rétt hjá mér útfrá þessari spekuleringu.

Endilega fleiri sem hafa vit á þessu að ausa úr sínum viskubrunni um þetta, það eru greinilega fleiri en ég í þessum spekuleringum.


Ég fór í gegnum þessar pælingar þegar ég setti gamla lúxinn á gorma. Ef maður snýr LC70 örmum við, þá beygir bílinn meira á ytra hjóli heldur en innra og mun því draga hjól í beygjum og missa grip. Prófaðu að google-a ackerman angle.

Þetta snýst um það að til að bílinn haldi gripi sem best þá þurfa ytri og innri hjól að beygja mismikið, því hringurinn sem þú fara eftir í beygju er vissulega misstór. Þumalfingurreglan er að ef maður dregur línur í gegnum armana þá eigi þær að mætast í miðri afturhásingu. En það er samt ekki svoleiðis nákvæmlega nútíma bílum, minnir að þetta hafi verið fyrst verið notað á hestvögnum.
1986 Lada Niva
2003 Toyota Hilux DC 38"

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Hásingaspurning - Toyota sérfræðingar.

Postfrá Stebbi » 14.des 2012, 22:33

Bskati wrote:En það er samt ekki svoleiðis nákvæmlega nútíma bílum, minnir að þetta hafi verið fyrst verið notað á hestvögnum.


Þá gefur það auga leið að þetta þarf að nota í Hilux.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Hásingaspurning - Toyota sérfræðingar.

Postfrá Startarinn » 15.des 2012, 19:19

jongud wrote:
Ef armarnir vísa aftur, þá eiga þeir að vísa innávið
Ef þeir vísa fram, þá eiga þeir að vísa útávið.
Þetta á bara við um armana sem eru tengdir saman með millibilsstöng.
Ef maður dregur línu eftir miðjum stýrisörmunum báðum megin þá eiga þeir að mætast ca. við miðja afturhásingu.
Mig minnir að ef svo er ekki, sé hætta á annaðhvort yfir- eða undirstýringu


Þetta skýrir afhverju mér finnst hiluxinn alltaf þvingaður í kröppum beygjum eftir að ég setti LC70 hásinguna undir, LC70 er mun styttri milli hjóla en Hilux xcab

Gaman að fá loksins skýringu á þessu hérna inn, þeir eru ófáir sem hafa pælt í þessu gegnum tíðina
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Höfundur þráðar
Snorri^
Innlegg: 42
Skráður: 24.okt 2011, 21:36
Fullt nafn: Snorri Þór Gunnarsson

Re: Hásingaspurning - Toyota sérfræðingar.

Postfrá Snorri^ » 17.des 2012, 14:29

Jæja, ég er kominn á niðurstöðu sem mér finnst vera besta lendining í þessu en þarf alls ekkert að vera að hún sé best.

Þar sem ég get ekki notað reverse drif þurfti ég að koma millibilsstönginni fram fyrir og menn hafa farið margar og misjafnar leiðir að því.

Sumir hafa flutt armana yfir og sett þá að ofanverðu, hjá mér var það ekki möguleiki öðruvísi en að breyta felgunum þar sem backspaceið var of mikið.

Aðrir hafa víxlað liðhúsunum en ég vildi ekki fara þá leið.

Þannig að ég endaði á að fá mér arma af hilux hásingu, þeir eru styttri en LC70 armarnir og notast við tvöfaldan arm.

Ég sé allavega ekki neina vankanta á þessu ennþá, það eru margir með þetta kerfi og hefur ekki verið til vandræða hjá þeim svo að ég helda að þetta gæti verið farsælasta lausnin.

User avatar

jongud
Innlegg: 2626
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Hásingaspurning - Toyota sérfræðingar.

Postfrá jongud » 17.des 2012, 14:36

Tjakkur wrote:http://en.wikipedia.org/wiki/Ackermann_steering_geometry

https://www.google.is/search?q=ackerman ... e&ie=UTF-8


"Ackermann angle"
Akkúrat orðin sem mig vantaði yfir þetta.

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Hásingaspurning - Toyota sérfræðingar.

Postfrá AgnarBen » 17.des 2012, 17:25

Þetta er skemmtilegur fróðleikur !

Image Image
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Hásingaspurning - Toyota sérfræðingar.

Postfrá ellisnorra » 17.des 2012, 17:53

Svakalega eru að kvikna margar perur núna.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

aae
Innlegg: 127
Skráður: 27.apr 2010, 22:23
Fullt nafn: Andri Ægisson

Re: Hásingaspurning - Toyota sérfræðingar.

Postfrá aae » 17.des 2012, 20:43

Hér er líka frá Gumma um stýri:
http://gjjarn.byethost15.com/sjeppar/st ... iindex.htm

Þarna er fjallað um klofinn stýrisgang sem á að vera hentugur gegn jeppaveikinni.
Einhverntíman sá ég 4runner sem búið var að smíða í stýrisarma úr hnausþykku flatjárni, líklega ekki mikið mál ef menn hafa aðgang að fræsara.
Hefur einhver prófað að beygja arma úr LC70 þannig að þeir passi betur inn í fræðina??


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 58 gestir