Síða 1 af 1
2,5l Toyota diesel vél.
Posted: 11.des 2012, 08:36
frá 66 Bronco
Sæl öll.
Ég er á höttunum eftir dieselrellu í gamlan 4Runner, óbreyttan frúarbíl.
Ég ætla mér að finna góða 2LT, enda afar þægileg vélaskipti, en velti fyrir mér 2,5l dieselvél frá Toyota, 2KD-FTV.
Er þetta ekki vélin úr Hilux og Hiace frá 2001? Eru þekktir á henni sérstakir annmarkar?
Hætt er við því að mótorfestingar og boltahringurinn aftan á sé gerbreytt frá 2LT, en ég keyrir daglega Hiace með þessari vél og get vel hugsað mér hana í óbreyttan bíl.
Þekkir einhver hér til vélarinnar til að svara þessum hugleiðingum?
Þakkir og kveðja góð,
Hjörleifur.
Re: 2,5l Toyota diesel vél.
Posted: 11.des 2012, 09:00
frá ellisnorra
Ekki þekki ég þessa vél nema lítilræði, en ég mátti til með að kommenta þar sem þetta segir sig sjálft í nafni vélarinnar, 2KD-ForTheVin (Win) :)
Það verður gaman að heyra bollalegginar um þetta hjá þér.
Re: 2,5l Toyota diesel vél.
Posted: 11.des 2012, 23:35
frá ellisnorra
Og þar sem ég var að skoða bland.is áðan þá sá ég þetta
Varahlutir í Hiace 2,5diesel 2004árgerð Tilboð
Staður 230 Reykjanesbæ
á til vél í Hiace 2,5td árgerð 2004. Startara alternator sjálfskiptingu og ýmislegt fleira ekkert boddytengt samt.
7769068
Re: 2,5l Toyota diesel vél.
Posted: 12.des 2012, 17:21
frá 66 Bronco
Var einmitt búinn að sjá þetta..
Nú væri gott að fá að vita um boltahringinn og mótorfestingarnar.
Kv
H
Re: 2,5l Toyota diesel vél.
Posted: 12.des 2012, 18:15
frá Haukur litli
Miðað við það sem ég finn í töflunni yfir módel/vél/gírkassi/ þá er Hiace með 2KD-FTV með R351 ef hann er afturhjóladrifinn og með R151F ef hann er fjórhjóladrifinn.
Hann gæti samt mögulega verið með mjög spes útbúnað á kassanum til að skipta um gír, þar sem að stöngin myndi ekki koma upp á milli framsætanna eins og í Hilux.
R151F er það sama og er í 4Runner/Hilux með 3VZ-E og 1KZ-T.
1KD-FTV er byggð á 1KZ blokkinni, en þær eiga fátt annað sameiginlegt. Ég held að 2KD-FTV sé sama blokkin en með minna bore og stroke.
Re: 2,5l Toyota diesel vél.
Posted: 12.des 2012, 20:08
frá 66 Bronco
Sæll Haukur.
Hvar er þessi dásamlega tafla?
Re: 2,5l Toyota diesel vél.
Posted: 13.des 2012, 01:04
frá 66 Bronco
Eeeen..
2,8 Toyota, 3L vél. Er hún góð ofan á brauð?
Re: 2,5l Toyota diesel vél.
Posted: 13.des 2012, 01:54
frá Stebbi
Ef þú hefur val á milli 2.5 D4D eða gamla 3L þá er það ekki spurning um að gleyma þessu gamla drasli. 3L er eins og 2L bara pínulítið minna kraftlaus.