Síða 1 af 1

tímareimaskifti í L200

Posted: 12.des 2012, 00:09
frá redneck
Er með '94 L200 TD sem er komin tími á tímareim, en var að spá, er vatnsdælan sjálfstæð eða er hún með tímareiminni? er búinn að heira báðar útgáfur og langar að vita hvor þeirra er rétt, og hvað er túrbínan að blása orginal og hvað má bæta mikið við þrístinginn án þess að eiga í hættu með að skemma eitthvað?

Re: tímareimaskifti í L200

Posted: 12.des 2012, 00:33
frá Stebbi
Ef þetta er 4D56 þá er vatnsdælan á viftureiminni. Ef þú ert að fara í tímareimaskipti þá skaltu kaupa litlu reimini fyrir balancehjólið líka og skipta um hana, ef þú villt ekki gera það taktu hana þá úr þegar þú skiptir um tímareimina. Ef hún slitnar þá eru góðar líkur á því að hún laumist undir tímareimina.

Þú átt alveg að geta farið í 13-15psi án þess að bæta við olíu áhyggjulaust. Það er öryggisventill aftast á soggreininni sem hleypir af við ca 16-18psi eftir því hvað hann er gamall. Ef þú villt fara hærra eða ventillinn fer að opnast þá geturðu tappað þetta með 1" tappa úr lagnadeild Byko.

Re: tímareimaskifti í L200

Posted: 12.des 2012, 00:37
frá DABBI SIG
Sæll,
Tímareimin er ekki tengd vatnsdælu. Tímareimin er tengd þremur ásum, sveifarás, tímahjóli fyrir olíuverk og knastás. Semsagt vatnsdælan er sjálfstæð og tengd viftureim. Svo er önnur minni reim sem knýr balanceás. Mín reynsla er að þeirri reim eigi að sleppa. Ástæðurnar eru að hún hefur lítið sem ekkert með virkni vélarinnar að gera nema að "balance-a" vélina, þ.e. gera gang eða hristing í mótor minni en ég hef prufað að sleppa reiminni á tveim mismunandi bílum og það hefur lítið sem ekkert að segja. Ekki markvert allavega að mínu mati og þykist ég nú nokkuð nákvæmur á hljóð og titring frá vélinni.
Önnur ástæða þess að þessi reim ætti að fjúka er að hún er veikari en tímareimin og á það til að slitna (langt á undan tímareiminni) og ýmist skemma tímareimina eða fara undir hana og þannig hafa nokkrir svona bílar farið yfir á tíma.
Margir trassa það að skipta um þessa litlu reim þegar skipt er um aðalreimina og því hefur hún slitnað en sömuleiðis á hún líka til að slitna þó hún sé endurnýjuð með hinni reiminni.

Varðandi túrbínublástur þá eru tölur á reiki með max blástur, ég hef heyrt að þetta sé að blása ca. 9-10 eða 11 pund orginal. Ég er með nýrri útgáfuna af mótornum(tölvustýrða, ekki commonrail 2004 árg) og skv. tölvuaflestri á hann að vera blása 12 mest hjá mér sem virðist í góðu lagi. Ég hef þó heyrt af bíl sem er keyrður ansi mikið (ca.400 þús) og þar af tugi þúsunda á 16 punda þrýsting að mig minnir (frekar en 18) og það virðist í lagi.
Svo man ég eftir að hafa lesið þráð um einhvern sem prufaði rúmlega 20 pund en þá sprungu hosur af intercooler og fleira fjör. Ég myndi ekki fara í svoleiðis tölur persónulega heldur halda mig nær 12-14 pundum sem er þó sett fram án ábyrgðar :)

Re: tímareimaskifti í L200

Posted: 13.des 2012, 21:20
frá redneck
takk kærlega fyrir þetta, en hvar tengir maður boost mæli til að sjá hvað hún er að blása mikið?

Re: tímareimaskifti í L200

Posted: 13.des 2012, 21:39
frá HaffiTopp
Athugaðu hvort það komi tveir nipplar á blásaranum á trúbínunni og settu á annann þeirra slöngubút og svo T-stykki þar á.